Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 50
MENNING
l \ i
L '■> . 1
„Vesia“
eða
Vötná
mynd
Dröfn
Friðfinnsdóttir
myndlistarmaður í
Finnlandi
Finnar hafa löngum verið þekktir fyrir hönn-
un sína og nytjalist enda hafa íslenskir lista-
menn sótt það að komast í nám til Finnlands
og í gestavinnustofur á Sveaborg skammt ut-
an við Helsinki. Myndlistarmaðurinn Dröfn
Friðfinnsdóttir frá Akureyri er ein þeirra
sem stundað hafa nám í myndlist í Finnlandi
en í vetur var hún við nám í Taideinstituutti,
listaskóla í Lahti, vinabæ Akureyrar í suð-
austur-Finnlandi. í skólanum var samtímis
við nám annar íslendingur myndlistarkenn-
arinn, Björgvin Björgvinsson.
Dröfn og Björgvin voru með vinnustofur
hlið við hlið í húsnæði skólans en það er
nýuppgerð verksmiðja í miðbæ Lahti. Tíð-
indamaður Þjóðlífs fékk að líta inn á vinnu-
stofu Drafnar í vor þegar afrakstur vetrarins
var í öllum aðalatriðum kominn í ljós.
Dröfn hefur málað um 30 verk í vetur þó
að sum þeirra séu ekki enn fullfrágengin.
Hún hefur unnið vel í vetur og reynt að vera í
skólanum frá klukkan níu á morgnana til
fjögur á daginn. Hún hefur unnið alveg sjálf-
stætt en sótt tíma í módelteikningum, þ.e.
teikningu mannslíkamans.
Dröfn málar abstrakt form með lands-
lagsívafi. Hún reynir frekar að ná litum en
formi í náttúrunni. Hún hefur málað stórar,
dökkar myndir en segir verkin sín þó hafa
lýst mikið í vetur.
I janúar var Dröfn með sýningu í litlu gall-
eríi í Lahti, Hameen Galleria. Sýningin bar
yfirskriftina „Vesia“ eða Vötn þar sem
áhrifa frá vatni og miklu dýpi þótti gæta í
verkum hennar. A sýningunni voru átta til
níu stór verk. Dröfn segist hafa fengið,, með-
algagnrýni enda var ég sjálf ekki nema rétt í
meðallagi ánægð,“ en ef til vill var sýningin
fullsnemma á ferðinni þar sem henni finnst
hún hafa náð því besta sem hún hefur gert í
vetur fyrir rúmum mánuði síðan þó að „mað-
ur sé aldrei fullkomlega ánægður." Dröfn er
menntuð úr myndlistarskólanum á Akur-
eyri.
Guðrún Helga Sigurðardóttir/Finnlandi
Myndir:Friðrik Friðriksson.
48