Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 56
VIÐSKIPT
Japanskurlúxus
Japanskir bifreiöaframleiöendur
hafa lagt áherslu á aö vinna
markaði fyrir lúxusbíla og höföa
meö æ beinskeittari hætti til
samkeppninnar við Mercedes
Benz og BMW, sem hafa haft
yfirburði á heimsmarkaði í þess-
ari tegund bifreiða. Til marks um
þaö er markaðssetning Toyota
hringsins á nýrri tegund lúxus-
bíls, Lexus, sem á aö fara á
Bandaríkjamarkað í haust. Til
kynningar hefur veriö valið höf-
uöból Marcedes Benz og BMW
— Þýskaland. Japanarnir hafa
boðiö bandarískum bílaskriffinn-
um flugferö til Þýskalands og
eiga þeir aö reynsluaka Lexus á
þýskum hraðbrautum — á sömu
slóöum og þýsku framleiðendur-
nir á Benz og BMW eru vanir aö
kynna nýjungar hjá sér...
Milljörðum
skotið undan
Úr þróunarríkjum og fleiri skuld-
ugum ríkjum rennur stööugt
meira fjármagn til vestrænna
iðnríkja í formi „flóttafjármagns“.
Aö mati opinberra aöila í Banda-
ríkjunum hafa efnaöir borgarar í
fimmtán skuldugustu ríkjum
veraldar skotið undan um 340
milljöröum dollara frá heimalandi
sínu, sem er álíka mikiö og viö-
komandi ríki skulda vestrænum
bönkum. Aðalástæða fjár-
magnsflóttans er talin vera hröö
rýrnun gjaldeyris viökomandi
þjóða og ótryggt pólitískt
ástand...
Aðalbanki
Evrópu
Nýveriö skilaöi nefnd sérfræð-
inga áliti sínu um framtíðarskipan
banka og peningamála í Evrópu-
bandalaginu. Nefndin komst aö
niðurstöðu um hvernig eigi aö
ákvaröa peningamál í landa-
mæralausri Evrópu framtíðarinn-
ar. Nefndarmenn voru flestir
seðlabankastjórar en forystu
hafði Delors forseti Evrópu-
bandalagsnefndarinnar. Aöal-
banki Evrópu á aö ráða gengi
Evrópugjaldmiðilsins óháö því
sem ríkisstjórnir kunna aö hafa
um málið aö segja. Þannig er
peningamálum háttaö í Vestur-
Þýskalandi, þar sem Seðlabanki
ríkisins er óháður og ákvarðar
gengi, ólíkt því sem gengur og
gerist í öörum ríkjum Evrópu-
bandalagsins. Ríkisstjórnir eiga
ekki aö geta dælt peningum út úr
bankanum eftir þörfum; en í lönd-
um eins og t.d. Spáni og italíu
heyrir slík dæling fjár frá seöla-
banka til ríkis til hvunndagsverka
ráöamanna. Ekki er Ijóst hvort
eöa hvenær hugmyndir Delors-
nefndarinnar veröa að veruleika.
Þar mun sérstaklega stranda á
Thatcher forsætisráöherra Bret-
lands, sem vill ekki afhenda
Evrópu vald yfir peningastefnu
Breta. Þannig aö langurtími get-
ur liðiö þar til Aðalbanki Evrópu
tekur til starfa...
Biómleg verslun
með blóm
Verslun meö blóm gengur víða
vel í Evrópu um þessar mundir.
Þannig er t.d. talið aö Þjóöverj-
ar verji um einu prósenti heimil-
istekna sinna í slíkan gróöur,
sem er álíka mikiö og fer í síga-
rettur þar í landi. Talið er aö um
480 milljónir pottablóma eöa
um 20 blóm á hverja fjölskyldu
hafi verið ræktuö á sl. ári. Engu
aö síður er efnahagsástandið í
blómaiðnaöinum ekki sérlega
blómlegt, og eru ástæöur þess
vaxandi innflutningur. Hollend-
ingar eru skæðastir í því efni og
þrýsta niður veröi á blómum og
gera blómaræktendum í V-
Þýskalandi erfitt fyrir...
Nýja lúxusgerðin frá Toyota-verksmiðjunum — Lexus.
ElttE ZIGARETTE VE
Auglýsingaspjald frá tóbaksframleiðendum.
Vindlingar í
kosningabaráttu
í Vestur-Þýskalandi er hafin bar-
átta fyrir kosningar Evrópuþings-
ins. Tóbaksframleiðendur hafa
ákveðið aö notfæra sér barátt-
una í eigin þágu meö því aö aug-
lýsa viö hliö flokkanna á um þrjú
þúsund veggspjöldum í tíu stór-
borgum. Á þeim er mynd af reyk-
ingafólki og slagorö: „Sígarrettan
bindur saman — viö styðjum
Evrópu". Þetta veggspjald á aö
hanga uppi þar til kosningarnar
verða 18. júní n.k. og mun aug-
lýsingaherferðin kosta tóbaks-
framleiðendur samtals um 500
þúsund mörk. Þessi herferð er
aö sjálfsögöu hugsuð til aö draga
úr ótta við krabbamein af völdum
reykinga og slá á vaxandi kröfur í
Evrópu um reykingabann. Haft
er eftir einum talsmanna tóbaks-
framleiöenda: „í Evrópu eru 100
milljónir reykingamanna, viö vilj-
um einnig standa pólitískt meö
þeim“...
56