Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 60

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 60
VISINDI OG TÆKNI FALSANIRIJARÐFRÆÐI Falsanir í jarðfrœði: Jarðsaga Himalaya, lygasteinar og Piltdownmaðurinn EFTIR ÓLAF INGÓLFSSON Er hægt að blekkja fjölda vísindamanna í áraraðir án þess að upp komist? Nú spyrja jarðfræðingar hvort hinn heimsþekkti indverski steingerfingafræðingur, pró- fessor Viswa Jir Gupta, sé ómerkilegur falsari eða hvort hann hafi gert uppgötv- anir sem séu afgerandi fyrir túlkanir á jarðsögu Himalayafjalla? Það veltur á svarinu hvort jarðvísindin standi frammi fyrir nýju hneyksli á borð við „lygasteina“ Behringers og Piltdownmanninn — týnda hlekkinn í þróun mannsins sem reyndist vera fölsun. argt bendir til þess að Gupta, sem fram til þessa hefur verið talinn einn fremsti jarðvísindamaður Indlands, hafi falsað gögn sín og blekkt samstarfs- menn sína og vísindamenn um allan heim. Það heyrir ekki til tíðinda að vísindamenn séu ósammála og jafnvel deili opinberlega um gögn og niðurstöður. En í máli Gupta er ekki verið að deila um sýn innan vísind- anna: Flest bendir til þess að Gupta, sem er prófessor við háskólann í Punjab, hafi kerfisbundið falsað gögn sín í a.m.k. ald- arfjóðung. Markmið hans hafi verið að sýnast mestur samtímamanna á sviði jarð- sögu Himalayafjalla. Blaðran sprakk í apríl síðastliðinn. Þá birti ástralski steingervingafræðingurinn John Talent harðorða grein í tímaritinu Nature, þar sem hann dró í efa gögn Gupta frá afskekktum svæðum Himalayafjall- garðsins. Talent, sem sjálf- ur hefur unnið að rann- sóknum í Himalaya, full- yrti að Gupta hefði gert sig sekan um stórfellt svindl. Steingervingar sem Gupta hefði lýst og dregið af mik- ilvægar niðurstöður hefðu í raun alls ekki fundist í Himalaya, heldur væru komnir frá öðrum löndum. Talent leiddi sannfærandi rök að því að Gupta hefði útvegað sér steingervinga frá fundarstöðum í Amer- íku og Afríku, auk Asíu, og benti á að jarðfræðilegt fornumhverfi steinger- vinganna á hinum réttu fundarstöðum þeirra væri framandi í Himalayafjöllum. Talent sýndi fram á að mörg sýni Gupta væru komin frá þekktum jarðmyndunum utan Himalayafjalla, m.a. frá New York, Oklahóma og frá Marocco. Þá sýndi Talent fram á að Gupta hefði notað sömu gögn í mismunandi vísindarit- gerðum, en breytt fundarstöðum og túlk- unum eftir hentugleika. Öðrum stein- gervingafræðingum hefði verið gert erfitt fyrir með að kanna sannleiksgildi gagna Gupta með því að hann hefði meðvitað lýst fundarstöðum steingervinga óljóst og illa. í einu tilviki hefði lýsing fundarstaðar verið svo óljós að fínkemba hefði þurft fjallshlíðar á 130 kílómetra svæði til að staðsetja hann. Þegar um er að ræða veg- laus svæði í óravíðáttum Himalayafjalla, þar sem skiptast á fjallstindar, djúp gil, jöklar og beljandi fallvötn er óljós lýsing fundarstaðar trygging þess að enginn heimsæki hann. í öðru tilfelli var mikil- vægur fundarstaður í fjallaskarði við landamærin mót Tíbet sem lokað var allri umferð annarra en landamæravarða og hermanna. upta virðist hafa útvegað sér sýni úr söfnum eða keypt þau erlendis. Að- fengna steingervinga, sem hann sagði komna frá Himalayafjöllum, hefur hann sent til sérfræðinga víða um heim til grein- ingar. Greiningar samstarfsmanna sinna hefur hann síðan notað til að draga álykt- anir um tímatal í jarðsögu Himalayafjalla. Þannig hafa viðkomandi fræðimenn í raun að hluta til verið gerðir ábyrgir fyrir áreið- anleika „steingervingafundarins". Á þann hátt hefur hann kerfisbundið byggt upp mynd af jarðsögu Himalayafjalla, sem byggir á fölsun grunngagna. Gupta hefur birt um 300 vísindagreinar síðustu 25 ár- in, og orðstír hans hefur verið slíkur að niðurstöður hans hafa komist inní fjölda verka um jarðsögu svæðisins. Að mati Ta- lent er illmögulegt að greina fölsuð gögn frá réttum í steingerfmgafánu Himalaya, og það er ómögulegt að meta áhrif tímatals Gupta á rannsóknir annarra vísinda- manna. í versta falli þyrfti að taka upp þráðinn þar sem menn stóðu áður en Gupta fór að birta niðurstöður sínar. Ta- lent var ekki að skafa utanaf hlutunum þegar hann sagði í niðurlagi greinar sinnar að sumir steingervingafundir Gupta væru álíka trúlegir og tilvist nashyrninga í Ríó eða kengúra í Khasmir. Grein Talent í Nature olli miklu fjaðra- foki meðal indverskra vísindamanna. Dr. A.K. Prasad, forstöðumaður Jarðvísinda- stofnunar Punjabháskóla (Centre or Advanced Stu- dies in Geology), lýsti ásök- unum Talents sem „sam- særi til að hafa mannorðið af framúrskarandi ind- verskum vísindamanni", og Vísindafélagið (Society for Scientific Values) ákvað að setja á stofn sérfræð- inganefnd til að meta verk Gupta. Margir hafa orðið til að taka undir grunsemd- irnar gegn Gupta. í sept- emberhefti Nature birtast yfirlýsingar þriggja sam- starfsmanna hans, þar sem slegið er föstu að því miður séu ásakanir Talents á hendur Gupta á rökum reistar. Þeir segjast lengi hafa haft Gupta grunaðan um græsku, en ekki haft þá Einfölduð mynd af „Lygasteini“ frá nágrenni Wiirzburg í Þýskalandi. 60 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.