Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 41
MENNING
lega feginn að fá þetta úr Kvikmyndasjóði.
— Eg var nú líka farinn að halda að þessi
sjóður yrði mér aldrei til neins gagns, því að
mér hefur gengið mjög erfiðlega að fá pen-
inga úr honum. Ég ásamt félaga mínum,
Jóni Herniannssyni, erum einu mennirnir
sem höfum gert leikna mynd á kvikmynda-
vorinu án þess að fá grænan eyri í styrk úr
Kvikmyndasjóði. Það var Dalalíf. Líklega
eina myndin sem ég hef grætt eitthvað á.
Svo að það er kannski bara ills viti að fá
svona styrki. En án gamans, þá er nú svo
komið í kvikmyndagerðinni hérna að ég
held að það sé tæplega hægt að gera hér
kvikmyndir án þess að til korni opinber
stuðningur. Annaðhvort verður þjóðin að
vera án íslenskrar kvikmyndagerðar eða
styðja almennilega við bakið á henni. Til
eru þeir sem vilja láta það duga að flytja inn
erlendar kvikmyndir. Ég er náttúrlega
hlynntur því að hér á íslandi séu gerðar
myndir, en það er ekkert sjálfgefið.
— Svona til fróðleiks langar mig að benda
á við hvers konar kjör kvikmyndagerðin býr
hér á landi. Mig langar að bera hana saman
við einhverja aðra menningarstarfsemi, til
dæmis leikhús. íslendingar fara talsvert mik-
ið í leikhús og hér er ágæt leikhúsmenning.
Því er ég feginn og ég vil taka það skýrt fram
að mín vegna mætti styrkja leikhúsin hérna
miklu meira. Er maður ekki að lesa það í
blöðunum að það sé orðið lífshættulegt að
fara í Þjóðleikhúsið því það geti hrunið oní
skallann á manni hvenær sem er? Eftir því
sem ég kemst næst þá kostar hver frumsýn-
ing í Iðnó og Þjóðleikhúsinu sem næst fimm-
tíu milljónir. Þessi tala fæst með því að deila
fjölda frumsýninga í útgjöldin. Þetta er held-
ur meira en kostar að gera eina meðalbíó-
mynd. Hver af þessum frumsýningum í leik-
húsi fær miklu hærri opinbera styrki en hver
bíómynd sem gerð er. Og meðan við höldum
okkur við þetta 17 eða 18 frumsýningar á ári
höfum við ekki ráð á því að gera nema tvær
bíómyndir. Og þar fyrir utan, þótt það komi
þessu máli kannski ekki beinlínis við, þá sjá
leikarar sér leik á borði og taka miklu hærra
I
k í f réttum í
kaup fyrir að leika í bíómyndum en þeir
myndu þora að fara fram á við leikhúsin.
— Tvær bíómyndir, en 17 frumsýningar í
stóru leikhúsunum. Þetta eru hlutföllin, og
þeim þarf að breyta. Ekki með því að fækka
leiksýningum, heldur með því að fjölga bíó-
myndunum. Það er langt í land með að kvik-
myndagerðinni hér séu búin þau skilyrði sem
hún þarf á að halda. Þetta er ekki spurning
um að mylja undir okkur kvikmyndagerðar-
mennina. Okkur er kannski engin vorkunn
að fá okkur aðra vinnu ellegar flytja til út-
landa, en við viljum vinna þetta starf fyrir
þjóðina okkar og með henni. Og ég held að
þjóðinni sé það fyrir bestu að gefa okkur
tækifæri til að sýna hvað í okkur býr.
— Ég er ekki að vanþakka það sem hefur
verið gert, því að margt hefur breyst á síðast-
liðnum tíu árum. Nú er búið að gera um 25
bíómyndir og farið að styðja af vaxandi
myndarskap við eina eða tvær kvikmyndir á
ári. En við erum bara rétt að byrja að læra að
ganga. Að vísu kom upp einhver óskaplegur
rembingur og heimsmeistaraveiki þegar
kvikmyndagerðin fæddist hér fyrir 10 árum.
Ég held að þessi rembingur sé ekki frá okkur
kvikmyndagerðarmönnum kominn, nema
þá einhverjum örfáum. Aðallega voru það
bjartsýnir kvikmyndaunnendur og frétta-
menn sem héldu að allur heimurinn myndi
standa á öndinni yfir því að íslendingar væru
búnir að læra að þræða filmubút í kvik-
myndatökuvél og farnir að fella hljóð að
myndum og sýna þær á tjaldi. Og þá kom upp
þessi della að íslenskar kvikmyndir yrðu að
rosalegri útflutningsgrein og slægju út loð-
dýrin og fiskeldið og hvað þessi vitleysa heit-
ir öllsömul — og við gætum jafnvel lagt tog-
urunum líka og látið þá ryðga upp í fjöru og
lifað á kvikmyndagerð og farið á frumsýn-
ingar í palléttukjólum og smóking. (Svona
svipað og með Eurovision?). Einmitt. En við
erum ekki einu sinni í 16. sæti í heiminum í
kvikmyndagerð og eigum langt í land með að
ná því. Einstaka sinnum grísum við kannski
á að gera einhverjar myndir sem útlending-
um þykir gaman að sjá, þykir einhver veigur
í, sem eru svo manneskjulegar að þeir skilja
þær, eru svo algildar að þeir skilja það sem
við erum að tala um. En við þurfum ekki að
aumka okkur yfir útlendinga með því að gera
handa þeim kvikmyndir. Þeir búa til nóg af
kvikmyndum sjálfir.
— Það sem við þurfum að gera er að búa til
kvikmyndir handa okkur sjálfum því að um
það hugsar enginn fyrir okkur í öllum heim-
inum. Við erum vel birg hérna með afþrey-
ingarefni og myndir um sjálfsímynd fólks af
öðrum þjóðernum, mestmegnis ágætar
myndir, jafnvel alveg yndislegar. En við get-
um ekki lifað á sjálfsímynd annarra. Við
þurfum að hafa okkur eigin. Ef aðrir eiga að
leggja okkur til menninguna þá erum við
orðin að þrælum. Þá stöndum við ennþá verr
að vígi en menn sem þræla á olíuborpöllum
úti í ballarhafi og fá afþreyingu flutta til sín
með helikofterum og Ieggja ekkert fram
sjálfir sér til skemmtunar og menningar-
auka. Þá erum við bara vinnudýr. Þá erum
við búin að breyta þessu landi úr þjóðríki
með menningu í einhverjar helvítis þræla-
búðir. Sumir vilja þetta, en sem betur fer
hafa hálfvitarnir ekki náð öllum völdum enn-
þá.
Nú er kvikmyndagerðin ung hér á landi og
allt sem tengist henni. Er starfsheitið kvik-
myndagerðarmaður viðurkennt af almenn-
ingi? Getur maður sagt að maður sé kvik-
myndagerðarmaður eða leikstjóri og lifi af
því?
— Það held ég. Ég hef nú reyndar aldrei
haft miklar áhyggjur af því hvað fólk heldur
að ég sé. Eða hvaða hugmyndir fólk hefur
um mína afkomu. En ég er stundum spurður
á hverju ég lifi í raun og veru, þótt ýmsir
kannist við að ég hafi verið í útvarpinu, skrif-
að nokkrar bækur, unnið við blaðamennsku
og gert fáeinar kvikmyndir. Mér finnst það
bara ágætt. Ég veit í rauninni ekki hvernig
viðurkenningu við þurfum. Kannski helst þá
viðurkenningu af hálfu hins opinbera, að
stjórnmálamenn hætti þessari viðbjóðslegu
hræsni sinni um íslenska menningu og ís-
lenska tungu og þess háttar og fari að gera
eitthvað í þessu í staðinn fyrir að gaspra. í
sambandi við þetta, þá voru nokkrir góðir
menn og ég fengnir til að semja nýtt frum-
varp til laga um Kvikmyndastofnun íslands
og við skiluðum því verki innan þeirra tíma-
marka sem okkur voru sett. En þá er hvorki
tími né áhugi fyrir því að taka þetta fyrir í
þinginu af því að þetta er ekki forgangsmál.
— Ég veit vel að þjóðarheill í dag og á
morgun stendur ekki og fellur með því að
þetta frumvarp verði afgreitt. En hitt veit ég
að kvikmyndagerðin og framtíð hennar er
óaðskiljanlegur hluti af þeirri heild sem heit-
ir menning. Ef sú heild dettur í mola, ef
spegillinn brotnar, hvernig á þá þessi þjóð að
skoða sjálfa sig og fylgjast með því hvernig
hún lítur út? Ég held að hún týni sjálfsímynd
sinni og sjálfsvirðingu og þá um leið sjálfri
sér, um leið og hún týnir menningunni.
— Ég veit ekki hvað þú kærir þig um að
hafa með af þessum háíðlegu ádrepum sem
ég er að verða sérfræðingur í að flytja í hverju
einasta blaðaviðtali. Því lengur sem maður
vinnur að menningarmálum á íslandi, þeim
mun betur fer maður að skilja hann Kató
gamla sem rnanni var kennt í skóla að hefði
alltaf endað allar ræður sínar á sama þrasinu,
sömu þörfu ábendingunni. Og maður er
kominn í hans spor ef maður er alltaf að
benda á hlut sem er alveg bráðnauðsynlegur
og það hlustar enginn á mann. Ég efast ekki
um góðan vilja hjá stjórnmálamönnum, en
góður vilji stoðar ekki.
— En þetta skrimtir samt og hefur þróast
merkilega vel síðustu 10 árin. Ég var talinn
algerlega brjálaður þegar ég fór utan til að
læra kvikmyndagerð fyrir um 15 árum. Þá
var sosum ekki að neinu að hverfa hér. Nú er
41