Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 60

Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 60
UPPELDI Guðrún Alda Harðardóttir forstöðumaður, 33 ára, og Sigurhanna Sigurjónsdóttir yfirfóstra, 38 ára. Börn eru heim- spekingar Hugmyndir ítalska uppeldisfrömuðarins Loris Malaguzzi hafa á undanförnum tveim árum verið grundvöllur þeirrar fræðslu sem börnin á dagvistarheimilinu Marbakka í Kópavogi hafa fengið. ! „Teiknað út frá Ijósmynd" eftir Arndísi Sveinbjörnsdóttur, 5 ára. Til að fræðast lítilsháttar um starfið á Marbakka tók Þjóðlíf hús þar og spjallaði við þær Guðrúnu Öldu Harðardóttur, forstöðu- mann og Sigurhönnu Sigurjónsdóttur, yfir- fóstru. Malaguzzi var einn af frumkvöðlum þess að endurskipuleggja opinberar uppeldis— og menntastofnanir í borginni Reggio Emilia á Norður-Italíu skömmu eftir seinni heims- styrjöldina. Hann gagnrýndi mjög harkalega hið hefðbundna skólastarf, sem byggist nær alfarið á bóklegu námi, en hundsar að mestu tilfinningar, hugmyndir og tjáningarþörf barnanna. Að mati Malaguzzi er æskilegt að þróa með barninu sjálfstæða og gagnrýna hugsun með því að gefa þeim kost á að þreifa sig áfram með því að skoða hlutina frá sem flestum hliðum, mynda sér afstöðu byggða á eigin reynslu og tjá sig á þann hátt sem fellur þeim best, hvort heldur það er í máli, mynd- um eða leik. „Barn hefur 100 mál, en er svipt 99“ segir í ljóði eftir Malaguzzi og má segja að í þessum orðum felist kjarni kenninga hans. En hvernig geta ítalskar uppeldisað- ferðir gagnast íslenskum uppalendum? „I uppeldis— og fræðslustarfinu á Mar- bakka höfum við tekið mið af uppeldisað- ferðum Loris Malaguzzi, þó svo að við höf- um ekki tekið þær hráar upp, enda íslenskur raunveruleiki mjög frábrugðinn þeim ít- alska. Höfuðáherslan er lögð á sköpunar- gáfu barnsins og að það fái tækifæri til að tjá sig um eigin upplifun og hugmyndir. Hjá okkur búa börnin til viðfangsefnin sjálf. Það er þungamiðjan í okkar starfi“, sagði Guð- rún þegar Þjóðlíf spurði hana um uppeldis- starfið á Marbakka. Undir þetta tók Sigur- hanna og bætti því við að markmiðið hjá þeim væri að fá börnin til að hugsa sjálfstætt og efla skilning þeirra á þeim sjálfum og umhverfi þeirra. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.