Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 73

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 73
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 73 Menntunin síðast Hann var í björgunarsveit flug­ hersins, meðal annars í Ví etn am, og að lokinni herþjónustu tók atvinnulífið við. Hann varð sölu ­ maður og stjórnandi hjá banda ­ rískum stálframleiðanda, stofn aði síðan eigið fyrirtæki í „stálbrans­ anum“ og græddist fé. Þegar Rick var orðinn ríkur seldi hann fyrirtækið. Það var árið 1989 og hann ætlaði að hætta vinnu en tók að sér tvö verkefni við að endurskipu­ leggja illa stödd fyrirtæki. Árang urinn vakti athygli og Rick var nauðugur viljugur kominn inn á nýtt svið. Hann var orðinn ráðgjafi í stjórnun og rekstri en alveg ómenntaður í faginu. „Ég stofnaði ráðgjafarfyrirtæki með félaga mínum og fór um leið að leita mér háskólamennt­ unar. Það gekk í áföngum með vinnu og áður en 15 ár voru liðin var ég kominn með æðstu háskólagráðu,“ segir Rick. Rick lauk doktorsprófi í stjórn­ un árið 2005 en er kominn á eftirlaunaaldur eftir því sem oft gerist í Bandaríkjunum. Hann hafði ætlað að setjast í helgan stein þegar fyrirtækið var selt árið 1989. Hann byrjaði á því að vinna og græða og fór svo í nám og enn meiri vinnu. Menntun er góð en ekki allt Rick byggir ráðgjöf sína bæði á eigin reynslu og menntun. „Menntun er mjög góð. Í skóla lærir maður að hugsa hlutlægt, lærir að nota kenningar og sjá hlutina í stærra samhengi. En kenningarnar passa ekki alltaf við raunveruleikann. Þá er gott að geta staðið báðum fótum á jörðinni,“ segir Rick um viðhorf sitt til menntunar. Sem ráðgjafi fékk hann of mikið að gera. Hann enda sent­ ist út og suður við fyrirlestrahald og vinnu við að endurskipu­ leggja fyrirtæki. Sum voru stór, önnur smá, og vandi fyrirtækj­ anna lá oft hjá stjórn þeirra. „Þegar ráðgjafi kemur í fyrir­ tæki óttast allir um vinnu sína. Ráðið er oft að segja upp fólki og stundum er það óhjákvæmi­ legt en vandinn byrj ar aldrei hjá fólkinu á gólfinu. Hann byrjar á toppnum,“ segir Rick. Hann segist því oft hafa orðið að leggja til uppsagnir til að bjarga einhverjum störfum en framtíðarlausnin felst í því að skóla stjórnendur fyrirtækisins að nýju. Missa jarðsambandið „Ég hef veitt því athygli að oft myndast skil á milli stjórnenda í fyrirtæki og þeirra sem eiga að vinna vinnuna,“ segir Rick. „Stjórnendurnir eru allir mjög hæfir í stjórnun en það hefur til dæmis gleymst að skóla þá í sölumennsku. Ef varan eða þjónustan selst ekki skiptir engu hve mikið stjórnendurnir vita um stjórnun.“ Þetta hefur sannfært Rick um að besta ráðið í stjórnun sé að halda sig á jörðinni. „Ég byggi þetta bæði á minni eigin reyn slu sem sölu­ og markaðsmaður og menntun á sviði stjórnunar,“ segir hann. Núna er hann búinn að selja upphaflegt ráðgjafarfyrirtæki sitt en sinnir sex völdum við­ skipta vinum í Bandaríkjunum og Kanada. „Ég sinni núna bara þeim viðskiptavinum sem ég vil hafa og bara ef mér finnst að ég hafi eitthvað fram að færa. Ég vil ekki halda í viðskiptavini til þess eins að hafa af þeim peninga. Þarf þess ekki,“ segir Rick. Golf með Kristmanni í Pfaff Milli þess sem Rick gefur ráð skrifar hann bækur og greinar um stjórnun og heldur nokkra fyrirlestra á ári. Í hléum leikur hann golf með Kristmanni í Pfaff á Flórída. „Ég tek mér alltaf góð frí og þá erum við hér hópur sem njótum lífsins í The Village á Flórída. Ég kynntist Kristmanni í gegnum golfið. Hann er afskap lega góður félagi og hefur vit á viðskiptum en við reynum að tala um allt annað þegar við erum úti á vellin um,“ segir Rick og hlær. Hann lýsir starfsemi sinni sem eins konar blöndu af rekstrar ráðgjöf og markþjálfun. „Markþjálfun er það sem allir íþróttaþjálfarar hafa gert um langan aldur: Það er að reyna að laða fram það besta í hverj­ um einstaklingi,“ segir Rick. „Mínar hugmyndir ganga út á að rekstrarráðgjöfin og mark­ þjálfunin fari saman,“ segir Rick og um þetta hefur hann skrifað bækurnar, sem nú eru orðnar þrettán. Dekkið og malbikið Rick notar gjarnan líkingamál til að koma boðskap sínum á framfæri. Hann segir að færir stjórnendur breytist oft í ein­ mana úlfa í stað þess að vera forystuúlfar. Ein af bókum hans heitir einmitt „Turning Lone Wolves Into Lead Wolves“. Hann líkir einnig fræðum sínum við það þegar hjólbarði snertir malbik: Markmiðið er ekki að spóla með miklum lát­ um og reyk heldur að komast áfram! Stjórnun fjallar um „dekk­ ið og malbikið“ að mati Ricks. Rick hefur líka skrifað ung l­ inga bók um rótleysi mótunar­ áranna og nauðsyn þess að taka réttar ákvarðanir til að komast áfram í lífinu. Í fyrirlestrum sínum og grein­ um leggur hann áherslu á mjúkan stjórnunarstíl. Hinn „al­ valda stjórnandi“ heyrir sögunni til að mati Ricks. Fyrirtækjum er stjórnað af teymum sem vinna saman. lítil trú á Obama Um leið segist Rick vera fremur íhaldssamur maður. Hann hefur ekki trú á að hægt sé að koma fyrirtæki á réttan kjöl með því að auka eyðsluna. Það sama á við um ríkið. Það er ekki hægt að „eyða sig út úr vandanum“, segir Rick. Um framtíð bandarísks efna­ hagslífs á síðara kjörtímabili Baracks Obama forseta segist Rick ekki óttast kreppu en spáir að það verði mjög hægur vöxt­ ur eða jafnvel stöðnun. „Það liggur núna mikið fjár­ magn ónotað. Það fer að lokum út í fjárfestingar og kemur í veg fyrir kreppu. En eyðslu­ og skattastefna Obama dregur úr vextinum,“ segir Rick. Rick er því engin launung á að hann studdi Mitt Romney í liðnum forsetakosningum. „Með Romney hefði ríkið verið skorið niður, dregið úr eyðslu og skattar lækkað. Það hefði leitt af sér myndarlegan vöxt og mörg ný atvinnutækifæri. Ég studdi Romney 100%,“ segir Rick Johnson. „Stjórnendur eru allir mjög hæfir í stjórnun en það hef­ ur til dæmis gleymst að skóla þá í sölu­ mennsku. Ef varan eða þjónustan selst ekki skiptir engu hve mikið stjórnendurnir vita um stjórnun.“ „Ef varan eða þjón­ ustan selst ekki skipt ir engu hve mik ið stjórnendurnir vita um stjórnun.“ stjórnun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.