Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 10
INNLENT
markaðsáherslur. Það sé því rökrétt í fram-
haldi af því sem þú segir um tímasetningu
hinna félagslegu viðhorfa og markaðsáherslu
seinni tíma, að sett er á laggirnar stofnun um
Jón Þorláksson en ekki Ólaf Thors. Þetta sé
táknrænt um einhliða markaðsáherslu á
seinni tímum í ásjónu Sjálfstæðisflokksins.
Hvað segir þú um þessa kenningu?
— Það er nú fyrst til að taka að stofnun
Jóns Þorlákssonar er ekki stofnun á vegum
Sjálfstæðisflokksins. Og lestu svo árásir
kratabroddanna á Ólaf Thors, þegar hann
var að byrja feril sinn. Þú rnyndir ekki spyrja
svona, ef þú hefðir rifjað söguna upp. Nei, ég
get með engu móti fallist á þetta. Þvert á
móti hefur flokkurinn haldið þessari breidd
og í engu hvikað frá henni. Flokkurinn hafði
forystu fyrir afnámi haftanna á árunum upp-
úr 1960. Það kallaði á geysihörð viðbrögð
andstæðinga okkar og þá var flokkurinn sak-
aður um að hverfa frá hinni breiðu ímynd,
sem gömlu foringjarnir höfðu þá skapað um
flokkinn. Þegar svipuð skref eru stigin 1983
til 1988, fær flokkurinn árásir af sama toga og
1960. Á sama tíma og við erum að taka þessi
nýju skef í átt til aukins frelsis í efnahagsmál-
um, er jafnframt gengið lengra en áður til að
hækka tryggingabætur og lengja fæðingar-
orlof, þannig að það er fráleitt að þessi ásök-
un eigi við nokkur rök að styðjast. Stjórnar-
þáttaka Sjálfstæðisflokksins á þessu árabili
1983-88 er gott dæmi um hvernig flokkurinn
lagði samhliða áherslu á aukið frelsi í efna-
hagsmálum og verulega stór og ný skref í
félagsmálum.
Telur þú þá að Sjálfstæðisflokkurinn liafi
ekki verið þátttakandi í þeirri alþjóðlegu
bylgju markaðshyggju, sem reis hæst með
Reagan og Thatcher sem táknpersónum?
— Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið
á íslenskum grunni. Hann er ekki og hefur
aldrei verið hluti af einhverjum alþjóðlegum
hreyfingum. Á undanförnum árum höfum
við verið að beita okkur fyrir nýjum áhersl-
um í samræmi við það sem hefur verið að
gerast í Evrópu. Þó má segja að við höfum
verið að stíga skref t.d. í bankamálum, sem
sósíaldemókratar í Skandinavíu voru búnir
að stíga áratugum á undan okkur. Við erum
hvorki taglhnýtingar Reagans né Thatcher. í
þessum orðum felst þó engin vanvirða við
þessa þjóðarleiðtoga, sem ég met um margt
ekki síst eftir persónuleg kynni.
Þú getur þá séð fyrir þér að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé andvígur Thatcher-stefnunni
gagnvart ríkisvaldinu?
— Það er meðal grundvallaratriða okkar
stefnu að ríkið eigi að hafa sem minnst af-
skipi af atvinnurekstrinum. Út frá íslenskum
aðstæðum eru hugmyndirnar svipaðar um
margt að þessu leyti. Við viljum gefa einstak-
lingum og félögum í atvinnulífinu sem
frjálsastar hendur. í þessurn efnum sjáum við
fyrir okkur nýja tíma: hin nýja efnahagsáætl-
un Norðurlanda og hið aukna efnahags-
samsstarf Evrópuþjóða innan Evrópubanda-
lagsins. Ég er þeirrar skoðunar að okkar
stefna falli mjög vel að þeirri þróun sem
þarna er að gerast. Aðrir flokkar hafa þar
enn fyrirvara.
Nú var það einmitt meðal gagnrýnisatriða
á stjórnarþátttöku Sjálfstæðisflokksins, að
ríkisvaldið hefði þanist út á hans tímum?
— Jafnvel Margaret Thatcher var einnig
sökuð um það. En ég held að okkur hafi
tekist að halda í horfinu, að ríkisútgjöldin
hafi ekki aukist að raungildi á þessu tímabili
sem við fórum með ríkisfjármálin.
Síðasta stjórnarsamstarf undir forsæti
þínu endaði allsérkennilega í fyrra. Sam-
starfsflokkarnir sökuðu þig persónulega um
klénan árangur þeirrar ríkisstjórnar. Var
ekki óþægilegt að sitja undir slíkum ásökun-
um — og hverjar telur þú hafa verið skýring-
ar á þessu, — eftir á að hyggja?
— Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að
standa í persónulegu orðaskaki eða ásökun-
um. Ég get ekki ímyndað mér að neinn mað-
ur hafi gaman af slíku. Það er að minnsta
kosti ekki minn stíll. Síðasta ríkisstjórn fór
frá, vegna þess að það náðist ekki samkomu-
lag um aðgerðir til að reisa við rekstur at-
vinnuveganna. Það kom mjög fljótt í ljós, að
Framsóknarflokkurinn sætti sig ekki við
þetta samstarf. í maímánuði í fyrra setti ég
fram tillögur um aðgerðir. Þá var ekki undan
því vikist að breyta raungengi krónunnar til
að halda sjávarútvegnum gangandi. Fram-
sóknarflokkurinn fann um þetta leyti ásamt
krötum upp kenninguna um að gengisbreyt-
ing ætti að verða afgangsstærð. Þegar kom
fram á haustið var ekki lengur við óbreytt
ástand unað.
— Aðstæður höfðu þá verið í heilt ár
þannig, að bandaríkjadollari hafði verið að
falla verulega og verð á afurðum okkar
sömuleiðis. Við komumst ekki niður í botn
þessarar lægðar ytri aðstæðna fyrr en sl.
haust og þá þurfti að gera lokaviðspyrnuna.
Það var útilokað að gera það öðruvísi en með
gengisbreytingu. En þá brá svo við að Fram-
sóknarflokkurinn neitaði með öllu að fallast
á gengisbreytingu og lagði fram tillögu í rík-
isstjórn, þar sem ekki var einu sinni gert ráð
fyrir að nýta heimild til gengisbreytingar upp
á 3% frá því um vorið. Alþýðuflokkurinn
hafði með því að hafa viðskiptaráðherrann
komið í veg fyrir að sú heimild væri nýtt yfir
sumarmánuðina. Inn í þetta blandaðist svo
andstaða krata og Framsóknar við tillögur
mínar um lægra skattþrep í matvörum.
Þarna varð Ijóst að um frekara samstarf gat
ekki verið að ræða. Við hefðum auðvitað
getað keypt okkur áframhaldandi setu í rík-
isstjórn með því að gangast inn á svipaðar
hugmyndir og núverandi ríkisstjórn hefur
Samstarfsmenn í síðustu ríkisstjórn fá ekki háa einkunn hjá Þorsteini. „Ég varð þó
aldrei var við óheilindi í fari Halldórs Ásgrímssonar og Guðmundar Bjarnasonar"
10