Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 35
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 35
að auðvelda erfið samtöl
Thomas Möller segir að ein af áhugaverðustu stjórnunarbókum í dag sé bókin „Difficult
Conversations – How to discuss
what matters most“. Í henni er
fjallað um það hvernig má ná
árangri og minnka streitu þegar
kemur að erfiðum samtölum,
flóknum samningum og deilu
málum. Höfundar bókarinnar,
Stone, Patton og Heen, starfa
við „Harvard Negotiations Pro
ject“ sem aðstoðar ríkisstjórnir,
sveitarstjórnir, hagsmunasamtök
og stórfyrirtæki um allan heim
við að leysa erfið ágreinings og
samningamál.
Thomas segir að efni bókar
innar eigi vel við á Íslandi og er
hafin þýðing á henni sem kemur
út hér á landi í haust. Í kjölfarið
verða haldin námskeið og veitt
ráðgjöf þar sem stuðst er við
aðferðir og efni bókarinnar.
„Erfið samtöl koma við sögu
á hverjum degi, bæði í starfi
og einkalífi. Margir forðast erfið
samtöl, deilur eða kröfugerð af
því að þeir óttast afleiðingarnar,
sem geta verið ósætti, höfnun
eða jafnvel vinslit. Hæfileikinn
að höndla erfið samtöl er einn
mikilvægasti þáttur breytinga
stjórnunar, samningagerðar og
lausnar deilumála.“
Að sögn Thomasar telja höf
undar bókarinnar að best sé að
undirbúa erfið samtöl með því
að greina orsakir og undirrót
málsins og svara fyrst spurning
unni „hvað gerðist?“. „Algeng
ustu mistökin hér eru að gera
viðmælanda upp ásetning í stað
þess að skoða betur hvað sé
raunverulega í húfi hjá honum.
Síðan þarf að huga vel að þeim
tilfinningum sem standa að baki
ágreiningnum. Í lokin þarf að
eiga sér stað innra samtal þar
sem viðkomandi greinir jafn
óðum eigin stöðu og hagsmuni.
Virk hlustun og skýr samskipti
eru lykilatriði í öllu ferlinu segja
höfundar bókarinnar.“
Thomas segir að í bókinni sé
fjallað á einfaldan og aðgengi
legan hátt um þetta málefni
með skýringardæmum sem
sýna hvað ber helst að forðast
í erfiðum samtölum. Að lokum
er bent á leiðir til að takast á við
erfiðar stöður sem upp koma.
tHomaS möllER
– framkvæmdastjóri Rýmis
STJÓRNUN
Ég hlustaði nýlega á Guðbjörgu Eddu Egg ertsdóttur, framkvæmda stjóra
Actavis á Íslandi, fara yfir sögu
fyrirtækisins og hvernig tókst
að byggja upp þetta stórveldi á
Íslandi. Þarna var um að ræða
frumkvöðla, fjárfesta, hugsjóna
menn, duglegt og skapandi
starfsfólk og stjórnvöld sem
lögðu ekki viljandi stein í götu
fyrirtækisins.“
Árni Þór segir að það væri
gaman ef fleiri svona stórkost
leg tækifæri væru í farvatninu á
Íslandi og að svona verkefni séu
atvinnu, arðsemis og gjaldeyris
skapandi.
Hann segir að það væri til
dæmis auðvelt að efla lyfja iðn
aðinn enn frekar með því að
gera Lyfjastofnun kleift að annast
skráningarvinnu fyrir evrópska
efnahagssvæðið. „Það strandar
víst á því að stjórnvöld leyfa ekki
auknar mannaráðningar á sama
tíma og það er verið að setja í
gang ýmis úrræði fyrir atvinnu
lausa!
Það fólk sem væri ráðið í skrán
ingarvinnu þarna fengi ágætis
laun, aflaði gjaldeyristekna og
sjálfsagt nytu Actavis og fleiri
aukins hagræðis af slíku átaki.
En þetta er sennilega of auðvelt
og borðleggjandi þegar markmið
númer eitt er að leggja stein í
götu alls heilbrigðs rekstrar sem
fær þrifist á landinu. Því er best
að gleyma þessu í bili en telja
niður dagana þangað til við losn
um við þessa afreksmenn sem
skipa ríkisstjórnina í dag.“
Margret Flóvenz segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um
breytingar á lögum um árs
reikn inga og bókhald hafi
verið fellt út ákvæði um að
svo kallaðir skoðunarmenn
geti endurskoðað ársreikninga
minni fyrirtækja og að jafnframt
hafi verið sett inn ákvæði sem
undanþiggur fyrirtæki undir
ákveðinni stærð endurskoð
unarskyldunni.
„Það er hið besta mál og
kannski löngu kominn tími til
að minnstu fyrirtækin verði
undanþegin endurskoðun
arskyldu. Það er hins vegar
áhyggjuefni að í frumvarpinu
er þessum litlu félögum gert
að kjósa sér skoðunarmann.
Hlutverk hans og ábyrgð eru
vægast sagt óljós en honum er
ætlað að yfirfara og undirrita
ársreikningana.
Þessi hugtök, yfirferð og
undirritun, eru algjörlega
óskýrð. Það eru engar reglur
um það hvað felst í yfirferð
skoðunarmanns, ólíkt því sem
á við um endurskoðun þar sem
er viðamikið safn staðla liggur
til grundvallar. Það er heldur
ekkert um það í frumvarpinu
hvað undirritunin felur í sér og
þar af leiðandi ekkert um það
hver ábyrgð þessa aðila er.
Maður veltir því fyrir sér hvort
skoðunarmaður geti gefið álit á
reikningsskilum eins og endur
skoðandi og þannig villt um fyrir
notandanum.
Félag löggiltra endurskoð
enda benti á þetta í umsögn
sinni um frumvarpið en það
eru engin merki þess að það
hafi verið tekið tillit til þeirra
athugasemda. Í mínum huga er
ljóst að þessi ákvæði eru ekki
til þess fallin að veita notendum
reikningsskila neina vissu eða
auka öryggi þeirra á neinn hátt
eins og menn hafa ætlað sér
heldur getur þetta þvert á móti
leitt til falsks öryggis.“
Er atvinnu-, arðsemis- og
gjaldeyrisskapandi
ÁRni ÞÓR ÁRnaSon
– stjórnarformaður oxymap ehf.
maRGREt flÓVEnz
– stjórnarformaður kPmGEndurskoðun
FYRIRTÆKJA-
REKSTUR
óljóst hlutverk og ábyrgð
skoðunarmanns
fjarverusamtal liður
í mannauðsstefnu