Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 9

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 9
INNLENT undur tvenns konar tölur frá íslandi í töflu með samanburði við önnur OECD—lönd og telur líklegt að hið rétta sé einhvers staðar á milli þeirra tveggja talna. Megin niðurstöð- urnar verða á hvorn veg sem er þær sömu — lengstur vinnudagur á Islandi. Pað væri helst Japan sem kæmist með tærnar þar sem ís- lendingar hafa hælana í þessu vafasama kapphlaupi. (Sjá töflu 7) Þegar þessi samanburður er gerður meðal Norðurlanda verður niðurstaðan mun ná- kvæmari, þó notast verði við talnaflóð frá mismunandi tímum í þessum löndum.(Sjá töflu 8) Stefán telur óhætt að fullyrða að vikulegur vinnutími karla sé minnst 10 til 12 stundum lengri á Islandi en annars staðar á Norður- löndum. Þetta á t.d. bæði við um stjórnendur og verkakarla. Vinnutími kvenna er auðvit- að einnig mikill hér á landi þó finnskar konur virðist vinna álíka mikið. Ein skýring þessa er talin vera sú, að finnskar konur eru flestar í fullum störfum, hlutastörf sjaldgæf, meðan hlutastörf eru algeng meðal íslenskra kvenna og fullvinnandi konur vinna langt yfir 40 stundir á viku. (Sjá töflu 8). 40 árum á eftir Höfundur dregur einnig upp samanburð á vinnutíma hérlendis og í Svíþjóð sérstaklega. Þar kemur fram að vinnutími hefur dregist saman í Svíþjóð úr 50 stundum árið 1968 í rúmlega 43 stundir hjá körlum, og úr 46 stundum hjá konum í 41 stund á sama tíma- bili. En á Islandi var vinnutíminn árið 1986 þremur stundum lengri en í Svíþjóð fyrir tuttugu árum. Þróunin á Vesturlöndum hefur hvarvetna verið sú að vinnutími hefur styst á undan- förnum árum, nema á Islandi. Vitnar höf- undur til breskrar skýrslu,þar sem kemur fram að heildarvinnutími fullvinnandi verka- fólks í Bretlandi á fyrstu árunum eftir heims- styrjöld hafi verið minni en á íslandi í dag. „Það virðist því sem Islendingar séu meira en 40 árum á eftir Bretum og öðrum vestrænum þjóðum í þessu efni“, segir höfundur. í lok síðustu aldar var evrópsk verkalýðs- hreyfing farin að krefjast 40 stunda vinnu- viku og í árdaga íslenskrar verkalýðshreyf- ingar var sú krafa einnig efst á blaði. Lög- bindingin er orðin að veruleika en takmarkið hefur fjarlægst íslensku launafólki síðustu ár- in. Stytting vinnutíma — aukin framleiðni Þó það sé næstum því í stjarnfræðilegri fjar- lægð frá vettvangi íslenskra stjórnmála, hef- ur umræða annars staðar á Vesturlöndum snúist mikið um styttingu vinnuvikunnar og þá niður í 35 stundir eða minna. Stefán Óla- fsson nefnir í bók sinni þrjár meginröksemd- Tafla 2 Skipting vinnutíma meðal karla og kvenna (%). Allir svarendur (virkir og óvirkir), apríl 1986 og 1987. Apríl 86 Apríl 87 Klst. á viku Karlar Konur Karlar Konur 0 12.1 28.7 13.4 28.6 1-10 0.6 2.1 1.2 3.2 11-20 1.5 13.5 3.3 15.2 21-30 1.8 13.5 1.5 8.5 31—40 15.3 22.7 9.0 24.1 41-50 25.6 11.4 26.5 12.4 51-60 21.0 4.4 21.1 4.1 61-80 15.6 2.3 18.0 3.0 814- 6.6 1.5 6.0 1.0 Alls 100% 100% 100% 100% Fjöldi 544 481 521 507 Engin vinna 12.1 28.7 13.4 28.6 hlutastörf (1-30) 3.9 29.1 6.0 26.9 Fullvirkir (314-) 84.1 42.3 80.6 44.6 Meira en 40 klst. á viku 68.8 19.6 71.6 20.5 Meira en 50 klst. á viku 43.2 8.2 45.1 8.1 Meira en 60 klst. á viku 22.2 3.8 24.0 4.0 Heimildir: Þjóðmálakannanir Félagsvísindastofnunar. Tafla 3 Skipting vinnutíma meðal karla og kvenna (%). Virkir svarendur, apríl 1986 og 1987. Apríl 86 Apríl 87 Klst. á viku Karlar Konur Karlar Konur 1-10 0.6 2.9 1.3 4.4 11-20 1.7 19.0 3.8 21.3 21-30 2.1 19.0 1.8 11.9 31-40 17.4 31.8 10.4 33.7 41-50 29.1 16.0 30.6 17.4 51-60 23.8 6.1 24.4 5.8 61-80 17.8 3.2 20.8 4.1 804- 7.5 2.0 6.9 1.4 Alls 100% 100% 100% 100% Fjöldi 478 343 451 362 Hlutastörf 81-30) 4.4 40.9 6.9 37.6 Fullvirkir (314-) 95.6 59.1 93.1 62.4 Meira en 40 klst. á viku 78.2 27.3 82.7 28.7 Meira en 50 klst. á viku 49.1 11.3 52.1 11.3 Meira en 60 klst. á viku 25.3 5.2 27.7 5.5 Heimildir: Þjóðmálakannanir Félagsvísindastofnunar. 9

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.