Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 47
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 47
óna Valgerður Kristjánsdóttir,
for maður Landssambands eldri
borgara, segir að núverandi kerfi
sé fátæktargildra og mikil reiði sé
á meðal félagsmanna sinna yfir
því að aldraðir með lífeyrisrétt fái
stór skertan ellilífeyri frá Tryggingastofnun.
Hún segir ennfremur mikla óánægju
með að tekjuháir ellilífeyrisþegar með
lífeyrisréttindi greiði meira til dvalar eða
hjúkrunarheimila og „greiði niður“ vistina
fyrir þá sem ekkert hafa greitt í lífeyrissjóði.
„Þessi tekjutenging er fátækargildra sem
aldraðir eru lentir í og það er ekki mögulegt
að komast út úr henni nema hætta að
skerða lífeyri umfram lágmarkið. En það
kostar ríkið peninga,“ segir Jóna Valgerður.
„Það er ekki fyrr en lífeyrisréttindin eru
orðin verulega mikil að lífeyrisþeginn
nýtur sparnaðarins í lífeyrissjóði sínum í
einhverjum mæli.“
Jóna Valgerður segir að starfshópur um
endurskoðun almannatrygginga, sem
Lands samband eldri borgara á aðild að, hafi
lagt fram tillögur um að draga úr skerð
ingunni í áföngum á næstu fjórum árum en
sú áætlun hafi ekki enn komist inn á fjárlög.
Núna hafi ríkisstjórnin afgreitt frumvarp
um þessi mál og segir Jóna Valgerður afar
litlar líkur á að það verði afgreitt á Alþingi
þar sem um svo stórt mál er að ræða.
Bent hefur verið á að í raun sé ekkert
frá öldruðum tekið þótt ellilífeyrir Trygg
ingastofnunar skerðist með aukn um
lífeyrissparnaði aldraðra. Jóna Val gerð ur
segir að ekki fari á milli mála að elli líf eyris
þegar hafi misst tekjur frá Trygg inga stofnun
vegna tekjutenginga og að þær hafi raunar
verið hertar í tíð núverandi ríkisstjórnar.
„Lífeyrissparnaðurinn skilar sér ekki auka
lega við ellilífeyrinn þegar á að taka hann
út. Munurinn á milli þeirra sem hafa lagt
í lífeyrissjóði og þeirra sem það hafa ekki
gert er of lítill upp að 300 þúsund krónum
á mánuði í lífeyristekjur. Þess vegna segja
margir ellilífeyrisþegar að lífeyris sparn að ur
inn þeirra sé í reynd orðinn sparn aður fyrir
ríkissjóð.“
Jóna Valgerður spáir því að minnst tuttugu
ár líði áður en hægt verður að tala um
heildstætt lífeyriskerfi í landinu. „Það sitja
ekki allir ellilífeyrisþegar við sama borð og
tilraunir til að koma öllum að borðinu hafa
vakið óánægju – og jafnvel leitt til dóms
mála.“
Hún segir að eftir áratuga greiðslur í
lífeyris sjóð fái eigandi lífeyrissparnaðar
aðeins 20 þúsund krónum meira í vasa pen
inga á mánuði þegar hann fer á hjúkr
unar eða dvalarheimili en sá sem á engan
lífeyrissparnað. Sá fyrrnefndi fær að halda
eftir 70 þús. kr. á mánuði af lífeyristekjum
sínum í ráðstöfunarfé en sá sem ekkert hefur
sparað fær 50 þús. kr. á mánuði í vasapening
frá Tryggingastofnun.
Kerfið er tvöfalt og á meðan svo er kemur
upp togstreita. Annars vegar er grunnlífeyrir
og bætur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Hins vegar eru svo lífeyrisréttindin sem fólk
öðlast með því að borga í lífeyrissjóð á langri
starfsævi. Eðlilega eru þessi réttindi mjög
breytileg eftir lífeyrissjóðum, starfsstéttum
og þátttöku á vinnumarkaði.
Grunnlífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins
getur núna mestur orðið 210.992 kr. á mán
uði, 180.691 kr. í ráðstöfunartekjur eftir
skatta, og þá fyrir fólk sem býr eitt.
Hæstur getur ellilífeyririnn með lyfja og
lækniskostnaði og uppbót vegna rekstrar
bifreiðar hjá hreyfihömluðum orðið 231.453
kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og
nam hann 271.625 kr. í desember sl. með
desemberuppbót. Hjá þeim sem búa ekki
einir er hámarksupphæð fyrir utan upp
bætur um 175 þúsund kr. á mánuði.
Heimavinnandi safnar til dæmis ekki í
opinbera lífeyrissjóði og sjálfstæðir vinnu
veitendur hafa stundum „sparað“ sér líf
eyrisgreiðslurnar.
Lífeyriseign á Íslandi er raunar með því
mesta sem gerist í heiminum – en réttindin
breytileg.
fátæKtargiLdra
jÓna ValGERðuR kRiStjÁnSdÓttiR, foRmaðuR landSSamBandS EldRi BoRGaRa
Það er ekki mögulegt að komast út úr þessari fátæktargildru nema hætta að skerða lífeyri umfram lág-
markið en það kostar peninga. Lífeyrissparnaður er núna fyrst og fremst orðinn sparnaður fyrir ríkið.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður
Landssambands eldri borgara.
„Þessi skarpa
tekju tenging er fá
tæktargildra sem
aldraðir eru lentir
í og það er ekki
mögu legt að komast
út úr henni nema
hætta að skerða
líf eyri umfram lág
markið.“
Grunnlífeyrir Trygg
ingastofnunar rík
i s ins getur núna
mestur orðið 210.
992 kr. á mán uði,
eða 180.691 kr. í
ráðstöf unartekjur
eftir skatta.