Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 60
UPPELDI
Guðrún Alda Harðardóttir forstöðumaður, 33 ára, og Sigurhanna Sigurjónsdóttir
yfirfóstra, 38 ára.
Börn eru
heim-
spekingar
Hugmyndir ítalska uppeldisfrömuðarins
Loris Malaguzzi hafa á undanförnum tveim
árum verið grundvöllur þeirrar fræðslu sem
börnin á dagvistarheimilinu Marbakka í
Kópavogi hafa fengið.
!
„Teiknað út frá Ijósmynd" eftir Arndísi Sveinbjörnsdóttur, 5 ára.
Til að fræðast lítilsháttar um starfið á
Marbakka tók Þjóðlíf hús þar og spjallaði við
þær Guðrúnu Öldu Harðardóttur, forstöðu-
mann og Sigurhönnu Sigurjónsdóttur, yfir-
fóstru.
Malaguzzi var einn af frumkvöðlum þess
að endurskipuleggja opinberar uppeldis—
og menntastofnanir í borginni Reggio Emilia
á Norður-Italíu skömmu eftir seinni heims-
styrjöldina. Hann gagnrýndi mjög harkalega
hið hefðbundna skólastarf, sem byggist nær
alfarið á bóklegu námi, en hundsar að mestu
tilfinningar, hugmyndir og tjáningarþörf
barnanna. Að mati Malaguzzi er æskilegt að
þróa með barninu sjálfstæða og gagnrýna
hugsun með því að gefa þeim kost á að þreifa
sig áfram með því að skoða hlutina frá sem
flestum hliðum, mynda sér afstöðu byggða á
eigin reynslu og tjá sig á þann hátt sem fellur
þeim best, hvort heldur það er í máli, mynd-
um eða leik. „Barn hefur 100 mál, en er svipt
99“ segir í ljóði eftir Malaguzzi og má segja
að í þessum orðum felist kjarni kenninga
hans. En hvernig geta ítalskar uppeldisað-
ferðir gagnast íslenskum uppalendum?
„I uppeldis— og fræðslustarfinu á Mar-
bakka höfum við tekið mið af uppeldisað-
ferðum Loris Malaguzzi, þó svo að við höf-
um ekki tekið þær hráar upp, enda íslenskur
raunveruleiki mjög frábrugðinn þeim ít-
alska. Höfuðáherslan er lögð á sköpunar-
gáfu barnsins og að það fái tækifæri til að tjá
sig um eigin upplifun og hugmyndir. Hjá
okkur búa börnin til viðfangsefnin sjálf. Það
er þungamiðjan í okkar starfi“, sagði Guð-
rún þegar Þjóðlíf spurði hana um uppeldis-
starfið á Marbakka. Undir þetta tók Sigur-
hanna og bætti því við að markmiðið hjá
þeim væri að fá börnin til að hugsa sjálfstætt
og efla skilning þeirra á þeim sjálfum og
umhverfi þeirra.
60