Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 51

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 51
HEILBRIGÐISMÁL argestir segja yfirleitt allir það sama,“ segir Woodside: „Ég hef sömu sögu að segja — þetta er ég!“. Hver vill segja frá öllum ljótustu leyndar- málum fjölskyldunnar, eftir að hafa sagt kennurum, vinnuveitendum og vinum í mörg ár að allt sé í lagi? („Barn alkóhólista segir alltaf að allt sé í lagi,“ segir Rokelle Lerner, ráðgjafi sem sérhæfir sig í börnum áfengissjúklinga. „Þeim er refsað fyrir að segja eitthvað annað.“) Hver vill teljast til hóps af fólki þar sem tíðni kvensjúkdóma er yfir meðallagi, e.t.v. vegna streitu — og þar sem karlmenn gangast oft undir skurðað- gerðir vegna vandamála sem læknar segja að geti verið geðræn? Svarið er: Aðeins sá sem á einhvern hátt er kominn í þrot, eins og drykkjumaður áður en hann snýr sér til AA. Hugtakið „að vera háður þörfum ann- arra" er þungamiðja COA-hreyfingarinnar. Eleanor Williams, sem vinnur með börn ista“, og ekki hafa þau öll skaðast. (Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hef- ur sagt frá því að hann hafi oft komið að föður sínum brennivínsdauðum á ver- öndinni, en stjórnarhættir hans virðast hinsvegar ekki gefa til kynna að hann þjá- ist af „stjórnunaræði“, sem er mjög algengur kvilli meðal uppkominna barna alkóhólista.) Sum þjást af áberandi offitu vegna þess að þau hafa óstjórnlega löngun í mat á meðan önn- ur njóta velgengni, einsog til dæmis Somers. Nokkur uppkomin börn alkóhólista eru lömuð vegna þung- lyndis. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að það er í grundvallaratriðum sam- mála George Vaillant, pró- fessor við læknaskólann í Dartmouth, en hann segir að það sé mikilvægt að líta á alkóhólisma sem sjúk- dóm sem hafi áhrif á fjöl- skyldur fremur en líffæri. „Kannski er versti þáttur alkóhólisma sá,“ bætir Va- illant við, „að hann veldur vanhugsaðri reiði fólks gagnvart þeim sem það þykir vænst um“. Hreyfing í örum vexti Hreyfingin er sex ára gömul og vex hratt. Fyrir fimm árum voru félagar í Landssamtökum Barna Alkóhólista 21 talsins. Nú eru þeir rúmlega 7000. Fjórtán samtengd- um fundum Al-Anon og Barna alkóhólista á fyrri hluta áttunda áratugarins hefur fjölgað í llOO. Með umtali einu saman hefur bók Woititz „Adult Children of Alcoholics" selst í u.þ.b. milljón eintökum og náði þriðja sæt- inu á bókalista The New York Times yfir kiljur, löngu áður en hún var fáanleg í búð- um. „Við settum símana í samband árið 1982,“ segir Migs Woodside, stofnandi og formaður Stofnunar Barna Alkóhólista í New York, „og það er ennþá hringt allan sólarhring- inn.“ COA stofnunin styrkir farandsýningu á verkum ungra og uppkominna barna drykkjumanna. Woodside segir að oft standi sýningargestur fyrir framan grófgerða mynd af ofbeldi á heimili eða sinnuleysi foreldra („Mamma um hádegi,“ stendur fyrir neðan myndina af einhverjum í hnipri undir sæng) — og fari síðan að leita sér hjálpar. „Sýning- alkóhólista á Charter Peachford spítalanum í At- lanta, skilgreinir það þann- ig: „að vera ómeðvitað háður óeðlilegri hegðun annarrar manneskju.“ í nýlegu viðtali í tímaritinu Changes talar Woititz um það sem tilhneigingu til að „láta þarfir annarra ganga fyrir sínum eigin.“ Fjöl- skyldumeðlimur heldur kannski að hann hafi knúið alkóhólistann til að drekka (þrátt fyrir að slíkt sé óm- ögulegt samkvæmt nær öll- um sérfræðingum á þessu sviði), og að hann geti nán- ast læknað eða stjórnað viðsjárverðri hegðun drykkjumannsins. „Stundum brotna menn ekki niður fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri“, segir Woititz, og í sumum tilvik- um er það í raun ótrúlegt, sérstaklega þar sem ofbeldi eða kynferðisleg misnotk- un og sifjaspell hafa komið við sögu, en slíkt er þrisvar sinnum algengara á heimil- um áfengissjúklinga en á venjulegum heimilum. Atta ára gamalt barn sem er nú til meðferðar á ráð- gjafarmiðstöð Woititz í Verona í New Jersey vakn- aði um miðja nótt við það að móðir þess skaut sig í höfuðið. „Barnið kom móður sinni til hjálpar með því að hringja í neyðar- númerið 911 og bjargaði þar með lífi hennar“, segir Woititz. „Þegar ég hitti telpuna hafði hún martraðir — sem lýstu sér í því að hún gæti ekki vaknað til að afstýra sjálfsmorðstilraun móður sinnar. Petta var ekki eðlileg martröð. Telpan var orðin móð- ir móður sinnar.“ Óhamingja og leitin að hinu eðlilega Óhamingjusöm fjölskylda er ógæfusöm á sinn sérstaka hátt, sagði Tolstoy eitt sinn. Myndlistarmaðurinn Eric Fischl, sem er 39 ára gamall, gerði stuttan myndbandsþátt fyrir COA—stofnunina. Hann nefnist „Leit- in að hinu eðlilega". Þar segir hann frá því þegar hann gekk yfir rænulausa móður sína á heimili þeirra í Port Wasington í New York fylki, þar sem hún lá í eigin hlandi. Séð að utan var þetta ósköp venjulegt heimili. Ný- verið hélt Fischl einkasýningu á verkum sín- um í Withney safninu í New York. Um verk 51

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.