Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 9
INNLENT undur tvenns konar tölur frá íslandi í töflu með samanburði við önnur OECD—lönd og telur líklegt að hið rétta sé einhvers staðar á milli þeirra tveggja talna. Megin niðurstöð- urnar verða á hvorn veg sem er þær sömu — lengstur vinnudagur á Islandi. Pað væri helst Japan sem kæmist með tærnar þar sem ís- lendingar hafa hælana í þessu vafasama kapphlaupi. (Sjá töflu 7) Þegar þessi samanburður er gerður meðal Norðurlanda verður niðurstaðan mun ná- kvæmari, þó notast verði við talnaflóð frá mismunandi tímum í þessum löndum.(Sjá töflu 8) Stefán telur óhætt að fullyrða að vikulegur vinnutími karla sé minnst 10 til 12 stundum lengri á Islandi en annars staðar á Norður- löndum. Þetta á t.d. bæði við um stjórnendur og verkakarla. Vinnutími kvenna er auðvit- að einnig mikill hér á landi þó finnskar konur virðist vinna álíka mikið. Ein skýring þessa er talin vera sú, að finnskar konur eru flestar í fullum störfum, hlutastörf sjaldgæf, meðan hlutastörf eru algeng meðal íslenskra kvenna og fullvinnandi konur vinna langt yfir 40 stundir á viku. (Sjá töflu 8). 40 árum á eftir Höfundur dregur einnig upp samanburð á vinnutíma hérlendis og í Svíþjóð sérstaklega. Þar kemur fram að vinnutími hefur dregist saman í Svíþjóð úr 50 stundum árið 1968 í rúmlega 43 stundir hjá körlum, og úr 46 stundum hjá konum í 41 stund á sama tíma- bili. En á Islandi var vinnutíminn árið 1986 þremur stundum lengri en í Svíþjóð fyrir tuttugu árum. Þróunin á Vesturlöndum hefur hvarvetna verið sú að vinnutími hefur styst á undan- förnum árum, nema á Islandi. Vitnar höf- undur til breskrar skýrslu,þar sem kemur fram að heildarvinnutími fullvinnandi verka- fólks í Bretlandi á fyrstu árunum eftir heims- styrjöld hafi verið minni en á íslandi í dag. „Það virðist því sem Islendingar séu meira en 40 árum á eftir Bretum og öðrum vestrænum þjóðum í þessu efni“, segir höfundur. í lok síðustu aldar var evrópsk verkalýðs- hreyfing farin að krefjast 40 stunda vinnu- viku og í árdaga íslenskrar verkalýðshreyf- ingar var sú krafa einnig efst á blaði. Lög- bindingin er orðin að veruleika en takmarkið hefur fjarlægst íslensku launafólki síðustu ár- in. Stytting vinnutíma — aukin framleiðni Þó það sé næstum því í stjarnfræðilegri fjar- lægð frá vettvangi íslenskra stjórnmála, hef- ur umræða annars staðar á Vesturlöndum snúist mikið um styttingu vinnuvikunnar og þá niður í 35 stundir eða minna. Stefán Óla- fsson nefnir í bók sinni þrjár meginröksemd- Tafla 2 Skipting vinnutíma meðal karla og kvenna (%). Allir svarendur (virkir og óvirkir), apríl 1986 og 1987. Apríl 86 Apríl 87 Klst. á viku Karlar Konur Karlar Konur 0 12.1 28.7 13.4 28.6 1-10 0.6 2.1 1.2 3.2 11-20 1.5 13.5 3.3 15.2 21-30 1.8 13.5 1.5 8.5 31—40 15.3 22.7 9.0 24.1 41-50 25.6 11.4 26.5 12.4 51-60 21.0 4.4 21.1 4.1 61-80 15.6 2.3 18.0 3.0 814- 6.6 1.5 6.0 1.0 Alls 100% 100% 100% 100% Fjöldi 544 481 521 507 Engin vinna 12.1 28.7 13.4 28.6 hlutastörf (1-30) 3.9 29.1 6.0 26.9 Fullvirkir (314-) 84.1 42.3 80.6 44.6 Meira en 40 klst. á viku 68.8 19.6 71.6 20.5 Meira en 50 klst. á viku 43.2 8.2 45.1 8.1 Meira en 60 klst. á viku 22.2 3.8 24.0 4.0 Heimildir: Þjóðmálakannanir Félagsvísindastofnunar. Tafla 3 Skipting vinnutíma meðal karla og kvenna (%). Virkir svarendur, apríl 1986 og 1987. Apríl 86 Apríl 87 Klst. á viku Karlar Konur Karlar Konur 1-10 0.6 2.9 1.3 4.4 11-20 1.7 19.0 3.8 21.3 21-30 2.1 19.0 1.8 11.9 31-40 17.4 31.8 10.4 33.7 41-50 29.1 16.0 30.6 17.4 51-60 23.8 6.1 24.4 5.8 61-80 17.8 3.2 20.8 4.1 804- 7.5 2.0 6.9 1.4 Alls 100% 100% 100% 100% Fjöldi 478 343 451 362 Hlutastörf 81-30) 4.4 40.9 6.9 37.6 Fullvirkir (314-) 95.6 59.1 93.1 62.4 Meira en 40 klst. á viku 78.2 27.3 82.7 28.7 Meira en 50 klst. á viku 49.1 11.3 52.1 11.3 Meira en 60 klst. á viku 25.3 5.2 27.7 5.5 Heimildir: Þjóðmálakannanir Félagsvísindastofnunar. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.