Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 38

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 38
38 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Valdimar Sigurðsson seg ir að vörumerkjasögur séu að baki vörumerkjavirði og almennri ánægju neytenda með vörumerki svo sem hversu mikið þeir geta og vilja tala um vörumerki. Markaðssetning í gegnum umtal fjallar um viðleitni fyrirtækja og annarra til að ná fram jákvæðu umtali og þar á meðal skrifum. Í stuttu máli má segja að markaðssetning með umtali snúist um að gefa fólki ástæðu til að tala um vörur, þjónustu eða hvað annað sem verið er að markaðssetja. Valdimar segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir ferðamannaiðnaðinn hér á landi þar sem um 20% af gjaldeyristekjunum koma frá ferðamönnum. Valdimar tekur viskí sem dæmi um vörumerkjasögu. „Það mynd­ ast sérstakur sjarmi og merking ef maður veit að drykkurinn kemur frá Skotlandi, er eimaður í vissum bæ og geymdur í sérstök um tunnum og að elsti sonurinn tekur alltaf við fyrirtækinu. Það vantar að leggja meiri áherslu á vörumerkjasögur hér á landi, m.a. til að skapa jákvætt umtal. Allir góðir markaðsmenn eru sögumenn þar sem saga gerir neytandanum kleift að læra mun auðveldar um fyrirtækið, nær athygli og eykur endurheimt minnis og skilning. Það hefur sýnt sig að þegar sögur eru byggðar upp eru neytendur miklu spenntari fyrir vörunni, hún verður miklu persónulegri fyrir þá og þeir eru tilbúnir til að borga meira fyrir hana: „Hafið þið heyrt um litla velska hótelið sem er í eigu hjónanna sem …“ vörumerkjasögur mikilvægar dR. ValdimaR SiGuRðSSon – dósent við við skiptadeild HR MARKAÐS- HERFERÐIN skoðun Þau Hafa orðið Sigurður B. Stefánsson segir að hlutabréf í flestum kauphöllum veraldar hafi rokið upp í verði á gamlársdag 2012 og eftir opnun á nýja árinu þegar fjárfest­ ar töldu að deildir Bandaríkja­ þings næðu samkomulagi um lausn á svonefndu fjárlagahengi­ flugi. Hann segir að sú hækkun sem þannig fór af stað fyrst í janúar hafi haldið áfram hér og þar, t.d. í London og Mexíkó og í sumum greinum á Wall Street. Annars staðar, t.d. í Þýskalandi og í tæknigreinum á Wall Street, hafa hlutabréf lækkað aðeins í verði eftir áramótarokuna. Heimsvísitala hlutabréfa hækk­ aði um 3,7% á fyrstu þremur vikum janúar 2013. „Fjárfestar eru víða um heim hugsi eftir að hlutabréf hafa náð fyrri hágildum eftir mikla hækkun á síðari hluta ársins 2012. Helstu vísitölur liggja rétt undir eða rétt yfir hágildum frá 2012, 2011 eða 2007. Margur virðist þeirrar skoðunar að lengra verði ekki haldið á hækkunarbrautinni að svo komnu máli, ekki fyrr en eftir nokkra leiðréttingu í verði eða meltingartíma. Spár alþjóðastofn­ ana um hagvöxt áranna 2013 og 2014 hafa verið lækkaðar allt frá haustinu 2011.“ Sigurður bendir á að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjamanna fari sívaxandi. „Halli á ríkisrekstri þeirra er 7% af VLF og ekki eru horfur á lækkun á næstu misserum. Skuldir munu því hækka upp undir 90% af VLF á næstu þremur árum og skulda­ vanda Evrópuþjóða og Japana mun taka mörg ár að leysa. Allt þetta er til þess fallið að draga móðinn úr fjárfestum á hluta­ bréfamarkaði. Til viðbótar koma efasemdir margra þeirra um að vísitölur geri rofið hágildi ársins 2007 án lengri aðdraganda.“ mikil hækkun alþjóð- legra hlutabréfa í janúar SiGuRðuR B. StEfÁnSSon – sjóðstjóri hjá Eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF DOW JONES MEðALTAL SÍðUSTU TÓLF MÁNUðI. Ingibjörg Þórðardóttir segir að árið hafi farið nokkuð vel af stað á fasteignamarkaðn­um og umtalsverð eftirspurn sé eftir eignum. Hún segir að vitaskuld hafi ýmislegt áhrif á eftir­ spurnina eins og t.d. staðsetn ing eigna og verð. Þá hafi sala á atvinnuhúsnæði tekið veru lega við sér að undanförnu sem hugsanlega sýni að viss bjartsýni ríki í atvinnulífinu þrátt fyrir að það eigi langt í land og því mæti miklir erfiðleikar. „Fasteignasalar eru almennt bjartsýnir á árið og telja að tals vert líf eigi eftir að vera á fasteignamarkaði en það sem helst geti farið að há markaðnum sé skortur á góðum eignum. Ein­ hverjar byggingarframkvæmdir eru þó hafnar eftir að bygging­ armarkaðurinn stöðvaðist nær alfarið í kjölfar hrunsins og það leiðir vonandi til þess að meira jafnvægi komist á markaðinn. Byggingarframkvæmdir eiga þó enn mjög undir högg að sækja og byggingarverktakar halda að sér höndum vegna óvissu.“ Bjartsýni í atvinnulífinu inGiBjöRG ÞÓRðaRdÓttiR, – formaður félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.