Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 69

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 69
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 69 TexTi: svava jÓnsdÓTTir Myndir: Geir Ólafsson FKA – verðlaunin 2013 afhent í Ráðhúsinu: fKa­viðurkenningin 2013 til margrétar guðmundsdóttur: Gaman að setja saman GÓð tEymi M argrét Guðmundsdóttir, for­ stjóri Icepharma, hlaut FKA­ viðurkenninguna 2013. „Fyrir suma er það töluvert álag að vera stjórnandi, sérstaklega þegar kemur að starfsmannamálum. En mér finnst gaman að vinna með fólki og setja saman góð teymi.“ Auk forstjórastarfsins er Margrét stjórnar for­ maður N1, fráfarandi formaður Félags atvinnu­ rekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association) sem eru evrópsk samtök dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Framkvæmdastjórn Icepharma er skipuð fjórum konum og tveimur körlum. „Það er ánægjulegt að sjá þær breytingar sem eru að verða á viðskiptaumhverfinu í dag,“ segir Margrét. „Við sjáum sífellt fleiri konur hasla sér völl í stjórnunarstöðum og ég held að löggjöfin – það er sú breyting sem á að eiga sér stað 1. september um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja – hafi ýtt við mörgum þannig að flest fyrirtæki eru þegar farin að haga sér í samræmi við þá löggjöf. Ég tel að sú þróun sé af hinu góða og breyti viðskiptalífinu vegna þess að konur hafa oft aðrar áherslur en karlmenn.“ Margrét segir að viðurkenning FKA sé jákvæð og hvetjandi. „Stór hluti af starfsemi Icepharma felst í samskiptum erlendra birgja og við störfum á markaði þar sem heiðar­ leiki og gott siðferði skiptir verulega miklu máli. Svona viðurkenning er staðfesting á því að við erum að gera rétta hluti eða öllu heldur að við erum að gera hlutina á rétt an hátt. Fyrir sjálfa mig var þetta náttúrlega mjög ánægjulegt og ég fyllist ákveðinni auðmýkt yfir því að fá svona viðurkenningu eftir þessi ár á vinnumarkaðnum. Það er ekki hægt að segja annað.“ vann erLendis í mÖrg ár Margrét á langan og farsælan feril að baki sem stjórnandi, bæði í Danmörku og á Ís landi. Eftir að hún lauk framhaldsnámi frá Copenhagen Business School starfaði hún um árabil í Kaupmannahöfn. Fyrst hjá Dansk Esso og sat síðan í níu ár í fram­ kvæmdastjórn Q8 og bar ábyrgð á ólíkum sviðum eins og starfsmannamálum, upp­ lý s ingatækni og sölu­ og markaðsmálum. Eftir að hún flutti aftur til Íslands starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi og Austurbakka þar til henni var falið að sameina þrjú fyrirtæki – Austurbakka, Ice­ pharma og Ísmed – undir nafni Icepharma árið 2005. „Ég var búin að vinna erlendis í mörg ár, koma að stórum fyrirtækjasamruna, sinna lykilhlutverki í að byggja upp nýtt fyrirtæki og nýja vinnustaðamenningu auk þess að koma að ýmsum stórum og smáum um­ breyt ingarverkefnum í gegnum fyrri störf. Ég held að það nýtist okkur hjá Icepharma vel, ekki síst í því rekstrarumhverfi sem við búum við núna.“ fLeiri viðurKenningar Þegar Margrét er spurð á hvað hún leggi áherslu sem forstjóri Icepharma segir hún að það hljómi klisjukennt en það skipti máli að vera með gott fólk með sér. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vera stjórnandi, sem er ekki endilega gefið mál. Fyrir suma er það töluvert álag að vera stjórnandi, sérstaklega þegar kemur að starfsmannamálum. Mér finnst gaman að vinna með fólki, að setja saman góð teymi. Ég er frekar lausnamiðuð og óttast ekki að takast á við erfiðleika. Þar fyrir utan er auðvitað mikilvægt að hafa skilning á starfs umhverfi fyrirtækisins, geta séð fram í tímann og lagt áherslu á heildarmyndina frekar en að festast í smáatriðum.“ „Það á ekki að fara fram úr sjálfum sér“ Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, fékk FKA­viðurkenninguna. Guðrún Lárusdóttir, forstjóri Stálskips, fékk þakkarviðurkenninguna. Samtök verslunar og þjónustu fengu gæfusporið. Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, eigendur Tulipop, fengu hvatningarviðurkenninguna. „Ég er frekar lausnamiðuð og óttast ekki að takast á við erfiðleika. Þar er mikilvægt að hafa skilning á starfsum­ hverfi fyrirtækisins, geta séð fram í tímann og lagt áherslu á heildarmyndina frekar en að festast í smáatriðum.“ Margrét Guðmundsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.