Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 76
BÍLAR
/ \
ORIENT
Ef þú
gerir kröfur
um gæði
veldu þá
Fallegu
ORIENT
armbandsúrin
hjá úrsmiðnum
ORIENT
V_______)
upp á Vatnsskarð. Þaö var sólarbreiskja,
logn og verulega hlýtt. I miðri brekku fer
vélin að hiksta, skrönglast nokkra stund
áfram í fyrsta gír í lága drifinu og gefst síðan
upp. Upphefst nú mikið málþing um hugsan-
legar bilanir. Hvenær var skipt um kerti og
platínur síðast? Það var svo langt síðan að
kunninginn gat ekki dagsett það. Vorum við
hugsanlega bensínlausir? Upp var lokið vél-
arhlífinni og rannsókn hafin. En þvílík
óhreinindi.
Það sást ekki í nokkurn hlut fyrir storkinni
skán úr olíu og ýmsum jarðvegsefnum. Þegar
við af einhverri tilviljun grófum bensíndæl-
una upp úr haugnum kom í ljós gruggkúla,
en það er ílát úr gleri sem á að taka við
óhreinindum úr bensíninu. í ljós kom að
bensínið í gruggkúlunni sauð og kraumaði.
en þegar bensín sýður breytist það í gufu og
bensíndælunni er aldeilis ómögulegt að dæla
loftkenndum efnum. Ástæðan fyrir þessu
var annarsvegar mikill lofthiti og hinsvegar
að óhreinindin á dælunni einangruðu hitann
svo að hann komst ekki á brott. Eftir að hafa
dvalið góða stund þarna í brekkunni (sólbað
og gosdrykkjaþamb) var bensínið aftur orðið
kalt og dælan hrein svo að hún fengi næga
kælingu til áframhaldandi ferðar. Jeppann
okkar hrjáðu að vísu fleiri kvillar í ferðinni
sem ekki verður hirt um að rekja.
Hvaða lærdóm má draga af ferðalagi eins
og hér hefur verið lýst? Hafið að minnsta
kosti dags fyrirvara á ferðalaginu og notið
hann til undirbúnings.
Margir fjölmiðlar birta á þessum árstíma
leiðbeiningar um það á hvern hátt best sé að
útbúa bílinn fyrir sumarakstur á milli lands-
hluta. Það er að bera í bakkafullan lækinn að
hefja sömu romsuna í þessum pistli. Þó eru
nokkur atriði sem bæta má við kerta/platínu/
viftureima o.s.frv. upptalninguna.
Með hemlana í lagi
Byrjum undir bflnum en þar er sjaldan
skoðað nema kannski haust og vor þegar
skipt er um olíu. Augu okkar beinast að
púströrinu því fátt er óskemmtilegra en að
missa það undan. Ef rör og kútur(ar) eru
orðin þriggja ára gömul þá er vissara að vera
á verði. Flest útblásturskerfi skemmast inn-
anfrá, þau þynnast, á þau koma lítil göt og
útum þau læðist kolsýringurinn. Ef gólfið í
bflnum er óþétt þá kemst kolsýringurinn inn
í bílinn. Þetta gas er litlaust og lyktarlaust en
baneitrað, 0,3 % í andrúmsloftinu deyða á
hálftíma. Því er það að þrálát bílveiki í börn-
um getur allt eins verið vegna kolsýrings og
útafakstur sömuleiðis ef ökumaður missir
meðvitund vegna gaseitrunar.
Lítum næst á hemlana. Flest allir fólksbíl-
ar eru með diskahemla en þeir hafa aukið
akstursöryggi gífurlega mikið. Þessir hemlar
vinna nánast jafn vel frá því að hemlakloss-
arnir eru nýir og þar til þeir eru allt að því
uppeyddir. Að leggja í langferð án þess að
vita um ástand hemlaklossanna er því hið
mesta óráð. Það vill hinsvegar svo vel til að
það er á færi flestra ökumanna sem geta skipt
um hjólbarða að skoða ástand klossanna.
Segi og skrifa flestra því að í flest öllum
bflum er hægt að sjá klossana eftir að hjólin
eru komin af. Einföld regla til þess að meta
ástand klossanna er að þegar núningsefnið á
klossanum er jafnþykkt eða þynnra en stál-
bak klossans þá skal skipta um.
í leiðinni er rétt að skoða hemlaslöngurn-
ar. Ef þær eru skorpnar eða hafa orðið fyrir
núningi þá er rétt að fara á verkstæði og fá
úrskurð fagmanns og viðgerð eftir atvikum.
Meðan við erum undir bflnum er upplagt
að skoða höggdeyfana, það segir töluvert um
ástand þeirra hvort þeir eru þéttir. Ef þeir
eru olíublautir þá er betra að skipta um.
Áður fyrr á meðan vegir voru verri en nú
heyrði maður oft sögur af því þegar högg-
deyfar slitnuðu úr festingum sínum eftir
hraðan akstur á vondum vegum. Þá brugðu
menn á það ráð að fara á fyrsta verkstæði
sem á vegi þeirra varð og láta rafsjóða þá
aftur fasta.
Sannleikurinn er hins vegar þessi: Högg-
deyfirinn er eins og nafnið bendir til hlutur
sem tekur við höggum og deyfir þau með því
að breyta orkunni í hita. Við mikið álag, t.d.
hraðan akstur á holóttum vegi, hitnar högg-
deyfirinn svo mikið að hann getur „brætt úr
sér“ og fest. Við það slitnar hann úr festingu
sinni. Þegar hann kólnar þá losnar hann aft-
ur en nú er hann oftast ónýtur og kemur að
engu gagni þó hann sé festur aftur á sinn
stað. Jafnframt verðurbíllinn stórhættulegur
í akstri. (Kannski kemur ritgerð um högg-
deyfa síðar).
Áfram veginn
Mörg atriði sem virðast skipta litlu máli
við akstur í þéttbýli geta orðið stórmál á
langleiðum. Hvað um ökumannssætið? I
mörgum japönskum bflum bila sætin oft á
undan öðrum hlutum. Japanskir hönnuðir
virðast ekki gera ráð fyrir því að við erum oft
á tíðum töluvert þyngri en meðaljapaninn.
Það getur verið ótrúlega lýjandi að aka bíl
þar sem bak sætisins hefur skekkst. Vinnur
miðstöðin eðlilega? Er hægt að loka fyrir
hitann og hafa kaldan blástur? Margir öku-
menn komast af án flautunnar, sem betur
fer, en úti á vegum landsins veitir oft ekki af
henni til þess að vekja rollur sem sofnað hafa
á miðjum vegi. Rúðusprauturnar verða að
vera færar um að þvo af framrúðunni fötu-
fylli af aur sem hvolfist yfir hana þegar við
mætum flutningabfl á fullri ferð í rigningu á
malarvegi.
Af mörgu er að taka ef gera á lista yfir það
sem aðgæta þarf áður en lagt er í langferð en
kannski er allra best að fá glöggan bflamann
til þess að prófa bflinn. Mörg atriði geta
verið augljós ókunnugum sem við greinum
ekki sjálf. Dæmi: kúplingin slitnar smátt og
76