Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 14

Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 14
INNLENT borð í Jökulfellið og einn þeirra hefði ein- vörðungu það hlutverk að skýra aðgerðirnar fyrir áhöfninni og reyna að sjá til þess að allt færi friðsamlega fram. I einum gúmbátanna voru fjölmiðlamenn, auk mín kollegi frá Boston Globe sem er stærsta blaðið í Boston og annar frá fréttastofunni Associated Press. Um sexleytið skreið Jökulfellið hægt inn á höfnina og stefndi að bakkanum þar sem frystigeymslur á vegum Sambandsins eru til húsa. Grænfriðungar höfðu haldið sig í vari við aðra báta á höfninni, enda ekki vanþörf frá þeirra sjónarmiði — bandaríska strand- gæslan hefur aðsetur við Glocester höfn í 200 metra fjarlægð frá löndunarstað Jökulfells- ins. En — vonbrigðin leyndu sér ekki í hópi Grænfriðunga þegar það rann upp fyrir þeim að áhöfnin mundi ekki reisa bómurnar áður en skipið legðist að bryggju. Það yrði ekki hlaupið að því að hindra uppskipun. Fjórir gúmbátar Grænfriðunga þeyttust að stjórnborðshlið skipsins og áttmenningarnir hentust upp álstiga sem þeir hengdu yfir borðstokkinn. Þeir komust klakklaust upp í kranana tvo og mastrið miðskips. Einn þeirra hlekkjaði sig við stigann upp í mið- mastrið og hindraði þannig að nokkur kæm- ist upp í það. Krönunum var lokað og læst. Atta manns voru komin um borð og undan skipshlið hringsóluðu fimm gúmbátar Grænfriðunga og voru fyrirliðarnir í tal- stöðvasambandi við fólkið um borð. Fyrsti hluti aðgerðanna hafði tekist, og skipstjór- inn átti næsta leik. Örn Daníelsson skipstjóri sat ekki auðum höndum. Hann óskaði þegar í stað eftir að- stoð strandgæslunnar, sem kom þeysandi á tveimur hraðskreiðum bátum þessa tvö hundruð metra frá höfuðstöðvunum við höfnina. Örn sagði mér eftir að mótmælun- um lauk, að Grænfriðungar virtust hafa lagt áherslu á að allt færi friðsamlega fram. Strandgæslumenn sveimuðu um höfnina drykklanga stund en fóru loks um borð í Jökulfellið ásamt með lögreglunni í Glocest- er. Þeir voru fljótir að klippa Pat Lowell lausan, þann sem hafði hlekkjað sig við mastrið miðskips. Síðan stóðu þeir í stíma- braki við að ná niður Grænfriðungunum sem höfðu komið sér fyrir í fjallgönguvöðum sem voru strengdir milli miðmastursins og kran- anna tveggja. Tveimur klukkustundum eftir að uppskip- un átti að hefjast hugkvæmdist lögreglu- mönnum að kalla á vettvang stigabíl frá slökkviliðinu. Stiganum var rennt undir Grænfriðungana og þarmeð voru þau öll, átta talsins, komin í vörslu lögreglunnar. Enn var það til marks um nákvæman undir- búning og reynslu Grænfriðunga, að í landi beið þeirra lögfræðingur strax og fréttist af handtökunum. Nokkrir fiskibátar létu úr höfn á meðan Grænfriðungar héldu Jökulfellinu í böndum. Áhafnirnar gláptu á aðfarirnar um borð í skipinu og varð starsýnt á borðana með Lögreglumenn klipptu svo hlekkina af Grænfriðungunum í miðmastrinu og fór það allt saman reiðilaust fram. áskorunum um stöðvun hvalveiða og bann við innflutningi á íslenskum fiski. Sumir sýndu uppréttan þumalfingur. Á leið í land kallaði stýrimaður á einum fiskibátnum í okkur og spurði hvort við værum Grænfrið- ungar. „Ég er það,“ svaraði sá sem stýrði bátnum. „Þetta var vel gert hjá ykkur,“ hrópaði hinn á móti. Lögregluyfirvöld í Glocester voru ekki á sama máli, því að áttmenningarnir voru hnepptir í varðhald og ákærðir fyrir að ráðast í óleyfi um borð í erlent skip og fyrir óspektir á almannafæri. Þau voru dregin fyrir dómara síðar um daginn. Mér þótti athyglisvert hversu Grænfriðungar stungu í stúf í réttar- salnum. Á undan þeim voru nokkrir subbu- legir dópistar leiddir fyrir dómarann, sem afgreiddi þá stuttaralega með sektum og varðhaldi. Síðan gengu hvalavinirnir átta í salinn, settust í sérstaka stúku og svöruðu nafnakalli kurteislega. Viðmót dómarans var mun vinsamlegra en í garð þeirra sem hann hafði dæmt á undan. Hann gerði þeim að mæta fyrir rétti eftir viku, en leysti þau jafnframt úr haldi á eigin ábyrgð, án trygg- ingar. Á meðan hafði hjálparlið áttmenninganna pakkað öllu saman og komið gúmbátunum í flutningabílinn að nýju. Þeir yrðu notaðir í næstu viku við aðgerðir gegn iðnaðarmeng- un. Þegar hetjurnar átta komu aftur á hótel- ið, voru opnaðar bjórflöskur og fagnað þeim árangri sem náðst hafði. Áður en kvöldaði var hver maður lagður af stað til síns heima. Jón Ásgeir Sigurðsson 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.