Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 32

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 32
32 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 ÞJÓNUSTUSÍMI 5 600 777 Í stuttu máLi E inu sinni bjó þjóð í landi fjarri öll um öðrum löndum. Þó að þjóð in væri ekki fjölmenn var hún afskaplega hreykin af því að vera sérstök þjóð. Þess vegna hafði hún sitt eigið þing, eigin fána, eigin þjóðsöng og eigin drottn ingu. Einn góðan veðurdag uppgötvaði einhver að drottningin yrði fljót­ lega sjötug og það væri sjálfsagt að þjóðin gæfi henni viðeigandi gjöf á afmælinu. Einum datt í hug að gefa henni góða bók, en í ljós kom að hún átti bók. Loks mannaði einhver sig upp í það að spyrja drottn inguna hvað hana langaði mest í. Öllum á óvart svaraði hún um hæl. Ekkert þætti henni jafn vænt um frá þjóðinni og nýjan þjóðsöng. Nú var úr vöndu að ráða. Mörgum fannst gamli þjóðsöngurinn bara ágætur en sumir bentu á að það væri erfitt að syngja hann, sem óneitanlega væri ókostur við þjóðsöng. Svo væri hann líka gamall, hefði verið saminn árið 1874 og væri því alls ekki boðlegur nú ­ tímaþjóð. Allmargir risu til varnar gamla þjóð ­ söngn um og sögðu að hann væri kannski ekki fullkominn og þess vegna mætti breyta einhverju, en engin ástæða væri til þess að semja alveg nýtt ljóð og lag. Einhver vildi þá að leitað yrði til færustu ljóð skálda og lagasmiða um hugmyndir, en hann var hrópaður niður. Þjóðsöngur skyldi saminn af þjóðinni sjálfri. Boðað var til sam ­ komu í höllinni og þangað boð ið þúsund manns sem valdir voru af handahófi. Allir máttu leggja eitthvað til. Niðurstaðan var að fólk vildi fallegan, fjörlegan þjóðsöng sem endurspegl aði menningu og yfirburði þjóð ­ arinnar en sýndi samt að hún tæki öllum opn­ um örmum. Þrjátíu manna þjóðkjörinn hópur trésmiða, lækna, presta, ræstitækna og fleiri samdi svo lag og ljóð. Þegar einhver benti á að lagið væri alls ekki taktvisst og í ljóðið vantaði bæði rím, stuðla og höfuðstafi sagði drottningin að það skipti engu, öllu skipti einstakt ferlið. Tónlistarmenn sem settu út á nýja þjóðsönginn væru öfundsjúkir níðingar sem fyrirlitu þjóðina. Þess vegna fékk þjóðin nýjan þjóðsöng. Á íþróttaviðburðum erlendis brosti fólk þegar hann var spilaður og sagði: Þetta er sérstök þjóð.“ bj TímariTið vísbending nýi ÞjóðSöngurinn 1 0 7. 0 6 1 . 9 5 8 Í öðrum sálmum tímaritsins Vísbendingar var nýlega pistill eftir Benedikt Jóhannesson ritstjóra undir heitinu Nýi þjóðsöngurinn. 2 V Í S B E N D I N G • 4 4 T B L 2 0 1 2 Röð 12 Röð 11 Röð 10 Bæjarfélag Eink.12 Eink.11 Eink. 10 Meðaltal Staða 1 1 1 Garðabær 9,0 8,7 8,1 8,6 ** 2 4 5 Akureyri 7,2 7,1 6,2 6,8 * 3 2 6 Snæfellsbær 6,8 7,4 5,5 6,6 * 4 6 4 Hornafjörður 6,7 6,8 6,2 6,6 * 5 5 14 Akranes 6,7 7,0 4,6 6,1 + 6 3 3 Dalvíkurbyggð 6,7 7,3 6,4 6,8 * 7 9 7 Eyjafjarðarsveit 6,3 5,9 5,5 5,9 8 7 18 Þingeyjarsveit 6,0 6,3 4,3 5,5 9 11 2 Seltjarnarnes 5,7 5,4 7,5 6,2 + 10 13 8 Vestmannaeyjar 5,4 5,1 5,4 5,3 11 16 20 Fjallabyggð 5,4 4,8 3,9 4,7 12 24 12 Ölfus 5,4 4,0 4,9 4,8 13 15 27 Fjarðabyggð 5,1 4,9 3,0 4,3 14 20 31 Borgarbyggð 5,1 4,2 2,8 4,0 15 10 11 Húnaþing vestra 5,1 5,5 4,9 5,2 16 18 26 Árborg 5,0 4,6 3,0 4,2 17 8 21 Reykjavík 5,0 5,9 3,8 4,9 18 26 19 Mosfellsbær 4,8 3,6 4,2 4,2 19 22 15 Hveragerði 4,6 4,1 4,6 4,4 20 17 33 Vogar 4,5 4,6 2,8 4,0 21 38 17 Vesturbyggð 4,4 2,0 4,3 3,6 22 23 32 Kópavogur 4,3 4,1 2,8 3,7 23 21 9 Rangárþing eystra 4,2 4,1 5,1 4,5 24 12 10 Bláskógabyggð 3,9 5,4 4,9 4,7 25 33 22 Garður 3,9 2,8 3,3 3,3 26 14 29 Norðurþing 3,9 5,0 2,9 3,9 27 19 16 Skagafjörður 3,8 4,3 4,5 4,2 28 29 35 Hafnarfjörður 3,7 3,0 2,3 3,0 29 25 23 Ísafjarðarbær 3,7 3,7 3,3 3,6 30 27 25 Grindavíkurbær 3,7 3,6 3,0 3,4 31 28 30 Stykkishólmur 3,6 3,5 2,9 3,3 32 30 34 Rangárþing ytra 3,4 3,0 2,7 3,0 33 34 28 Reykjanesbær 3,4 2,5 2,9 2,9 34 39 36 Álftanes 3,1 1,7 2,2 2,3 35 37 38 Fljótsdalshérað 2,7 2,1 1,0 1,9 36 36 24 Sandgerði 2,5 2,4 3,2 2,7 hægar en tekjurnar og staðan batnaði nærri 10% á þennan mælikvarða. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags. Í árslok 2011 var hún svipuð og á fyrra ári og nam 1,845 þúsundum króna en var um 1,840 þúsund krónur á mann að meðaltali yfir landið allt árið 2010. Að raungildi er þetta minnkun um 5%. Nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum, voru 519 milljarðar króna í árslok. Að þessu sinni er fyrst og fremst horft á nettóskuldir á íbúa. Nokkur sveitarfélög, einkum á Suðurnesjum, eiga talsverðar peningaeignir og eðlilegt að tekið sé tillit til þess þegar horft er á stöðuna. Skuldugasta sveitarfélagið samkvæmt þessum mælikvarða (sjá töflu 3) er Reykjanesbær með 2,7 milljónir í skuld á íbúa. Salan á skuldabréfinu fyrrnefnda lækkar skuldirnar í 2,5 milljónir á íbúa og Reykjanesbær er því enn skuldugasta sveitarfélagið. Í höfuðborginni eru nettóskuldir um 2,4 milljónir króna á íbúa, en skuldir Orkuveitunnar eru afar háar. Sandgerði, Fjarðabyggð, Álftanes og Fljótsdalshérað eru öll með skuldir upp á 2,1 til 2,3 milljónir króna á mann. Þetta hlutfall segir ekki allt. Sum sveitarfélög hafa staðið í miklum framkvæmdum og vænta þess að fá meiri tekjur til baka en hin. Einnig má horfa á hlutfall skulda af tekjum ársins. Hlutfallið sýnir hversu lengi sveitarfélögin væru að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekkert að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Hér er miðað við að hlutfallið sé ekki hærra en 100%. Eftirlitsnefndin hefur miðað við að hlutfallið fari ekki yfir 150%. Hjá mörgum sveitarfélögum er hlutfallið hærra en 200% í árslok 2011 (sjá töflu 3) sem er mjög alvarlegt veikleikamerki. Fólksfjöldi Sveiflur hafa verið í mannfjölda að undanförnu. Fólki fjölgaði um 0,5% á árinu 2010 og um 0,3% árið 2011. Þó voru flutningar frá landinu meiri en til þess. Fækkun ber það með sér að íbúarnir telji að betra sé að búa annars staðar og getur verið til vitnis um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu sem fækkar í. Það er heppilegt að fólksfjöldi aukist hóflega. Ef hann eykst of hratt er hætt við að erfitt verði að veita öllum nýju íbúunum þjónustu strax. Gatnagerð og aðrar framkvæmdir vegna nýbygginga geta líka komið niður á fyrri íbúum. Tekjur og afkoma Tekjur sveitarfélaganna á íbúa eru nokkuð mismunandi. Mestar eru þær í Snæfellsbæ, 1.074 þúsund krónur á mann og litlu minni í Fjarðabyggð eða 1.008 þús. kr. á mann. Þessi tvö sveitarfélög voru einnig tekjuhæst árið 2010. Tekjurnar eru innan við 600 þúsund krónur á íbúa í Vogum, Garði, Hafnarfirði og Kópavogi. Það er að sjálfsögðu ekki markmið í sjálfu sér að sveitarfélög afli mikilla skatttekna, á næstunni er augljóst að sveitarfélög verða mörg bæði að draga úr þjónustu og fullnýta skattstofna. Eðlilegt má telja að afgangur af rekstri sé nálægt 10%. Allmörg sveitarfélög voru með milli 10 og 15% af tekjum í rekstrarafgang. Útsvarsprósenta var víðast hækkuð úr 13,28% í 14,48%. Ekki er hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í útsvarsprósentunni árið 2011. Lægst var hún hjá stærri sveitarfélögum 13,66% í Garðabæ og hæst 14,48%, en það er hún hjá flestum sveitarfélögum á landinu. Draumasveitarfélagið Í umfjöllun sinni um sveitarfélög hefur Vísbending útnefnt draumasveitarfélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt nokkrum mælikvörðum (sjá skilgreiningar um einkunnir í kassa á bls. 4). Einkunnagjöfin endurspeglar erfitt árferði. Aðeins eitt sveitarfélag nær einkunn yfir 8,0, en það er Garðabær með 9,0, sem er ágætiseinkunn. Garðabær er því draumasveitarfélagið þriðja árið í röð. Tafla1: Einkunnir 36 stærstu sveitarfélaganna Útreikningar Vísbendingar Samkvæmt Hafró drápust 30 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í desember og 22 þúsund tonn aftur í byrjun febrúar. Til að setja þetta í samhengi er síldveiðikvótinn á þessu fiskveiðiári aðeins 10 þúsund tonnum meiri, eða 62.234 tonn, samkvæmt Fiskistofu. Útflutningsverðmæti tíu þúsund ton a af íld er um 1,3 milljarðar svo á botni Kolgrafafjarðar rotnar hvorki meira né minna en sex og hálfur milljarður. Það er sama fjárhæð og kostar að reka alla löggæslu í ríkinu, Þjóðminjasafnið, utanríkis­ ráðuneytið, Al i i og skrifstofu forseta Íslands. Og hve margar síldar dóu í Kolgrafafirði? Ef meðalþyngd hverrar er um 480 grömm þá er fjöldi sílda sem gáfu upp andann í firðinum hvorki meira né minna en 107.061.958 millj ónir. Þ ð var af nógu að taka þegar menn byrj­ uðu að tína í fjörunni. Undarlegt náttúrufyrirbæri. Alls 52 þúsund tonn af síld syntu inn í Kolgrafafjörð og gáfu upp andann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.