Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 67

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 67
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL graðir menn og getumiklir sem beita þeirri aðferð? Það segir goðsagan á meðan athug- anir á nauðgurum og ofbeldismönnum benda til hins gagnstæða. Samnefnari þeirra reynist einkennast af djúpstæðri andúð á kynlífi og miklu óöryggi um eigin getu á því sviði. Svo sorglega virðist málið vaxið. í útvarpsþættinum sem ég gat um fyrr í þessari grein var langt og athyglisvert viðtal við þrítugan mann sem situr af sér átta ára fangelsisdóm fyrir 32 nauðgunarbrot. Hann er sjálfviljugur í sálfræðimeðferð samfara fangavistinni og getur því núorðið rætt um nauðgaraferil sinn og lýst þeirri skömm og ekki síður skelfingu sem það olli honum að ráða ekki við sig. En hann réð ekki við sig. Hann lét stjórnast af einhverri óviðráðan- legri innri nauðsyn, sem hrinti honum alltaf lengra og lengra út á braut sem hann vildi ekki ganga. Hann var logandi hræddur við þessa ofboðslegu greddu. Þó fannst honum það skjóta skökku við að þegar hann var með kærustunni þá langaði hann eiginlega aldrei. „Hún var miklu viljugri en ég“, sagði hann. En á svipaðan hátt og alkóhólistinn verður að komast yfir brennivín og dópistinn sitt dóp, þá varð hann að nauðga næstu stúlku. Þó hafði hann engan áhuga á stúlkunum. „Eg sá þær ekki. Það var eins og ég væri með speldi fyrir augunum. Ég varð bara að hafa þær undir.“ Að lokum var hann orðinn svo hræddur við sjálfan sig að honum fannst ekki nema um tvennt að velja. Annaðhvort að fremja sjálfsmorð, eða setja næstu nauðgun þannig á svið að hann hlyti að nást. Hann varð að láta yfirvöld stoppa það sem hann gat ekki stoppað sjálfur. Þá loksins var eins og hann fyndi að hann var að misþyrma lifandi mann- eskju. „Hún var svo lítil þessi seinasta. Hún var svo hrædd, greyið. Hún grét svo mikið.“ Þessi ungi maður vonaðist til þess að með- ferðin í fangelsinu hjálpaði honum til að brjótast út úr því fangelsi, sem nauðgunar- áráttan var honum. Hann vissi raunar ekki hvernig hann gæti bætt stúlkunum skaðann. Hann hafði aldrei hugsað út í það fyrr en í meðferðinni, hvað nauðgunin hlaut að hafa verið hræðileg fyrir þær. Hann hafði aldrei haft meðaumkun með fórnarlömbum sínum. Það snerti hann ekki að sjá hvað þær voru hræddar. Ekki fyrr en seinast. Hann vor- kenndi þessari litlu seinast. Og hinum hafði hann svosem ekki viljað neitt illt. Hann þekkti þær ekki. Það var ekki það. Það var eitthvað annað. Bakgrunnur nauðgara Hann sagði ekki að þetta annað væri rnamma hans. Eða kvenkynið í heild sinni sem hann þyrfti að ná sér niðri á og mala. En frásögn hans öll kom heim og saman við þær kenningar sem segja að nauðgun sé táknræn „hefnd" fyrir „svik“ þýðingarmestu konunn- ar í lífi nauðgarans á barnsaldri sem venjulega er móðirin. Og vel mátti skilja á tali mannsins, að barnæska hans hefði ekki verið blómum stráð. í bandarískum, breskum og sænsk- um rannsóknum kemur í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti nauðgara (80%) hefur orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun í æsku. Oftast af hálfu sinna nánustu, foreldra, fósturforeldra, ætt- ingja eða fjölskylduvina. Það er al- gengara að karlmenn séu gerendur- nir, en „svik“ kvennanna eru oft fólg- in í því að þær bregðast í vörninni fyrir barnið og láta misþyrmingarnar við- gangast. Enn sem fyrr ber að brunni bar- næskunnar. Enn er það hundrað og ellefta meðferð á börnum sem hefnir sín. 111 meðferð á varnarlausustu ein- staklingum þjóðfélagsins sem neyðast til að kyngja sárindum sínum, reiði og hatri, þangað til þeim vex svo fiskur um hrygg að þau geti hefnt sín. Á einhverju. Einhverjum. Að baki hverjum ofbeldismanni standa uppalendur hans og þjóðfélag. I vissum skilningi er hann aldrei „einn“ að verki. Samt verður hver ein- staklingur að standa reikningsskil gerða sinna. Saklausir samferðamenn ofbeldismannsins eiga heimtingu á að vera varðir fyrir honum. En um leið ætti þjóðfélagið að gera upp við sína eigin ofbeldisdýrkun og leita svara við jafn einföldum spurningum og þess- um: Hvað er svona athugavert við það að vera kona? Hvað er svona refsivert við það að vera barn? Þegar þjóðfélögin viðurkenna jafnt manngildi þegna sinna, karla, kvenna og barna, sem öll eru jafn mikilvæg fyrir framhald lífs okkar á jörðinni, þá verður kannski lát á nauðgunum. Stokkhólmi/ Steinunn Jóhannesdóttir Ekki er örgrannt um að það teljist til karlmennsku og karlmannlegra „dáða“ að nauðga. Pað eru heldur ekki margar aldir síðan það var leyfilegt að festa sér konu með þeim hœtti. Það hét brúðarrán...

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.