Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 55
Aeropolis (teikning af skýjakljúfnum). Aeropolis í loftið Flugmiðar í sjálfsala Á næstunni geta farþegar meö Lufthansavélum sjálfir valiö sér flug og flugmiða. Búiö er aö hanna sjálfsala sem eru ámóta einfaldir í notkun og sjálfsalar í járn- brautaferðir. Sjálfsalarnir verða m.a. settir upp í flug- stöðvum víða í Þýskalandi. Notkun þeirra byggist á svo- kallaðri snertitækni („Touch- screen-technology“), þannig að farþeginn snertir tölur og myndir á skjánum þegar hann er að panta far og til- heyrandi. Skjárinn er í beinu sambandi við móðurtölvu fyrirtækisins. Sjálfsalanum er greitt með greiðslukorti, sem hann les af sjálfur, og spýtir út úr sér farmiða og þess háttar, -eftir að hann hefur fengið greitt... — Byggt á Spiegel — óg Flugmiðasjálfsali. Japanar eru stöðugt með hugann við að skjóta Banda- ríkjamönnum ref fyrir rass. Hæsta bygging í heimi er nú í Chicago, 110 hæða skýja- kljúfur. Þessi bygging fölnar hins vegar í samanburði við nýjustu hugdettu Japana; þar hafa arkitektar og verkfræð- ingar dundað sér við að hanna stærsta skýjakljúf heims — 500 hæða — 2001 metra háan risakljúf sem á að geta hýst í einu um 300 þús- und manns undir sama þaki, þ.e. ef hann verður einhvern tíma byggður. Þessi hópur sérfræðinga hefur ekki látið á sig fá, að kljúfurinn yrði á ill- ræmdu jarðskjálftasvæði. Gert er ráð fyrir þríhyrnings- laga byggingarformi, sem eigi að draga úr áhrifum jarð- skjálfta, og nokkrum turnum sem draga eigi úr áhrifum vinda í þessu ferlíki. Þessir bjartsýnu tæknimenn gera ráð fyrir að það taki 25 ár að byggja þennan skýjakljúf og kostnaðurinn nemi um það bil 20400.000.000.00 kr. ís- lenskum. Það eru því eftir í þessu dæmi nokkur ef... Seðlabankinn bjargar málum Þýski seðlabankinn hefur reynst ríkisstjórninni í Bonn notadrjúg tekjulind. Á árinu 1988 skilaði hann 10 milljarða marka hagnaði og fékk fjár- málaráðherrann Theo Waig- el helming þess fjár til að lækka skuldir ríkissjóðs. Og á árinu 1989 er nú gert ráð fyrir helmingi meiri tekjum en áformað hafði verið hjá bank- anum, eða um 14 milljarða marka(um 476 milljarðar ís- lenskra króna) í stað þeirra sjö sem menn höfðu reiknað með. Þessir sjö milljarðar verða brúkaðir til að lækka skuldafjall v—þýska ríkis- sjóðsins, þannig að skuldirn- ar vaxa ekki um 27 milljarða á árinu 1990 heldur um 20 millj- arða. Auk þessa telja sér- fræðingar, að árið 1989 hafi einungis verið fyrsta árið af mörgum fyrirsjáanlegum góðærum seðlabankans. Hann fitnar aðallega á innan- landsviðskiptum og þjónustu; verðbéfaviðskiptum og líf- eyrisþegapappírum margs konar. Talið er að hagnaður- inn gæti aukist um 20 millj- arða á ári næstu árin... — Byggt á Spiegel — óg Leigulímonsíur færast mjög í vöxt. í hinni sérstxðu leit eftir einhverju sérstöku í velferðarþjóðfélaginu er alltaf verið að fínna upp á einhverju nýju. í V—Þýskalandi hafa verð sett á laggirnar lúxusbílaleigur til að sinna fólkisem villafeinhverju tilefni, afmæli, brúðkaupi eða einhverjuþess háttar, ferðast um álúxusbilum með þjónustuliprum bílstjóra. í Hamborg eru t.d. níu fyrirtæki í þessari þjónustu og í Munchen fímm fyrirtæki eingöngu íþessum bísniss. ÞJÓÐLÍF 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.