Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 50
MENNING l \ i L '■> . 1 „Vesia“ eða Vötná mynd Dröfn Friðfinnsdóttir myndlistarmaður í Finnlandi Finnar hafa löngum verið þekktir fyrir hönn- un sína og nytjalist enda hafa íslenskir lista- menn sótt það að komast í nám til Finnlands og í gestavinnustofur á Sveaborg skammt ut- an við Helsinki. Myndlistarmaðurinn Dröfn Friðfinnsdóttir frá Akureyri er ein þeirra sem stundað hafa nám í myndlist í Finnlandi en í vetur var hún við nám í Taideinstituutti, listaskóla í Lahti, vinabæ Akureyrar í suð- austur-Finnlandi. í skólanum var samtímis við nám annar íslendingur myndlistarkenn- arinn, Björgvin Björgvinsson. Dröfn og Björgvin voru með vinnustofur hlið við hlið í húsnæði skólans en það er nýuppgerð verksmiðja í miðbæ Lahti. Tíð- indamaður Þjóðlífs fékk að líta inn á vinnu- stofu Drafnar í vor þegar afrakstur vetrarins var í öllum aðalatriðum kominn í ljós. Dröfn hefur málað um 30 verk í vetur þó að sum þeirra séu ekki enn fullfrágengin. Hún hefur unnið vel í vetur og reynt að vera í skólanum frá klukkan níu á morgnana til fjögur á daginn. Hún hefur unnið alveg sjálf- stætt en sótt tíma í módelteikningum, þ.e. teikningu mannslíkamans. Dröfn málar abstrakt form með lands- lagsívafi. Hún reynir frekar að ná litum en formi í náttúrunni. Hún hefur málað stórar, dökkar myndir en segir verkin sín þó hafa lýst mikið í vetur. I janúar var Dröfn með sýningu í litlu gall- eríi í Lahti, Hameen Galleria. Sýningin bar yfirskriftina „Vesia“ eða Vötn þar sem áhrifa frá vatni og miklu dýpi þótti gæta í verkum hennar. A sýningunni voru átta til níu stór verk. Dröfn segist hafa fengið,, með- algagnrýni enda var ég sjálf ekki nema rétt í meðallagi ánægð,“ en ef til vill var sýningin fullsnemma á ferðinni þar sem henni finnst hún hafa náð því besta sem hún hefur gert í vetur fyrir rúmum mánuði síðan þó að „mað- ur sé aldrei fullkomlega ánægður." Dröfn er menntuð úr myndlistarskólanum á Akur- eyri. Guðrún Helga Sigurðardóttir/Finnlandi Myndir:Friðrik Friðriksson. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.