Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 75

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 75
BÍLAR Undirbúningur fyrir sumarferðalagið Liðinn er langur og strangur vetur sem revnt hefur á þolrif bíla og bflstjóra. Ef að líkum lætur þá mun næsti snjóavetur koma okkur jafn mikið á óvart og sá síðasti sem þegar er fallinn í gleymsku og dá þegar þetta er ritað. En nú er komið sumar og væntan- lega einnig sól. Þá stefnir hugur manna til ferðalaga í bflum sínum. Undirbúningur slíkra ferða er með ýmsu móti, sumir skipuleggja þær með góðum fyrirvara en aðrir stíga um borð og þeysa af stað um leið og hugmyndin að ferð- inni fæðist. Skrásetjarinn hefur reynt hvorutveggja. Reynslan af undirbúnu ferðalagi hvað varð- ar fararskjótann er ekki í frásögur færandi en ferð út í bláinn óundirbúin býður upp á nýja reynslu. Ferðin sem hér verður vitnað í gaf nýja reynslu þegar hún var farin þó að tutt- ugu og fimm ár séu liðin frá henni. Kunningi minn átti Willys jeppa árgerð 1955. Einn bjartan sumarmorgun bankar hann uppá hjá mér og býður í ökuferð. Það vakti nokkra furðu að hann var með skíðin s£n meðferðis. Aðspurður kvaðst hann hafa löngun til að fara á skíði í Kerlingarfjöll. Nú er ekið af stað austur um sveitir og ekki áð fyrr en við Gullfoss. Þar eru menn spurðir um ástand vega á fjöllum; jú Bláfellsháls með versta móti. Það voru orð að sönnu, annan eins óveg höfðum við tæpast ekið fyrr. Þegar við komum niður á eitthvert sléttlendi segir kunninginn að bfllinn láti ekkert betur að stjórn en í urðinni. Við nemum staðar og skríðum undir. Stýrisendinn hægra megin dottinn úr sambandi takk fyrir. Kúluliðurinn slitinn upp úr og endinn ónýtur. Hvað var nú til ráða? Til þess að hafast eitthvað að þá losuðum við stýrisganginn undan bflnum, sem tók klukkustund með ónýtum verkfær- um. Kynleg gangtruflun í þeim svifum bar að Rússajeppa norðan að og með honum fengum við far niður í Biskupstungur. Eftir ferðalög á milli bæja þá fannst samskonar stýrisgangur uppi á fjár- húsvegg á bæ sem ég kann ekki lengur að nefna því miður. Til baka komumst við með einhverjum Englendingum sem voru í „expedition'*. Þeir spurðu okkur í hverskon- ar rannsóknarleiðangri við værum? Það var fátt um svör. Þessir menn virtust kunna að útbúa sig. Landroverar úttroðnir af farangri. Og verkfærin sem þeir lánuðu okkur til þess að skrúfa saman. Mig minnir helst að við höfum fleygt rörtönginni sem af tilviljun hafði leynst undir sætinu. Þegar ég fer að ryfja upp þessa ferð flýtur strýður straumur minninga upp á yfirborðið sem ekki tengjast bflum að öðru leyti en því að bfllinn bar okkur aldrei upp í Kerlingarfjöll heldur norður um land á sveitaböll allt til Eyjafjarð- ar. Ekki get ég stillt mig um að segja frá kyn- legri gangtruflun sem hrjáði vagninn þegar við ókum upp brekkuna fyrir ofan Húnaver, 75

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.