Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 63
B A R N A L í F
Brandarar
Kennarinn: Getur þú sagt mér,
Sigríður, hvort orðið buxur er í ein-
tölu eða fleirtölu?
Sigríður: Það er í eintölu að ofan
en fleirtölu að neðan.
Læknirinn: Lofaðu mér að sjá í þér
tunguna.
Óli leyfir honum aðeins að sjá
tungubroddinn.
Læknirinn: Teygðu hana alla út úr
þér.
Óli: Það get ég ekki.Hún er föst að
aftan.
Kennslukonan: Mikill sóði ertu
Pétur minn. Þú hefur ekki þvegið
þér áður en þú fórst í skólann. Ég
get meira að segja séð hvað þú
fékkst að borða í morgun.
Pétur: Og hvað borðaði ég í morg-
un?
Kennslukonan: Egg.
Pétur: Nei, það er vitlaust hjá þér.
Ég borðaði súrmjólk í morgun, en
ég borðaði hins vegar egg í gær-
morgun.
Kennarinn: Hvaða efni er í skón-
um þínum? Jón: Skinn.
Kennarinn: Og af hvaða skepnu
er það?
Jón: Það er af nauti.
Kennarinn: Og hvaða skepnu er
það þá að þakka, að þú hefur
fengið skóna?
Jón: Honum pabba mínum.
Hér er sýnt hvernig hægt er að
teikna sjóræningja. Það er tilvalið
að Ijúka við hverja mynd og lita
síðan.
Flauta úr pappír
Takið pappírsblað 4.5 x 9 cm að
stærð. Leggið það saman um
miðjuna og klippið smágat á miðj-
una. Klippið einnig burtdökku flet-
ina sem sjást á myndinni. Haldið
svo flautunni að munninum og
blásið í, en um leið þarf að hreyfa
fingurna lítið eitt sundur og sam-
an. Reynið þetta án þess að æra
fólkið í kringum ykkur!
Getur þú fundið skó, blýant, epli,
bolla, ör og tölustafinn 2 á þessari
mynd?
63