Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 65

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 65
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Að hafa kvenkynið undir Ööru hverju verður ofbeldi gegn konum og börnum almennt umræðuefni í þjóöfelaginu og nær jafnt til leikra sem lærðra og þrýstir á ráðamenn að semja lög og reglur sem stemmi stigu við því og ákveða viðurlög við alvarleg- ustu brotunum. Því að þrátt fyrir dýrkunina á mætti hins sterka í mannlegu samfélagi, þá telst það mannúð og siðvæðing að ofbeldinu séu takmörk sett og ekki megi níðast átölu- laust á varnarlausum. Heima á íslandi mun vera að koma út skýrsla um meðfeð nauðgunarmála sem ákveðið var að kanna að undirlagi Kvenna- listans fyrir nokkrum árum og vonandi verð- ur hún til einhvers gagns. Hér í Svíþjóð eru slíkar skýrslur og kann- anir algengar, en þó er það hörmulegur at- burður sem átti sér hér stað fyrir skömmu sem kom af stað seinustu umræðunni um hvað sé konum og börnum til varnar og hvernig beri að meðhöndla kvalara þeirra. Steinunn Jóhannesdóttir skrifar um nauðgun Helén Nilsson var tíu ára telpa sem hafði mælt sér mót við vinkonur sínar á almanna- færi í litla þorpinu Hörby á Skáni, þar sem þær áttu allar heima. Þetta var um kvöldmat- arleytið og vinkonurnar biðu nokkra hríð án þess að Helén birtist. Heima biðu foreldrar hennar eftir að hún kæmi frá vinkonunum. Hún kom ekki og þá var hafin víðtæk leit að henni. Það var leitað dögum saman og allt þorpið var í uppnámi út af hvarfi telpunnar. Stór hluti sænsku þjóðarinnar fylgdist með gangi leitarinnar í gegnum fjölmiðla og þegar nokkrar vikur voru liðnar áttu fáir von á því að hún fyndist lifandi. Engu að síður fór hrollur um allt almennilegt fólk þegar líkið af Helén litlu fannst í svörtum plastpoka. Henni hafði verið nauðgað og síðan var hún kyrkt. Nauðgarinn og barnamorðinginn leikur enn lausum hala þegar þetta er skrifað. Um tíma beindist leitin að ókunnugum manni. 65

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.