Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 45
MENNING Vinnufundur höfunda og þýöenda í Köln. íslenskur skáldskapur gerir það gott í júnímánuði síðastliðnum var haldin sérstæð þýsk-íslensk menningarvaka í Köln. Þá komu saman á Rínarbökkum fjögur þýsk ljóðskáld og jafnmargir þýðendur úr norðri, sem hafa bisað við að snúa yrkingum við- komandi skálda á mál þeirra Jónasar og Ein- ars Ben. Fulltrúar þýskrar nútímaljóðlistar voru skáldin Friederike Roth, Jiirgen Becker, Rolf Haufs og Ursula Krechel. í ís- lenska þýðendaliðinu voru þeir Kristján Árnason, Franz Gíslason, Eysteinn Þor- valdsson og Arthúr Björgvin Bollason. Til- gangur þessarar uppákomu var að gefa skáldum og þýðendum færi á að kynnast og skrafa saman um þann vanda sem fylgir þýð- ingu ljóða úr einu máli á annað. Þýðendurnir áttu þess kost að eyða heilum degi með skáldunum „sínum“ og skeggræða ljóðin, sem þeim hafði verið falið að snúa. Að lokn- um þessum vinnufundi var svo efnt til ljóða- kvölds í borgarbókasafninu í Köln. Þar lásu þýsku skáldin úr verkum sínum og þýðendur fluttu viðstöddum sýnishorn af kvæðunum í íslenskum búningi. Að lestrinum loknum fóru fram umræður um þýska og íslenska nútímaljóðlist. Gest- kvæmt var í borgarbókasafni Kölnara þetta kvöld. Um 100 manns mættu til að hlýða á lestur skáldanna, sem var að sögn heima- manna óvenjulega mikill fjöldi, enda eru slíkar samkundur alla jafna illa sóttar. Það var mál manna, að þetta þýsk-íslenska ljóða- kvöld hefði tekist með ágætum. í pallborðsumræðunum kom fram, að bæði skáld og þýðendur töldu sig hafa auðgast af þessum gagnkvæmu kynnum. Þýðendurnir höfðu á orði, að þeir hefðu með hjálp skáld- anna öðlast dýpri og fyllri skilning á viðfangi sínu og skáldin kváðust hafa kynnst eigin ljóðum á„nýjan“ hátt í samræðum við þýð- endur sína. Töluverðar umræður spunnust um sér- kenni íslenskrar skáldskaparlistar. Það kom hinum þýsku gestum mörgum hverjum á óvart, að íslendingar skuli enn leggja rækt við stuðla og höfuðstafi, sem eru óþekkt fyrirbrigði í þýskum kveðskap síðari alda. Kristján Árnason fræddi samkomugesti reyndar á því, að þýska skáldið Hölderlin hefði stuðlað nokkur kvæði í upphafi 19du aldar og mælti fáeinar hendingar úr ljóðum skáldsins af munni fram — máli sínu til stuðnings. Aðdragandi þessarar þýsk-íslensku ljóða- vöku var sá, að nú er verið að undirbúa sýnisbók þýskra nútímaljóða í íslenskum búningi, sem kemur út hjá Máli og menningu á næsta ári. í þessu fyrsta safni þýskra nú- tímaljóða, sem gefið er út á íslensku, verða á annað hundrað ljóð. Frumkvöðull útgáfunn- ar, sem er styrkt af þýska bókmenntasjóðn- um (deutscher Literaturfond e.V.) er ís- landsvinurinn og rithöfundurinn Wolfgang Schiffer. Wolfgang, sem er leiklistarstjóri útvarpsins í Köln, er íslendingum þegar að góðu kunnur. Hann hefur haldið námskeið fyrir leikskáld á Fróni, auk þess sem hann bar hita og þunga af íslandshefti tímaritsins „Die Horen“, en það kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma sögur og ljóð eftir liðlega 70 íslensk skáld, að viðbættum grein- um og sýnishornum íslenskrar svartlistar. Það má vera Islendingum ánægjuefni, að umrætt tímarit og ritstjóri þess, Johann P. Tammen, hafa hlotið verðlaun hér í Þýska- landi á þessu ári. Tímaritið „Die Horen“ fékk fyrir skömmu svokölluð Alfred-Kerr- verðlaun, en til þeirra var stofnað fyrir tíu árum af „Börsenblatt", málgagni þýskra bóksala. Þau eru fyrst og fremst viðurkenn- ing fyrir vandaða kynningu og gagnrýni á sviði bókmennta og annarra lista. Það þykir tíðindum sæta, að þetta er í annað sinn sem Alfred-Kerr-verðlaunin falla tímariti Tam- mens í skaut. Nýlega barst einnig sú frétt, að Johann P. Tammen hefði sjálfur fengið bókmennta- verðlaun fylkisins Neðrasaxlands fyrir árið 1988. Verðlaunin fékk Johann bæði fyrir sín eigin ljóð og ritstjórn tímaritsins „Die Hor- en“. íslandshefti tímaritsins vakti verulega at- hygli á sínum tíma og hlaut það góðar undir- tektir, að það seldist upp og var endur- prentað í 2000 eintökum, sem er fátítt. Af slíku og því sem á undan segir er vísast óhætt að draga þann lærdóm, að samtíma- skáldskapur íslendinga eigi uppá pallborðið hjá þýskum lesurum. Arthúr Björgvin Bollason/Munchen 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.