Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 57
UPPELDISMÁL
Kennaramenntunin mikilvægasta
forsenda farsæls skólastarfs
Jónas Pálsson, sálfræðingur, hefur um árabil
gegnt embætti rektors Kennaraháskóla Is-
lands. Hann hefur mestallan sinn starfsaldur
fengist við mennta- og uppeldismál og oft
staðið í hringiðu umræðna um skólaþróun og
breytingar í menntamálum.
Jónas er maður margslunginn og í
hvunndagslegum samræðum reynir hann
gjarnan að kryfja mál til mergjar og beitir
hann þá reynslu sinni og almennri þekkingu
jafnt sem sérþekkingu. Hann er umdeildur
stjórnandi og víst er að hvorki er það á færi
né að skapi allra að líta af þeim sjónarhóli
sem hann stendur á þegar hann skyggnist yfir
skólamál.
Gullgrafarasamfélagið
Jónasi Pálssyni varð tíðrætt um nýtt land-
nám á íslandi á þessari öld. sérstaklega frá
Viðtal við
Jónas Pálsson
lokum síðari heimsstyrjaldar. Bændasamfé-
lagið íslenska bæði til sjávar og sveita væri
liðið undir lok. Þar með væri einnig horfinn
sá háttbundni lífsstíll, sem var undirstaða
náttúruuppeldis, sem Jónas kallaði svo. „Ný
samfélagsgerð er í mótun" sagði Jónas „og
efnahagslíf þessa gullgrafarasamfélags eink-
ennist af verðbólgu og uppeldishættir á ís-
landi hafa um margt sama svipmót.“ Hann
taldi að uppeldi nýrra kynslóða væri á marg-
an hátt í molum og um sumt misheppnað,
þrátt fyrir atorku og vinnusemi ungs fólks.
„Kennarar og foreldrar svamla í flóði upp-
eldishugmynda, sem er óljós og óskipuleg
blanda af gömlu og nýju, — arfi tungu, bók-
mennta, lífsvisku og reynslu fólks, sem renn-
ur saman við sundurleitt brot af mannlífi
erlendis, oftast gegnum popp, dans og rokk-
menningu eða ómenningu." Hér væri auð-
vitað hægara um að tala en í að komast.
57