Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 5
HEILBRIGÐISMÁL
Leiðarí
Reykingar
Et,drekk, reyk ok ver grannr. Óholl
aðferð til að halda kjörþyngd.......... 47
Óbeinar reykingar hættulegar .......... 47
Fósturvefjalækningar. Umdeild grein
læknavfsinda ........................... 48
Börn alkóhólista. í þessari grein segir frá
samtökum fólks í Bandaríkjunum sem ólst
upp við alkóhólisma foreldra sinna...... 50
VIÐSKIPTI
Samruni fyrirtækja. Margir telja að árið 1989
verði „ár samrunans“ í íslensku atvinnulífi.
Hliðstæðar bylgjur hafa gengið yfir fyrirtæki
annars staðar á Vesturlöndum. Oft er verr af
stað farið en heima setið. Jónas
Guðmundsson hagfræðingur skrifar..... 53
UPPELDISMÁL
Kennaramenntunin mikilvægasta forsenda
farsæls skólastarfs. Ásgeir Friðgeirsson ræðir
við Jónas Pálsson sálfræðing og rektor
Kennaraháskólans ......................57
Börn eru heimspekingar. Heimsókn á
dagvistarheimilið að Marbakka, þar sem
uppeldisstarf er byggt upp á skyldum
aðferðum og kenndar hafa verið við
Reggio Emilia......................... 60
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Að hafa kvenkynið undir. Nauðgun.
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar......... 65
Saklausir dæmdir í fjölmiðlum. Halldór
Reynisson prestur og fjölmiðlafræðingur
skrifar um umfjöllun fjölmiðla 1976, þegar
fjórir menn voru saklausir settir í
gæsluvarðhald í svokölluðu Geirfinnsmáli 68
ÝMISLEGT
Smáfréttir af fólki ............... 32 og 38
Smáfréttir af viðskiptum.................. 56
Barnalíf ................................. 63
Fordfjölskyldan .......................... 72
Bílar. Ingibergur Elíasson skrifar ....... 75
Krossgáta................................. 78
Flokkur án mótvœgis
Sjáífstæðisflokkurinn fagnar sextugsafmæli á þessu ári. Á sex áratugum hefur
Sjálfstæðisflokkurinn oftast verið einna valdamestur stjórnmálaflokkanna. Veldi
hans hefur ekki einungis byggst á miklu kjörfylgi heldur og miklum áhrifum í
atvinnulífí, fjármagnskerfi og víðar þar sem farið er með völd. Enginn íslensku
stjórnmálaflokkanna er jafn áhrifamikill og Sjálfstæðisflokkurinn í kerfinu og fjöl-
miðlaheiminum. Þó Sjálfstæðisflokkurinn sitji ekki í ríkisstjóm eru völd hans víðs
vegar um þjóðfélagið eigi að síður svo mikii að ævinlega verður að taka tillit til
Sjálfstæðismanna. Varla verður mikilvæg ákvörðun tekin af framkvæmdavaldi
öðruvísi en Sjálfstæðismenn komi þar við sögu.
Veldi Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur staðið nær óslitið í hálfa öld og fáar
blikur á lofti um að því verði hnekkt. Og þrátt fyrir klofning Sjálfstæðisflokksins fyrir
tveimur árum gefa skoðanakannanir til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé með
yfir 40% fylgi meðal þjóðarinnar um þessar mundir.
Sjálfstæðisflokkurinn á vafalítið mikinn styrk sinn að þakka ímynd breiðs flokks,
sem honum hefur löngum tekist að halda á starfsævi sinni. Fyrir fáum árum varð
sá alþjóðlegi straumur, sem kenndur hefur verið við frjálshyggju, öflugur í ásjónu
Sjálfstæðisflokksins, þó formaður flokksins vílji gera sem minnst úr því í ýtarlegu
viðtali við Þjóðlíf. Telja margir að með hinni ströngu markaðshyggju hafi flokkur-
inn þrengst. Þeim mun athygliverðara er hversu voidugurflokkurinn erog hversu
mikið fylgi sópast að honum um þessar mundir.
í fjölflokkalýðræði annars staðar á Norðurlöndum eru hliðstæðir flokkar mun
minni en Sjálfstæðisflokkurinn hér á landi. Þar dreifist miðjufylgi á fleiri — þar eru
sósíaldemókratískir flokkar stærstir. En í öðrum löndum, þar sem borgaraleg
breiðfylking er sterk eins og Kristilegir demókratar í V-Þýskalandi og íhaldsflokk-
urinn í Bretlandi, hafa kjósendur eflt einn álíka voldugan flokk til mótvægis —
Sósíaldemókrataflokkinn í Þýskalandi og Verkamannaflokkinn í Bretlandi. í þessu
samhengi er sérstaða Sjálfstæðisflokksins mikil.
Möguleikar allra þeirra fiokka sem etja kappi við Sjálfstæðisflokkinn; — Fram-
sóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Borgaraflokks og Samtaka um
kvennalista takmarkast að sjálfsögðu við að þeir geta aldrei í núverandi flokka-
skipan aflað sér viðlíka fylgis. Undir niðri liggur sú krafa í þjóðlífinu, að efldur verði
flokkurtil mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. Slíkurflokkurverðurauðvitað að geta
höfðaö til fólks langt yfir miðju.
Flokkaskipanin á að ýmsu leyti rætur að rekja til mótunarskeiðs borgaralegs
samfélags og átaka á kreppuárum, en endurspeglar ekki nema að takmörkuðu
leyti pólitískan vilja nútímafólks á íslandi. Flokkunum er haldið á lífi af gömlum
vana, — smákónga — og smádrottningaveldi. Núverandi flokkaskipan stendur
mótun samtíma- og framtíðarþjóðfélags fyrir þrifum. Á meðan allir þessir flokkar
stríða innbyrðis verður Sjálfstæðisflokkurinn áfram öflugastur allra. Flokkur án
mótvægis.
Óskar Guðmundsson
Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Fram-
kvœmdastjórn Fclagsútgáfunnar: Björn Jónasson, Jóhann Antonsson, Skúli Thoroddsen.
Stjórn: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Pétur Reimarsson,
Jóhann Antonsson, Birgir Árnason, Skúli Thoroddsen, Albert Jónsson, Hallgrfmur Guð-
mundsson, Árni Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs:
Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Kristján Ari Arason, Sævar Guðbjörnsson. Sctn. o.fl.:
María Sigurðardóttir. Próförk: Pétur Már Ólafsson. Fréttaritarar: Arthúr Björgvin Boila-
son (Munchen), Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhóimi),
Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sig-
urðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló), Árni Snævarr (París). Forsíða, hönnun:
Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm. ó forsíðu: Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Guðrún
Björk Kristjánsdóttir. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Steinar Viktorsson.
Auglýsingar: Elín Eiríksdóttir. Markaður: Hrannar Björn. Prentvinnsla: Prentstofa G.
Benediktssonar hf. Kópavogi, sími: 641499. Blaðamcnn sími: 623280. Ritstjóri: 28230.
Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149.
5