Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 60
60 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
„Ég segi oft að
Hag ar eru flott asta
fyrir tæk ið sem ég
hef nokk urn tím
ann kynnst. Skil
virkn in og töl
fræðin er hreint
ótrúleg …“
Stundum er sagt að lífið sé fremur hringrás en línuleg þróun. Náttúran stýrist í það minnsta af ákveðinni hringrás sem hefur í för með sér sköpun og endursköpun með eyðileggingu á
milli. Eða ættum við að segja endurnýjun?
Svo virðist sem fyrirtækjarekstur stýrist af
líkum þáttum og þeir sem halda að hægt
sé að halda öllu óbreyttu fara villir vegar.
En stundum getur endurnýjunin haft á sér
ófyrirséðar hliðar. Það sést best á því að
nú hefur Erna Gísladóttir aftur tekið við
sem forstjóri BL. Því til viðbótar situr hún
í stól stjórnarformanns Sjóvár auk ýmissa
annara verkefna sem hún hefur komið að á
undanförnum árum. Óhætt er að fullyrða
að Erna sé í framvarðarsveit þeirra kvenna
sem hafa orðið meira áberandi í íslensku
viðskiptalífi eftir hrun.
En Erna er svo sem ekki óþekkt í íslensk
um fyrirtækjarekstri. Hún var forstjóri
Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 20032007
og einn af eigendum þess félags, en hún
var framkvæmdastjóri B&L árin 19912003.
Erna er menntuð MBA frá IESE Barcelona
og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hefur undanfarin ár starfað við eigin
fjárfestingar en aðalfjárfestingarfélag
hennar er EGG ehf. Erna er ræðismaður
SuðurKóreu á Íslandi. Hún er stjórnarfor
maður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Þá er
Erna í varastjórn Viðskiptaráðs Íslands.
Ljóst er að hér er ekki slegið slöku við enda
er það ekki beinlínis það sem Ísland þarf á
að halda í dag.
Nú, fimm árum eftir að fjölskylda Ernu
seldi B&L, hefur hún ákveðið að setjast
aftur í bílstjórasætið hjá fyrirtækinu sem
afi hennar stofnaði á sínum tíma. Arnar
Bjarnason, forstjóri BL, lét um leið af
störf um hjá félaginu en hann var ráðinn
til fyrirtækisins fyrir rúmum þremur
árum til að endurskipuleggja það eftir að
fjármálalegir erfiðleikar höfðu knúið það
í fang lánastofnana. En nú er BL semsagt
aftur komið til afkomenda Guðmundar
Gíslasonar, sem stofnaði félagið árið 1954
og rak það lengi með syni sínum Gísla.
Guðmundur lést á síðasta ári, 92 ára að
aldri, og lifði því að sjá fyrirtækið komast
aftur í hendur fjölskyldunnar.
Þriðja kynslóðin kom að félaginu á
níunda áratugnum og Erna, sem heitir í
höf uðið á ömmu sinni, Ernu Adolphsdótt
ur, hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1987 og
var forstjóri þegar félagið var selt. Hún
stóð upp úr stólnum í kjölfar eigendaskipta
þeg ar dótturfélag fjárfestingarfélagsins
Sunds keypti allt hlutafé bílaumboðsins
árið 2007. Væntingar kaupenda gengu ekki
eftir og Íslandsbanki, Landsbankinn og
Lýsing tóku bæði bílaumboðin yfir eftir
bankahrunið vegna skuldavanda þáver
andi eigenda. Fyrirtækin voru sett saman
í söluferli 2011 og átti félag í eigu Ernu
Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar,
eig inmanns hennar, besta boðið.
Endurskipulagningunni lokið
Erna segir að það hafi ekki endilega verið
ætlunin að setjast aftur í forstjórastólinn
þegar fyrirtækið var keypt, hún hafi þó
verið opin fyrir því að sú staða gæti komið
upp. Að sögn Ernu er það vísbending
um að endurskipulagningu fyrirtækisins
sé lokið og nú sé horft meira fram á við.
„Þetta er líklega tímapunktur til að gera
breytingar,“ segir Erna við blaðamann
þar sem við höfum hreiðrað um okkur á
skrifstofu hennar – sem vel að merkja var
í eina tíð skrifstofa Ingvars Helgasonar,
stofnanda samnefnds fjölskyldufyrirtækis,
en fyrirtækið sem Erna kaupir nú er heldur
stærra en það sem hún seldi á sínum tíma.
Það er því ekki hægt annað en að stoppa
við þá óvenjulegu atburðarás sem hefur
gert það að verkum að Erna er aftur orðin
eigandi að félaginu sem selt var fyrir
nokkrum misserum, að sumra mati ein
best heppnaða salan fyrir bankahrunið, að
minnsta kosti fyrir þann sem seldi! Erna
aftekur þó aðspurð að salan hafi verið vegna
þess að hún hafi séð bankahrunið fyrir. „Við
ákváðum að selja 2007 því að það kom gott
tilboð í félagið en það hafði ekki verið til
sölu og við höfðum ekki áætlað að selja.
Það væri ágætt að geta barið sér á brjóst
og látið eins og ég hefði séð þetta fyrir en
svo var ekki. Tilboð kom og við slógum til,
flókn ara var það nú ekki.“
FjölskylduFélaginu slitið
Og enn hefur Erna ákveðið að slá til en
rétt er að hafa í huga að hún kemur nú á
eigin forsendum inn í félagið. Í þetta sinn
er fjölskyldan ekki með en faðir Ernu og
bróðir, Gísli Guðmundsson og Guðmundur
Gíslason, hafa snúið sér að öðrum verkefn
um. Við söluna 2007 var ákveðið að slíta
fjölskyldufyrirtækinu og þau höfðu áhuga
á að fara hvert í sína áttina. „Við ákváðum
að hætta að tala bara um bíla í öllum
fjölskylduboðum. Við vildum fara og prófa
að starfa hvert í sínu lagi og faðir minn
og bróðir hafa ákveðið að hasla sér völl á
öðrum vettvangi. Það er vitaskuld nokkur
breyting en svona hefur þetta bara raðast.“
Erna segist ekki hafa ætlað sér beinlínis
að fara aftur inn í bílgreinina en eftir að
bankarnir hófu endurskipulagningu fyrir
tækja var ljóst að bílaumboð yrðu þar á
lista. Til að byrja með skoðaði hún kaup á
Heklu en aðrir urðu þar hlutskarpari þó að
Erna kæmist í lokaval þriggja aðila. Þegar
hennar gömlu umboð komu í sölu ákvað
Erna að láta slag standa, þá miklu frekar
sem áhugavert viðskiptatækifæri fremur
en að hún vildi fá sitt gamla fyrirtæki. Erna
aftekur að eitthvað slíkt hafi vakað fyrir sér
þótt vissulega sé ánægjulegt að hitta aftur
gamla samstarfsmenn og viðskiptavini.
Aðspurð segir Erna að hröð breyting hjá
erlendum aðilum valdi því að flestir þeir
sem hún áður átti viðskipti við séu horfnir
á braut. Þá hafi henni ekki þótt við hæfi að
halda við sambandi við erlenda viðskipta
vini eftir að félagið var selt. „Það kemur
sjálfsagt mörgum á óvart hve ör manna
skipti eru þarna úti.“
risi á íslEnskum bílamarkaði
Kaupin á BL eru því alfarið hennar og af
drif verkefnisins ráðast af hennar forystu.
Vitaskuld er eftir þessum breytingum
tekið í bílgreininni. BL eins og það er í
erna Hjá bL
SPÓlað af stað Í landi Hafta