Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 60
VISINDI OG TÆKNI FALSANIRIJARÐFRÆÐI Falsanir í jarðfrœði: Jarðsaga Himalaya, lygasteinar og Piltdownmaðurinn EFTIR ÓLAF INGÓLFSSON Er hægt að blekkja fjölda vísindamanna í áraraðir án þess að upp komist? Nú spyrja jarðfræðingar hvort hinn heimsþekkti indverski steingerfingafræðingur, pró- fessor Viswa Jir Gupta, sé ómerkilegur falsari eða hvort hann hafi gert uppgötv- anir sem séu afgerandi fyrir túlkanir á jarðsögu Himalayafjalla? Það veltur á svarinu hvort jarðvísindin standi frammi fyrir nýju hneyksli á borð við „lygasteina“ Behringers og Piltdownmanninn — týnda hlekkinn í þróun mannsins sem reyndist vera fölsun. argt bendir til þess að Gupta, sem fram til þessa hefur verið talinn einn fremsti jarðvísindamaður Indlands, hafi falsað gögn sín og blekkt samstarfs- menn sína og vísindamenn um allan heim. Það heyrir ekki til tíðinda að vísindamenn séu ósammála og jafnvel deili opinberlega um gögn og niðurstöður. En í máli Gupta er ekki verið að deila um sýn innan vísind- anna: Flest bendir til þess að Gupta, sem er prófessor við háskólann í Punjab, hafi kerfisbundið falsað gögn sín í a.m.k. ald- arfjóðung. Markmið hans hafi verið að sýnast mestur samtímamanna á sviði jarð- sögu Himalayafjalla. Blaðran sprakk í apríl síðastliðinn. Þá birti ástralski steingervingafræðingurinn John Talent harðorða grein í tímaritinu Nature, þar sem hann dró í efa gögn Gupta frá afskekktum svæðum Himalayafjall- garðsins. Talent, sem sjálf- ur hefur unnið að rann- sóknum í Himalaya, full- yrti að Gupta hefði gert sig sekan um stórfellt svindl. Steingervingar sem Gupta hefði lýst og dregið af mik- ilvægar niðurstöður hefðu í raun alls ekki fundist í Himalaya, heldur væru komnir frá öðrum löndum. Talent leiddi sannfærandi rök að því að Gupta hefði útvegað sér steingervinga frá fundarstöðum í Amer- íku og Afríku, auk Asíu, og benti á að jarðfræðilegt fornumhverfi steinger- vinganna á hinum réttu fundarstöðum þeirra væri framandi í Himalayafjöllum. Talent sýndi fram á að mörg sýni Gupta væru komin frá þekktum jarðmyndunum utan Himalayafjalla, m.a. frá New York, Oklahóma og frá Marocco. Þá sýndi Talent fram á að Gupta hefði notað sömu gögn í mismunandi vísindarit- gerðum, en breytt fundarstöðum og túlk- unum eftir hentugleika. Öðrum stein- gervingafræðingum hefði verið gert erfitt fyrir með að kanna sannleiksgildi gagna Gupta með því að hann hefði meðvitað lýst fundarstöðum steingervinga óljóst og illa. í einu tilviki hefði lýsing fundarstaðar verið svo óljós að fínkemba hefði þurft fjallshlíðar á 130 kílómetra svæði til að staðsetja hann. Þegar um er að ræða veg- laus svæði í óravíðáttum Himalayafjalla, þar sem skiptast á fjallstindar, djúp gil, jöklar og beljandi fallvötn er óljós lýsing fundarstaðar trygging þess að enginn heimsæki hann. í öðru tilfelli var mikil- vægur fundarstaður í fjallaskarði við landamærin mót Tíbet sem lokað var allri umferð annarra en landamæravarða og hermanna. upta virðist hafa útvegað sér sýni úr söfnum eða keypt þau erlendis. Að- fengna steingervinga, sem hann sagði komna frá Himalayafjöllum, hefur hann sent til sérfræðinga víða um heim til grein- ingar. Greiningar samstarfsmanna sinna hefur hann síðan notað til að draga álykt- anir um tímatal í jarðsögu Himalayafjalla. Þannig hafa viðkomandi fræðimenn í raun að hluta til verið gerðir ábyrgir fyrir áreið- anleika „steingervingafundarins". Á þann hátt hefur hann kerfisbundið byggt upp mynd af jarðsögu Himalayafjalla, sem byggir á fölsun grunngagna. Gupta hefur birt um 300 vísindagreinar síðustu 25 ár- in, og orðstír hans hefur verið slíkur að niðurstöður hans hafa komist inní fjölda verka um jarðsögu svæðisins. Að mati Ta- lent er illmögulegt að greina fölsuð gögn frá réttum í steingerfmgafánu Himalaya, og það er ómögulegt að meta áhrif tímatals Gupta á rannsóknir annarra vísinda- manna. í versta falli þyrfti að taka upp þráðinn þar sem menn stóðu áður en Gupta fór að birta niðurstöður sínar. Ta- lent var ekki að skafa utanaf hlutunum þegar hann sagði í niðurlagi greinar sinnar að sumir steingervingafundir Gupta væru álíka trúlegir og tilvist nashyrninga í Ríó eða kengúra í Khasmir. Grein Talent í Nature olli miklu fjaðra- foki meðal indverskra vísindamanna. Dr. A.K. Prasad, forstöðumaður Jarðvísinda- stofnunar Punjabháskóla (Centre or Advanced Stu- dies in Geology), lýsti ásök- unum Talents sem „sam- særi til að hafa mannorðið af framúrskarandi ind- verskum vísindamanni", og Vísindafélagið (Society for Scientific Values) ákvað að setja á stofn sérfræð- inganefnd til að meta verk Gupta. Margir hafa orðið til að taka undir grunsemd- irnar gegn Gupta. í sept- emberhefti Nature birtast yfirlýsingar þriggja sam- starfsmanna hans, þar sem slegið er föstu að því miður séu ásakanir Talents á hendur Gupta á rökum reistar. Þeir segjast lengi hafa haft Gupta grunaðan um græsku, en ekki haft þá Einfölduð mynd af „Lygasteini“ frá nágrenni Wiirzburg í Þýskalandi. 60 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.