Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 19
INNLENT Hans Jörgensen Samtökum aldraðra gerir grein fyrir stöðunni á fundi samtak- anna átta á dögunum. orð Jónasar. Hann sagði að komið hefði fram í nýlegri könnun að 2700 félagsmenn voru í þörf fyrir leiguhúsnæði, af þeim væru um 56% einhleypir en 44% væru með fjöl- skyldu. Sigurjón Þorbergsson fulltrúi Leigjenda- samtakanna sagði að erfitt væri að meta hve mikil þörf væri fyrir leiguhúsnæði þar sem engin könnun lægi fyrir um hana. Sigurjón benti á að hjá Reykjavíkurborg einni lægju nú fyrir umsóknir um 450 leiguíbúðir. Sigur- jón átaldi stjórnvöld fyrir sinnuleysi gagnvart leigjendum og kvað mjög erfitt að vera leigj- andi á íslandi. Algengt væri að leigjendur væru notaðir til að greiða niður íbúðir fyrir þá sem ættu þær. Þriggja ára áætlun Samtökin átta hafa mótað sameigninlegar tillögur til lausnar sem miða að því að bæta þá áratuga vanrækslu sem einkennt hefur félagslega hluta húsnæðiskerfisins. En allt frá byrjun síðasta áratugs hefur það verið á stefnuskrá stjórnvalda að þriðja hver íbúð sem byggð er, skuli vera í félagslegri eigu. Nú er hlutfallið um 14%. Húsnæðishópurinn gerir að tillögu sinni að gerð verði áætlun til a.m.k. þriggja ára um uppbyggingu 900-1000 íbúða á ári. Hópurinn leggur áherslu á víð- tæka samstöðu um þetta átak þar sem ríkis- valdið, sveitarfélög, samtök launafólks, hús- næðissamvinnufélög og önnur samtök legg- ist á eitt til þess að komast út úr þeim ógöngum sem húsnæðiskerfið er nú í. Sam- tökin leggja einnig áherslu á að hraða verði endurskoðun félagslega húsnæðiskerfisins, lög samræmd og kerfið verði allt gert skil- virkara en nú er. — SQ Hafnarfjörður Umskipti með nýrri bæjarstjórn Það hafa orðið mikil umskipti hér í Hafn- arfirði frá því núverandi meirihluti tók við árið 1986. Fram að þeim tíma má segja að algert sinnuleysi hafi ríkt í byggingu félags- legra íbúða eða í tuttugu ár. Þau ár voru byggðar að meðaltali um sex íbúðir á ári. Eftir að núverandi meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalags tók við, hefur orðið mikil stefnubreyting í þessum málum, sagði Sigurður T. Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Frá árinu 1986 hefur verðið hafin bygging 189.íbúða á félagslegum grunni í Hafnarfirði. Árið 1986 var ráðist í byggingu 26 íbúða, 30 árið 1987. í fyrra voru reistar 15 íbúðir í verkamannabústöðum, 10 leiguíbúðir og 7 kaupleiguíbúðir, eða samtals 32 íbúðir. I ár er gert ráð fyrir að afhenda 41 íbúð og áætlað er, að hefja framkvæmdir við 25. Þannig að alls er gert ráð fyrir að afhenda um 67 nýjar íbúðir árið 1990. — Ástæða þess að við ákváðum að leggja út í þetta átak er sú knýjandi þörf sem við sjáum fyrir svona húsnæði. Okkur hefur tek- ist að létta af mestu pressunni, en það er langt í land með að biðlistum sé útrýmt, sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Hann sagði undarlegt hve margir litu á það sem sjálfsagðan hlut að hér á landi væru biðlistar eftir félagslegu hús- næði, — sama fólkið sæi síðan ofsjónuin yfir biðlistanum eftir venjulegum húsnæðismála- lánum. — Við stefnum að því að útrýma biðlistum eftir félagslegu húsnæði hér á næstu tveimur til þremur árum. Það mun alla vega ekki standa á framlagi frá bænum. Frá því við tókum við höfum við stefnt að því að byggja 70 íbúðir á ári. Því miður hefur Húsnæðist- ofnun ekki veitt okkur nægilegt mótframlag til þess að við gætum staðið við þær áætlanir, sagði Guðmundur. Hann sagði að á undan- förnum árum hefði bærinn keypt 15 notaðar leiguíbúðir, án þess að lögbundið framlag ríkisins kæmi á móti. Guðmundur sagði brýnt að skilgreina bet- ur þá kosti sem byðust innan félagslega hús- næðiskerfisins. Margir þeirra sem kæmu til hans til að leita úrlausnar á sínum málum væru svo illa staddir fjárhagslega að þeim stæði ekki einu sinni verkamannabústaða- kerfið til boða. Svo væru aðrir sem vel gætu ráðið við hvaða form sem er innan hins fé- lagslega kerfis. En meðan kerfið væri svo flókið að ekki einu sinni allir þeir sem störf- Við stefnum að því að útrýma biðlistum eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði á næstu tveimur til þremur árum, segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri. uðu við það skildu það, væri ljóst að almenn- ingur gerði það ekki heldur. Þetta taldi Guð- mundur brýnt að lagfæra því það kostaði mikla vinnu víða í kerfinu og ylli fjölda fólks vandræðum hve þetta væri flókið. Við í stjórn Verkamannabústaða hérna í Hafnarfirði fögnum að sjálfsögu þeirri stefnubreytingu sem orðin er hjá bæjaryfir- völdum, það var orðið löngu tímabært að hefja hér átak í byggingu íbúða í félagslega kerfinu. Ég gerði könnun fyrir nokkrum ár- um og bar saman fjölda íbúða í félagslegri eigu í Hafnarfirði og á Akureyri. Þar kom í ljós að Akureyringar áttu um hundrað fleiri félagslegar íbúðir en Hafnfirðingar, sagði Sigurður T. Sigurðsson verkalýðsleiðtogi í Hafnarfirði. Hann sagði mikinn áhuga á hús- næði á félagslegum grunni í bænum og kvað Hafnfirðinga þurfa allar þær 200 íbúðir sem ríkisstjórnin hefði lofað við síðustu kjara- samninga — slík væri þörfin. Sigurður átaldi bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir fyrir að standa ekki við loforð sem þær hafa gefið. Minnti hann á í því sambandi að ekki hefði verið staðið við ákvæði sem sett var inn í kjarasamninga árið 1986 um 200 milljóna kr. framlag eða jafnvirði þess árlega í félags- lega kerfið. — Nú er bara að vona að þessar tvö hundr- uð íbúðir sem ríkisstjórnin lofaði sé viðbót en ekki bara það sem hún ætlar að lána til í ár sagði Sigurður og benti á að íbúðir á félags- legum grunni væru eini valkostur fjölda fólks; aldraðra, öryrkja, námsfólks og ann- arra sem af einhverri ástæðu geta ekki eign- ast sína eigin íbúð eða vilja ekki taka þátt í séreignaíbúðakerfinu. sg 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.