Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 12
INNLENT í förmeðGrænfriðu WHAIES Grænfriðungarnir voru margir hverjir reyndir fjallgöngumenn og mátti sjá það af tilþrifum þeirra í vaðinu og á bómunum. Það var hringt í mig síðla dags 9. júní og ég beðinn að koma til Glocester-borgar í Mas- sachusettsfylki í norðausturhorni Bandaríkj- anna. Það var einn af forystumönnum Grænfriðunga í Bandaríkjunum sem hringdi, og sagði hann að merkilegra tíðinda væri að vænta í Glocester. Ég dreif mig af stað og var kominn til hafnarborgarinnar eftir tæpra þriggja stunda akstur. Á hóteli í bænum hitti ég Grænfrið- ungana, sem voru á þriðja tug talsins. Þetta var ungt fólk á aldrinum 20 til 35 ára, sum þeirra greinilega í mjög góðri líkamsþjálfun, önnur feit og pattaraleg. Þetta voru hvorki úfnir hippar né sléttgreiddir bísnissmenn. Fremur var þarna samankominn hópur dæmigerðra Bandaríkjamanna, frjálslega og snyrtilega klæddir og vingjarnlegir í viðmóti. Ég ræddi við nokkur þeirra þarna um kvöldið, og var mér sagt að í morgunsárið væri von á Jökulfellinu til Glocester, það flytti frystan fisk frá Sambandinu og stæði til að hindra löndun svo lengi sem unnt væri. Fólkið talaði saman í hálfum hljóðum og gekk hljóðlega um, þau vildu ekki vekja at- hygli á sér — hún yrði næg þegar mótmæla- aðgerðirnar hæfust. Elizabeth Stevens sem er 31 árs gömul sagðist hafa stundað fjallgöngur undanfarin 8 ár, og nú hyggðist hún nýta sér þá reynslu um borð í Jökulfellinu. Elizabeth sagðist hafa yfirstjórn á mót- mælaaðgerðum Grænfriðunga í norðaustur- hluta Bandaríkjanna. Ég spurði hana grannt um afstöðuna til hvalveiða. Hún sagði að hvalastofnarnir væru í útrýmingarhættu, það yrði að stöðva hvalveiðar algjörlega og hún vonaðist til að hvalveiðibannið yrði fram- lengt eftir 1990. Hún sagðist telja að íslend- ingar ættu engan rétt á að veiða hvali. Erik Johnson kvaðst mundu klífa um borð í Jökulfellið um morguninn og tók undir orð Elizabeth. Hann sagðist vera nýfluttur til Boston, þar sem hann sæi um að skipuleggja aðgerðir Grænfriðunga gegn þeirri iðnaðar- mengun sem ylli súru regni. Tom Ricard sagðist hafa stundað fjallgöngur hátt á annan áratug. Um morguninn ætluðu átta manns að fara um borð í Jökulfellið, allt þrautþjálf- aðir klifrarar. Þau voru spennt fyrir því að reyna sig um borð í fraktskipi, hlakkaði til en gerðu sér jafnframt grein fyrir hættunum, til dæmis þegar reynt yrði að ná þeim niður úr vígjunum í skipinu. Það kom í ljós að allt fólkið á hótelinu 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.