Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 28
ERLENT Verkamannaflokkur í endurhæflngu Stjórnmál í Bretlandi á 10 ára afmæli ríkisstjórnar Thatchers Verkamannaflokkurinn hefur enn einu sinni tekið sjálfan sig til endurskoðunar í þeim tilgangi að reyna að sigra Ihaldsflokkinn í kosningum, en nú hefur Thatcher farið með völd í heilan áratug. I síðustu þrennum kosningum hefur Verkamannaflokkurinn beðið lægri hlut fyrir Ihaldsflokknum. Nú þegar kjörtímabil- ið er að verða hálfnað og ríkisstjórn Tha- tchers fagnar 10 ára afmæli spyrja menn hver annan hvort flokkurinn geti brotist úr þessari löngu útlegð frá stjórnarsetrinu í Whitehall og sigrað í næstu kosningum. Er Verka- mannaflokkurinn endanlega búinn að glata valdastöðu sinni eða á hann aðeins við tíma- bundna erfiðleika að stríða? Endurspegla ósigrar hans á níunda áratugnum varanlegar breytingar í breskum stjórnmálum? Aður en menn draga víðtækar ályktanir af kosningagengi Verkamannaflokksins er rétt að minnast þess að hann hefur áður tapað í þrennum kosningum í röð. Þetta gerðist á sjötta áratugnum og stjórnaði íhaldsflokkur- inn þá samfellt í 13 ár, frá 1951 til 1964. Vangaveltur manna núna minna um margt á það sem sagt var eftir þriðja kosningaósigur Verkamannaflokksins 1959, fylgismenn hans leituðu ákaft að skýringum á óförunum og róttækt endurmat fór fram á stefnu flokks- ins. Sú spuning var áleitin, þá eins og nú, hvað réði gengi flokksins í kosningum. Sumir töldu að Verkamannaflokkurinn væri á óumflýjanlegri hnignunarbraut vegna þess að meginstoð flokksins, hin hefðbundna stétt ófaglærðra verkamanna, væri að drag- ast jafnt og þétt saman og gæti hann engin áhrif haft þar á. Aðrir voru bjartsýnni og trúðu því að gæfa stjórnmálaflokkanna — og höfðu þá aðeins stóru flokkana tvo í huga — sveiflaðist eins og pendúll fram og aftur milli sigurs og ósigurs. Stjórnarflokkur hlyti fyrr eða síðar að verða óvinsæll og missa fylgi til stjórnarandstöðunnar sem tæki við stjórnar- taumum og svo koll af kolli. Enn aðrir sögðu að ekkert væri hægt að alhæfa í þessu efni, tilviljun ein hafi ráðið því að Verkamanna- flokkurinn tapaði þrisvar í röð, vegna þess að sérstakar aðstæður í hvert skipti hafi verið honum andsnúnar. Vegferð flokksins 1964-1979 Þegar til skemmri tíma er litið stóðst fyrsta skýringin ekki próf reynslunnar. Þrátt fyrir að ófaglærðu verkafólki fækkaði stöðugt, tókst Verkamannaflokknum að sigra í næstu fjögur skipti af fimm, þ.e. í kosningunum 1964, 1966 og tvennum kosningum 1974. Aðeins í kosningunum 1970 beið flokkurinn lægri hlut fyrir íhaldsflokknum. En þetta voru engir yfirburðasigrar. Kosningakerfið tryggði Verkamannaflokknum þingmeiri- hluta með hlutfallslega færri atkvæðum en þegar hann var í stjórnarandstöðu á sjötta áratugnum. Þegar til lengri tíma er litið skyldu menn þó ekki afskrifa áhrif þau sem langtíma- breytingar á stéttaskiptingunni geta haft á kosningahegðun manna. Stjórnmálaviðhorf þjóðfélagshópa eru að vísu ekki jafn einsleit og stöðug og áður, en ennþá er fylgi við bresku flokkana að verulegu leyti stéttbund- ið. Tryggasta stuðningshópi Verkamanna- flokksins, ófaglærðu verkafólki, hefur fækk- að á undanförnum áratugum á sama tíma og hefðbundnum stuðningshópum íhalds- flokksins (sérfræðingum og fólki við skrif- stofu- og stjórnunarstörf) hefur fjölgað mik- ið. Þegar á heildina er litið hefur þessi þróun verið Verkamannaflokknum óhagstæð og gerir meiri kröfu til þess að hann öðrum flokkum fremur aðlagist breyttum aðstæð- um, finni sér nýjan fylgisgrunn til að byggja á. Enn sem komið er hefur þó flokknum ekki tekist að koma sér upp traustu fjöldafylgi meðal vaxandi þjóðfélagshópa sem leyst gætu hina gömlu af hólmi. Hvernig flokkn- um vegnar að vinna á sitt band „hina nýju millistétt" eða„ hvítflibbalaunþegana" mun ráða úrslitum um styrk hans í framtíðinni. Pendúlkenningin á ekki illa við ríkisstjórn- irfram til 1979. Stjórnarflokkar töpuðu frek- ar vegna óvinsælda sinna en aðdráttarafls stjórnarandstöðunnar. En þessar sveiflur milli sigurs og ósigurs voru langt frá því að vera reglulegar pendúlhreyfingar. Þar ráða kringumstæður í hvert skipti eða óvæntir at- burðir, hvort pendúllinn sveiflast til baka. Harold Wilson, formaður Verkamanna- flokksins, boðaði til kosninga 1970 þegar skoðanakannanir sýndu að flokkurinn Neil Kinnock hefur sterk tök á Verka- mannaflokknum núna. En formanns- staðan er í veði í næstu kosningum. myndi sigra, en úrslit fóru á annan veg. Her- ská verkalýðshreyfing gerði út af við íhalds- stjórn Edward Heaths 1974, en slík andstaða hefur ekki velt ríkisstjórn Thatchers um koll. Langt í frá. Ófarir á níunda áratugnum Á níunda áratugnum hefur pendúllinn hætt að sveiflast. Gæfan hefur verið Verka- mannaflokknum öndverð í þrennum kosn- ingum, 1979, 1983 og nú síðast 1987. Erfið- leikar flokksins felast í tvennu. í fyrsta lagi hefur losnað um tveggjaflokka-kerfið og aðrir flokkar, einkum Frjálslyndi flokkurinn (sem nú kallast Social and Liberal Dem- ocrats, SLD, eftir samruna við Jafnaðar- mannaflokkinn, SDP), hafa sótt í sig veðrið. Báðir stóru flokkarnir hafa tapað fylgi síðan 1959, en Verkamannaflokkurinn hefur tap- að meira. Áður fyrr lenti langmest af stjórnarand- stöðufylginu hjá öðrum hvorum stóru flokk- anna, en á áttunda og níunda áratugnum hafa aðrir flokkar fengið stærri skerf af at- kvæðum en áður. Stjórnarandstaðan er því rækilega klofin á meðan stærsti flokkurinn þarf færri atkvæði til að hljóta meirihluta þingsæta. Þetta sést skýrt á því að íhalds- flokkurinn hefur á níunda áratugnum notið minna hlutfallslegs fylgis en stjórnarandstað- an á fimmta og sjötta áratugnum. I öðru lagi hefur Verkamannaflokkurinn sjálfur átt lengi í kreppu vegna átaka hægri og vinstri armsins um áhrif og hafa þau átt drjúgan þátt í að styrkja aðra stjórnarand- stöðuflokka. Á áttunda áratugnum óx vinstri arminum ásmegin og náði hann sterkum tök- Þingkosningar í Bretlandi 1970-1987 1970 1974 1974 1979 1983 1987 feb. okt. íhaldsfl. 46,4 37,9 35,8 43,9 42,4 42,2 Verkam.fl. 43,0 37,1 39,2 36,9 27,6 30,8 Kosningabandalag frjáisl. og jafnaðarm. 25,4 22,6 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.