Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 59

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 59
SJÓNVARPSSTÖÐVAR SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM Akvæði stjórnarfrumvarpsins um gæðakröfur sem nýju sjónvarps- stöðvunum eru settar eru lauslega orðað- ar. Sagt er að„ nægilegum tíma“ skuli var- ið í „vandaðar fréttir og fréttaskýringa- þætti, er fáist bæði við innanlandsmál og alþjóðamál." Aðrir vandaðir þættir eiga einnig að fá „nægilegan tíma“ og er sjálf- stæðum framleiðendum ætluð 25% af allri þáttagerð, þar af á „viðunandi hlutfall" að verða framleitt í Evrópu. Stöðvarnar eiga hér eftir sem hingað til að veita ýmsa sér- hæfðari þjónustu s.s. texta fyrir heyrnar- lausa, stutta áróðursþætti frá stjórnmála- flokkunum og ennfremur á ITC að gera„ allt sem í þess valdi stendur“ til að tryggja hæfilega framleiðslu á fræðsluefni fyrir skóla. Uppfylli stöðvarnar ekki þessi skil- yrði tekur ríkið í refsingarskyni 3% af tekjum þeirra fyrsta starfsárið og 5% ann- að árið. Rás 4 sem nú er í eigu IBA mun verða stjórnað beint af ITC í framtíðinni, en stjórnarskipan verður að fá samþykki inn- anríkisráðherra. Núverandi forráðamenn rásarinnar hafa harðlega mótmælt því að ríkisstjórnin fái svo mikil völd. Rás 4 á að bjóða fram öðruvísi efni en Rás 3 að jafn- aði, leggja áherslu á nýjungar og tilraunir og fræðsluefni á að skipa háan sess. Hing- að til hefur Rás 4 treyst á auglýsingar sem Rás 3 hefur aflað, en henni er ætlað að afla þeirra sjálf framvegis. Mörg fleiri nýmæli eru í frumvarpinu, ekki síst þau að útlendingum er settur stóllinn fyrir dyrnar í bresku sjónvarpi og eigendum annarra fjölmiðla er óheimilt að eiga meira en 20% í sjónvarpsstöð. Hvað vakir fyrir stjórninni með þessum breytingum? Yfirlýst markmið hennar er að afnema einokun þá sem ITV nú hefur á einkastöðvunum og gefa almenningi kost á meira valfrelsi með því að bjóða stöðva- leyfrn út. En fáir hafa orðið til þess að taka upp hanskann fyrir ríkisstjórnina í opin- berri umræðu. Það er einkum ákvæðið um uppboð sem hefur farið mest fyrir brjóstið á mönnum og nær óánægjan langt inn í raðir íhaldsflokksins. Gagnrýnendur segja að þarna sé fórnað gæðum fyrir markaðssjónarmið og telja að óljósar gæðakröfur frumvarpsins styrki enn frek- ar grun sinn í því efni. Gamalkunnar röksemdir með og á móti sjónvarpi sem hverri annarri söluvöru eru viðraðar í allri þessari umræðu, enda þótt ekki sé ætlun stjórnarinnar að láta mark- aðsöflin leika lausum hala. Og enn og aft- ur skýtur þeirri spurningu upp, hverskon- ar valfrelsi það sé að fjölga rásum ef þær verða hver annarri lík undir þrýstingi samkeppninnar. „Sannleikurinn er sá“, segir David Elstein, framkvæmdastjóri Thames Television, „að markaðurinn tryggir ekki af sjálfsdáðum fjölbreytni og tilraunastarf í sjónvarpi. Ef mönnum er ekki skylt að hafa barnaefni klukkan fimm, þá verður ekkert úr því. Og þeir munu bara sýna teiknimyndir nema skýrt sé tekið fram að þeir verði að gera betur en það. Hvorki þjóðmál, álitaefni né heim- ildaþættir fá rúm á vinsælustu útsending- artímum, nema ákvæði séu um það. Og tilraunaefni mun ekki sjást.“ Andstæðingar frumvarpsins benda á þróun sjónvarpsmála í Ástralíu á undanförnum árum sem víti til varnaðar. Þar var einkastöðvum geflð aukið frjáls- ræði, sem leiddi af sér harkalega sam- keppni. Afleiðingarnar urðu þær að sjón- varpsefni hefur stórversnað, margir fram- leiðendur eru farnir á hausinn og einkastöðvarnar eiga í gríðarlegum fjár- hagserflðleikum. Þá finnst mörgum það slæmt að ríkis- stjórnin sé að reyna að auka tekjur sínar af sjónvarpi í stað þess að veita fénu aftur til stöðvanna til að bæta efni þeirra. Stjórnar- frumvarpið getur þess ekki hve miklar tekjur ríkið fái með uppboðsfyrirkomu- laginu, en gerir ráð fyrir að þær verði meiri en áætluð leyfisgjöld árið 1992, 210 millj- ónir sterlingspunda. David Mellor, aðstoðarinnanríkisráð- herra, telur gagnrýnendur taka alltof stórt upp í sig, og tekur fram að frumvarpið sé ekki endanlegt plagg; það eigi vafalaust eftir að taka ýmsum breytingum í meðferð þingsins. En stefna sú sem fram komi í frumvarpinu sé rétt, vegna þess að hún miðar að því að afnema forréttindastöðu núverandi leyflshafa og gefa áhorfendum kost á að velja um fleiri stöðvar. 0 ÞJÓÐLÍF 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.