Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 65
SAMSKIPTI
eignast börn. Allt menntakerfi okkar þjónar
einnig þeim tilgangi, að gera konum þetta
kleift. Sjáðu hvernig þetta er í Bandaríkjun-
um. Pegar kvennahreyfingin þar fór af stað,
þá gleymdu þær því um leið, að það er líka
hlutverk kvenna að eignast börn. Allt í einu
höfðu þær elst og stóðu þarna — án barna... “
Myndir og frásagnir af Vigdísi Finnboga-
dóttur skreyttu þýsk blöð þá tæpu viku sem
hún dvaldist í landinu. Víst er að heimsókn
hennar og þær góðu undirtektir, sem hún
fékk, var mikill sigur fyrir íslendinga. Síð-
ustu misserin, eða allt frá leiðtogafundinum í
október 1986, hafa fréttir af íslandi og ís-
lendingum í þýskum blöðum nánast ein-
skorðast við hvalveiðar. Þessar fréttir hafa
iðulega verið neikvæðar íslendingum og lát-
ið í það skína, að þeir séu í hópi þeirra þjóða,
sem reyna að fara í kringum alþjóðasam-
þykktir á heldur klaufalegan hátt.
Sú staðreynd að íslendingar skuli hafa
konu að forseta, þykir hins vegar bera því
vitni að þjóðin hljóti að vera framfarasinnuð
mjög. Samfara frásögnum af Vigdísi Finn-
bogadóttur hefur Kvennalistinn og árangur
hans oft verið nefndur og er ekki laust við að
sumar þýskar konur renni öfundaraugum til
íslands í því sambandi, enda tæpast hægt að
segja að vegur kvenna sé mikill í vestur-þýsk-
um stjórnmálum.
Víst er að Vigdís Finnbogadóttir hefur
vakið ómetanlega athygli á Islandi hér í
Vestur-Þýskalandi. Eins og Die Zeit segir þá
bera „allir virðingu fyrir þessari snjöllu og
sjálfsöruggu konu, í senn hressilegri og heill-
andi, sem kemur fram fyrir íslands hönd á
leiksviði þjóða heimsins."
Einar Heimisson/Freiburg
Spíssadísur
og glóðarkerti
í flestar teg.
Bensín og dísel
hitablásarar
Kveikjuhlutir í allar teg.
Gott verð. Vönduð vara
=■ I. Erlingsson h/f, varahlutir,
■H Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843.
Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f.
GALLERÍ
SVART Á HVÍTU
Laufásvegi 17, 101 Rvík. Sími 2 26 11
Opið alla daga nema mánudaga 14—18
HULDA HÁKON
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
•
BRVNHILDUR
ÞORGEIRSDÓTTIR
•
GEORG GUÐNI
HELGI ÞORGILS
FRIÐJÓNSSON
KARL KVARAN
GUNNAR ÖRN
JÓN AXEL
PIETER
HOLSTEIN
•
GRETAR
REYNISSON
Gallerí
SVART Á HVÍTU
Laufásvegi 17. 101 Rvík. Sími 2 26 11
Opið alla daga nema mánudaga 14—18
61