Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 61
VIÐSKIPTI Gjaldþrot peningastofnana Um þessar mundir er mikil kreppa meöal einkavæddra sparisjóða í Bandaríkjunum, sem ekki er hægt aö draga úr nema meö opinberri aðstoð. Þessar peningastofnanir, „Savings & Loan Associat- ions“, fóru út í villta samkeppni um viöskiptavini eftir aö lögum hafði veriö breytt í frjálsræðis- átt. Það leiddi svo til þess að fleiri tóku lán en undir því gátu staðið. Eftir verðhrun á fast- eignamarkaði lentu svo við- skiptavinir í greiðsluerfiðleik- um þannig að nú er svo komið að um þriðjungur þeirra 3100 sparisjóða er rekinn með tapi. Um 500 þeirra eru í raun gjald- þrota. Á viku hverri lokar að meðaltali einn sparisjóður fyrir afgreiðslu og leggur niður alla starfsemi. Ríkisábyrgð er á hluta veltunnar, þannig að flestir viðskiptavinir og spari- fjáreigendur fá eitthvað upp í eignir sínar hjá viðkomandi peningastofnunum en hrekkur hvergi til. Sérfræðingar telja að til að verja sparifjáreigend- ur frekari áföllum vegna gjald- þrota þurfi allt að 70 milljarða dollara aðstoð að koma til. New York Times: „Þetta er að þróast upp í stærsta efna- hagsáfall í sögu Bandaríkj- anna eftir síðari heimsstyrj- öld“. Svín í náttúrulegri meðhöndlun á þýskum bóndabæ. Gæðastimpill fyrir svínakjöt í Evrópu er „náttúrulegur land- búnaður“ stöðugt að sækja í sig veðrið á markaðnum. Ný- verið hafa þýsk dýraverndun- arsamtök og búnaðarsam- band bænda, sem er í and- stöðu við stærri samtök, komið upp nýrri merkingu á af- urðir bænda sem sem ala dýr á náttúrulegri fæðu. Þessar merkingar þóttu nauðsynlegar þar sem neytendum hafi ekki hingað til gefist nægilega vel kostur á að sjá á svínakjöti hvernig það var tilkomið; hvort það var fjöldaframleitt á stór- búum eða upp fóðrað á smærri bóndabæjum. Þessa nýju merkingu mega einungis þeir bændur nota, sem ala dýr sín ekki upp í þrengslum, not- ast við fóður af jörð sinni og brúka aldrei kemisk efni, pen- icillin, vaxtarhormóna eða róandi meðul fyrir dýrin. Svínakjöt sem þannig er til komið þykir allt annað og betra til vinnslu og bragðast mun betur. Og selst tyrir hærra verð. Danskir framleið- endur sem selja náttúrulegar kjötafurðir sínar í V-Þýska- landi undir vöruheitinu „sus agnatum“ hafa þegar náð miklum árangri á markaðnum. Spiegel Mannréttindi til sölu Eitt undarlegasta ríki í Aust- ur—Evrópu er Rúmenía, þar sem Ceausescu fer með völd. Rúmenar hafa verið mjög tregir til að rita undir margvís- legar mannréttindakröfur á ráðstefnunni í Vín og hafa þar með tafið fyrir lokaályktun. Talið er að ein aðalástæðan fyrir tregðu Rúmena við undir- ritun, sé ótti við kröfur þýsk— og ungverskættaðra minni- hlutahópa sem búa í landinu. En á utanríkisráðherrafundi Nató á dögunum kom í Ijós sú skoöun að Moskva myndi fá rúmensk stjórnvöld til að und- irrita samninginn. Aukin held- ur hafa rúmenskir stjórnarer- indrekar látið vestræna starfs- bræður sína vita um annan möguleika; með því að fá efnahagsaðstoð að vestan muni Ceausescu vera reiðu- búinn til undirritunar. Milljarða- mæringar Þrátt fyrir svarta mánudaginn í október og harkaleg áföll á verðbréfa og hlutabréfamark- aði þénuðu margir verðbréfa- salar í Wall Street meira á sl. ári en launahæstu forstjórar í Bandaríkjunum. Hæstlaun- uðu forstjórarnir fá í árslaun á milli 8.8 og 26.3 milljónir doll- ara en tíu tekjuhæstu spekúl- antarnir á verðbréfamarkaðn- um yfir 30 milljónir dollara. Að sögn bandaríska tímaritsins „Financial World" er 33 ára gamall verðbréfamiðlari á toppnum, Poul T. Jones og er hann talinn hafa þénað á milli 80 og 100 milljónir dollara á sl. ári. í fimmta sæti er Michael Milken með 60 milljóna dollara árstekjur, en um þessar mundir eru málaferli í gangi gegn honum vegna meintrar sviksemi. Milljón dollarar gegn Pinochet Árið 1983 var stofnaður sér- stakur sjóður á vegum Banda- ríkjaþings, „National En- dowment for Democracy" til að greiða fyrir lýðræðisþróun í heiminum í bókstaflegum skilningi. Þessi sjóður hefur nú greitt eina milljón dollara til ýmissa chileanskra samtaka, sem vilja koma í veg fyrir að Pinochet forseti fái fyrirhug- aða útnefningu til forsetaem- bættisins, sem hann sölsaði undir sig með illræmdri stjórn- arbyltingu með aðstoð Banda- ríkjanna á sínum tíma. O Símaþjónusta Gulu bókarinnar 62 42 42 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.