Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 63

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 63
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 63 að markaðurinn mun lagast einn daginn. Ég ætla bara að vona að hann fari ekki of hratt upp. Það er ekkert betra að hlutirnir gerist of hratt, að markaðurinn fari úr átta þúsund bílum í 16 þúsund í einni svipan. Það er engum hollt. Mér sýnist skynsam­ legra að þetta fari hægt og rólega upp þannig að bílaumboðin hafi aðstöðu til aðlaga sig því. Að sumu leyti finnst mér ástandið svipað og það var 1992 og 1993. Á þeim tíma byrjaði markaðurinn að stækka um leið og fjármögnunarfyrirtækin fóru að koma inn með rekstrarleigu. Menn eiga eftir að finna nýjar lausnir á ýmsu því sem nú er við að glíma og ég veit að þeir hafa verið að vinna í því.“ Þróun bíla spEnnandi Erna sagði að vissulega væru margir brenn d­ ir af bílalánum og því þyrfti að finna nýjar út­ færslur til að endurvekja traust fólks á þeirri fjármögnun. „Það er ekkert skrítið að fólk hafi vara á sér eftir rússíbanareið undan­ farinna ára en ég hef trú á að þetta jafni sig smám saman og fólk meti kostina af skyn­ semi. Bílakaup eru nokkur fjárfest ing og ekki óeðlilegt að fólk leiti leiða við að brúa hana. Menn mega þó ekki halda að það sé allt stopp. Það er margt áhugavert að gerast núna og þá ekki síst í hönnun bíla. Það er til dæmis spennandi að sjá hvernig raf­ magnið kemur til með að virka eða hvort endurbætur á núver andi hreyfl um duga. Það eru margvísleg slík álitamál sem við er að glíma í grein inni – hvert stefn ir þróun bíla? Við getum tekið þróun metaneldsney­ tis sem dæmi. Metanbílar hafa verið lengi í þróun og eru núna fyrst að ná fótfestu en engu að síður er allsend is óvíst hvort þeir verða mikið notaðir í framtíðinni. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegt við greinina; þessi fjölbreyti leiki, þróun bílanna og hvað við fáum að sjá nýtt enda má segja að það sé stöðugt verið að koma okkur á óvart. Það er um leið ákveðin áskorun fyrir okkur sem rekum bílaumboð að meðtaka þessa þróun og koma henni út til viðskipta­ vina okkar.“ allt til sölu Eins og áður var getið þá hafa tvö af merkj­ um BL, Hyundai og Opel, fengið nýja staðsetningu síðustu mánuði. Freistandi er að spyrja Ernu hvort framhald verði á því, hvort fleiri merki verði aðskilin með þeim hætti? „Já, en það mun gerast hægt og rólega. Við erum ekki búin að ákveða næstu skref ennþá en það mun gerast þegar markaðurinn stækkar, á því er enginn vafi.“ Erna segist hins vegar ekki hafa velt fyrir sér sölu á einstökum merkj um en sem gefur að skilja hafa verið vanga veltur um slíkt í viðskiptalífinu. Erna gerir lítið úr slíkum vangaveltum. „Það eru bara ekkert mjög margir sem eru að hugsa sér til hreyfings í þessu á meðan ástandið á markaðinum er eins og það er. Stundum þegar við erum spurð að þessu segjum við: Það er allt til sölu ef rétt tilboð berast. Við lítum bara á þetta sem „bissness“ og það gengur ekki upp að binda of miklar tilfinningar í reksturinn. Ég var fljót að læra það með bíla en til að byrja með hætti mér til að tengjast bílum of mikið. Nú veit ég að það kemur bara einhver annar. Við sem erum í viðskiptum verðum að tileinka okkur ákveðinn sveigjanleika sem gengur út á að breyta og bæta. Annað gengur ekki, við erum í þannig umhverfi.“ En þá liggur beint við að spyrja Ernu á hvaða bíl hún ekur sjálf. Er ekki erfitt að gera upp á milli merkja? „Nei það má ekki gera upp á milli merkjanna og ég hef því alltaf verið að skipta um bíla til að kynnast sem flestum. Ég er sjálf á X6 frá BMW núna, ég reyni að skipta á sex til tólf mánaða fresti. Mér finnst alltaf gaman að prófa nýja bíla og finna mun milli merkja. Það eru mismunandi væntingar eftir því hvort það er fólksbíll eða jeppi sem er verið að aka hverju sinni, ég vil samt finna kraft og snerpu. Það þarf eitthvað að gerast þegar maður stígur niður.“ BL er búið að vera í breytingaferli undan­ farin misseri sem að hluta til lauk með kaupum Ernu á fyrirtækinu. Hún segir að horfa verði til þess að uppistaðan í félaginu núna séu tvö félög sem hafi verið skorin nánast niður í eitt. Fækkunin var það mikil. „Nú er frekar að við horfum til uppbygg­ ingar ef litið er til lengri tíma. Við bættum við okkur fólki á síðasta ári, fórum úr 115 í 150 starfsmenn, þannig að það hefur aðeins verið að breytast. Við höfum hægt og rólega unnið að því að fjölga. Opnun Hyundai­umboðsins fól í sér að fimmtán starfsmenn færðu sig þangað, sumir reynd­ ar héðan úr Sævarhöfðanum. En því er ekki að leyna að mark að ur­inn hefur tekið hægar við sér en við héldum. Það hægir á þessu frek ar en hitt og við skiptavinirnir eru dálítið að bíða eftir því hvernig fer. Það eru kosningar eftir nokkrar vikur og það skiptir vitaskuld máli hvers konar ríkisstjórn verður mynd uð. Fólk finn ur oft á sér hvaða skilaboð koma úr stjórn arráðinu, væntingar fólks skipta miklu máli í þessum rekstri eins og svo mörgum öðrum.“ rEkið sEm rEgnhlíF Fyrirtækið í dag er rekið undir einni regn hlíf sem heitir BL ehf. Síðan er hvert og eitt merki rekið þar undir. Að sögn Ernu hefur verið skoðað hvort borgi sig að vera með þetta í sérfélögum þar undir. „Endurskoðendur eru mjög ánægðir með slíkt fyrirkomu­ lag,“ segir Erna og brosir. Hún segir að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá um uppbygginguna eða hvort breytingar verði gerðar á henni. Með slíku fyrirkomulagi gæti BL orðið nokkurs konar innkaupsaðili fyrir miðlara (e. dealers) eða smásala. Að sögn Ernu kemur vel til greina að setja upp slíka skiptingu ef horft er til lengri tíma. Það blasir við að það er langskynsamlegast að samnýta þá starfsemi sem fer fram í kringum tollafgreiðslu og fraktþjónustu. Hafa verður í huga að hvert merki er gert upp með sjálfstæðum hætti og þarf að standa fyrir sínu tekur Erna fram. Um Bílaflotinn fyrir framan höfuðstöðvarnar að Grjóthálsi. B&L var flutt af Grjóthálsinum og á Sævarhöfðann vorið 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.