Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 44
MENNING PIZZA BIGGA BAR pantaðu. Sendum heim á c.a. 30. mínútum Við höfum yfír 100 tegundir af pizzum og getum gert fleiri ef þú vilt. Veldu þína eigin pizzu — þú átt það skilið. BIGGA BAR Tryggvagötu 18 (víð Akraborgarplanið). Sími 28060. Galdrar og karlremba Torfa Þorgrímsson prentara, sem margir héldu síðar að hefði komið undir í átökum Þóru og Jónasar, þekktu allir Reykvíkingar á sinni tíð enda öll sú ætt þekkt gömul Reykja- víkurætt. Torfi var fæddur 1828 í Engey, en þá var Jónas Hallgrímsson í Bessastaða- skóla, þannig að Torfi hefði þá verið fyrir löngu kominn til sögunnar er ekkjan tók að guða á glugga Jónasar í Hákonsenshúsi. En er hægt að útiloka að Jónas hafi getið Torfa? Á hinni öldinni gekk sú saga altént í Reykjavík og þjóðsagan hermdi alls konar skýringar á þessu máli. Ein er sú að Þóra hafi ætlað að heimta barnsföður sinn eftir öll þessi ár. Torfi sonur hennar er þá á ferming- araldri er áðurnefndir atburðir urðu. Og nú- tímakonur í sagnfræðigrúski hafa sagt málið einkennast af karlrembu Jónasar og þeirra karla sem við þessa sögu komu. Þá var enn sú alþýðuskýring á síðustu öld að Jónas hafi tryllt Þóru með göldrum og sérkennilegt atferli hennar þannig skýrt. En hvort sem Jónas hafi magnað þessi læti í Þóru eða krakkann í hana áratug fyrr, þá er vart hægt að útiloka með öllu að þau hafi eitthvað haft saman að sælda, Þóra og Jónas, fleira en málskjöl segja til um. Torfi prentari byggði húsið að Skóla- vörðustíg 8, þar sem nú er skartgripaverslun Kornelíusar Jónssonar. Afkomendur á Torfi fjölmarga. Elst dætra hans var Þóra húsfrú í Varmahlíð fædd 1854, þá Guðbjörg sem gift- ist Sigmundi Guðmundssyni prentara. Synir þeirra voru Adam prentari, Kornelíus bygg- ingameistari, Torfi úrsmiður og Herbert prentari, sem Herbertsprent er kennt við. Ný heildarútgáfa á í heildarútgáfu á verkum Jónasar Hail- grímssonar sem nú er verið að vinna að er nokkuð áður óbirtra verka og atriða sem tengjast Jónasi. Þar á meðal eru bréf Há- konsens hattamakara sem lesa má í með- fylgjandi texta. Vonast er til að heildar- útgáfan verði fullbúin á komandi vetri. Unnið hefur verið að þessari heildar- útgáfu um nokkurra ára skeið og hafa þeir Páll Valsson, Haukur Hannesson og Sveinn Yngvi Egilsson haft umsjón með verkinu. Fyrirhugað er að heildarútgáfan verði í þremur til fjórum bindum. Þar verða ljóð, sögur og annar prósi skálds- ins. Auk þess bréf Jónasar, ferðadagbæk- ur, málsvarnarskjöl hans við fógetaem- bættið í Reykjavík og náttúrufræði hans og þýðingar hans úr erlendum málum. Þá fylgja heildarútgáfunni ýmis gögn sem varða Jónas og tengjast lífi hans og starfi. Á árunum 1929 til 1937 kom út heildar- útgáfa Jónasar í fimm bindum í umsjón Prentarar eru þannig fjölmargir meðal af- komendanna. Áhugamenn um þjóðleg fræði af þessum toga minnast e.t.v. greinar eftir Pétur Pétursson þul í Morgunblaðinu sl. vet- ur, þar sem hann sagði frá þeim bræðrum, tónlistarmönnum úr lúðrasveit, Sigmunds- sonum. Það voru einmitt þessir afkomendur Torfa pentara (og Jónasar Hallgrímsson- ar?). Þá átti Torfi dótturina Maríu sem fór til Ameríku. Meðal sona hans var Siggeir Torfason kaupmaður, en sonur hans var Kristján Sig- geirsson kaupmaður og hans son Hjalti Geir Kristjánsson kaupmaður. Sigríður Siggeirs- dóttir systir Kristjáns var gift Gunnari Sigur- ðssyni frá Selalæk þeirra sonur var Sigurður prentari, faðir Ólafs framkvæmdstjóra Þjóð- lífs. Enn átti Torfi syni; Ásmund Jón prent- ara og Þorgrím, sem fóru báðir til Ameríku. Sjálfsagt skipta afkomendur Torfa prentara hundruðum. Meðal afkomenda Torfa prentara er sú arfsögn alkunn að Torfi kynni að vera sonur hins hins ástsæla þjóðskálds. Reyndar segir þjóðsagan einnig að Jónas hafi getið barn í Kaupinhavn, en það er efniviður í aðra frá- sögn. Óskar Guðmundsson 1) Benedikt Gröndal. Dægradvöl. bls.43. Mál og menning Reykjavik 1965. 2)Blanda. Klemenz Jónsson: Ýmislegt úr Reykjavikurlífinu, að mestu tekið eptir lögregluréttarbókum kaupstaðarins.bls. 71 Sögufélagið 1921 -1923. verkum Jónasar Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarð- ar og er það eina heildarútgáfan sem út hefur komið til þessa. Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá þessari útgáfu hefur ýmis- legt nýtt komið í leitirnar eftir Jónas og sem tengist honum. Helstu nýmæli útgáfunnar eru að prentun ljóða skáldsins verður miðuð við handrit Jónasar sjálfs, en hingað til hafa menn oft verið tvístígandi gagnvart því hvort miða ætti við fyrstu prentun ljóð- mælanna ellegar handrit skáldsins. Þá verða skrif Jónasar á dönsku þýdd á ís- lensku, en ógrynni ritaðs máls eftir þjóð- skáld Islendinga hefur aldrei birst á móð- urmáli hans áður. Einnig fylgja verkinu vandaðar skýringar, sem varpa ljósi á Jónas og ævistarf hans og auðvelda nú- tímamönnum skilning á ævi og verkum þessa óskabarns þjóðarinnar. —ó 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.