Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 55

Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 55
Aeropolis (teikning af skýjakljúfnum). Aeropolis í loftið Flugmiðar í sjálfsala Á næstunni geta farþegar meö Lufthansavélum sjálfir valiö sér flug og flugmiða. Búiö er aö hanna sjálfsala sem eru ámóta einfaldir í notkun og sjálfsalar í járn- brautaferðir. Sjálfsalarnir verða m.a. settir upp í flug- stöðvum víða í Þýskalandi. Notkun þeirra byggist á svo- kallaðri snertitækni („Touch- screen-technology“), þannig að farþeginn snertir tölur og myndir á skjánum þegar hann er að panta far og til- heyrandi. Skjárinn er í beinu sambandi við móðurtölvu fyrirtækisins. Sjálfsalanum er greitt með greiðslukorti, sem hann les af sjálfur, og spýtir út úr sér farmiða og þess háttar, -eftir að hann hefur fengið greitt... — Byggt á Spiegel — óg Flugmiðasjálfsali. Japanar eru stöðugt með hugann við að skjóta Banda- ríkjamönnum ref fyrir rass. Hæsta bygging í heimi er nú í Chicago, 110 hæða skýja- kljúfur. Þessi bygging fölnar hins vegar í samanburði við nýjustu hugdettu Japana; þar hafa arkitektar og verkfræð- ingar dundað sér við að hanna stærsta skýjakljúf heims — 500 hæða — 2001 metra háan risakljúf sem á að geta hýst í einu um 300 þús- und manns undir sama þaki, þ.e. ef hann verður einhvern tíma byggður. Þessi hópur sérfræðinga hefur ekki látið á sig fá, að kljúfurinn yrði á ill- ræmdu jarðskjálftasvæði. Gert er ráð fyrir þríhyrnings- laga byggingarformi, sem eigi að draga úr áhrifum jarð- skjálfta, og nokkrum turnum sem draga eigi úr áhrifum vinda í þessu ferlíki. Þessir bjartsýnu tæknimenn gera ráð fyrir að það taki 25 ár að byggja þennan skýjakljúf og kostnaðurinn nemi um það bil 20400.000.000.00 kr. ís- lenskum. Það eru því eftir í þessu dæmi nokkur ef... Seðlabankinn bjargar málum Þýski seðlabankinn hefur reynst ríkisstjórninni í Bonn notadrjúg tekjulind. Á árinu 1988 skilaði hann 10 milljarða marka hagnaði og fékk fjár- málaráðherrann Theo Waig- el helming þess fjár til að lækka skuldir ríkissjóðs. Og á árinu 1989 er nú gert ráð fyrir helmingi meiri tekjum en áformað hafði verið hjá bank- anum, eða um 14 milljarða marka(um 476 milljarðar ís- lenskra króna) í stað þeirra sjö sem menn höfðu reiknað með. Þessir sjö milljarðar verða brúkaðir til að lækka skuldafjall v—þýska ríkis- sjóðsins, þannig að skuldirn- ar vaxa ekki um 27 milljarða á árinu 1990 heldur um 20 millj- arða. Auk þessa telja sér- fræðingar, að árið 1989 hafi einungis verið fyrsta árið af mörgum fyrirsjáanlegum góðærum seðlabankans. Hann fitnar aðallega á innan- landsviðskiptum og þjónustu; verðbéfaviðskiptum og líf- eyrisþegapappírum margs konar. Talið er að hagnaður- inn gæti aukist um 20 millj- arða á ári næstu árin... — Byggt á Spiegel — óg Leigulímonsíur færast mjög í vöxt. í hinni sérstxðu leit eftir einhverju sérstöku í velferðarþjóðfélaginu er alltaf verið að fínna upp á einhverju nýju. í V—Þýskalandi hafa verð sett á laggirnar lúxusbílaleigur til að sinna fólkisem villafeinhverju tilefni, afmæli, brúðkaupi eða einhverjuþess háttar, ferðast um álúxusbilum með þjónustuliprum bílstjóra. í Hamborg eru t.d. níu fyrirtæki í þessari þjónustu og í Munchen fímm fyrirtæki eingöngu íþessum bísniss. ÞJÓÐLÍF 55

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.