Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 79

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 79
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 79 „Slökktu stundum á hring ingunni í símanum þínum eða lokaðu að þér, á eigin skrifstofu eða í fundarher­ bergi, þegar þú þarft næði.“ Fullyrt hefur verið, m.a. í grein frá Harvard Business Review, að það að hlaupa stöðugt úr einu verkefni í annað kunni að auka þann tíma sem þú þarft til að klára hvert verkefni um allt að 25% og því kann það að auka árangur þinn sem og vinnu stað­ arins í heild ef sam vinna er aukin með einhvers konar skipu lagi þannig að af og til fái hver starfs ­ maður að vinna áreitis laust í ein­ hvern skilgreindan tíma, daglega eða vikulega. Meðalvinnutími Íslendinga er tæpar 1.900 vinnustundir á ári og ef hægt er að auka skilvirkni og afköst með einhvers konar áreitisstjórnun má hugsanlega stytta vinnutíma fólks og/eða auka rekstrarlegan árangur fyrir­ tækja. Nýtum alla tækni til að auð­ velda okkur lífið en látum ekki lífið snúast í kringum tæknina. Tímastjórnun, orkustjórn- un, útdeiling verkefna og forgangsröðun • Taktu stjórn og berðu ábyrgð á tíma þínum og skipulagi í vinnunni. • Skoðaðu og greindu í hvað tíminn þinn fer í vinnunni. Skoðaðu verk efni þín út frá því hversu mikilvæg og/ eða áríðandi þau eru og sjáðu til þess að sem mest af tíma þínum fari í mikilvægu málin. • Prófaðu nýjar leiðir til að byrja hvern dag, ekki byrja á að sökkva þér í tölvupóstsflóðið þannig að það stýri tíma þínum. Til dæmis er gott að byrja hvern dag á að hug- leiða hvað þú vilt fá út úr deginum og hver séu forgangsverkefni hans. • Farðu vel yfir verkefni þín og sjáðu hvort þú getur ekki útdeilt ein- hverjum þeirra og þá til hverra. Væntanlega koma á degi hverj­ um upp alls kyns mál og áreiti þannig að planið gæti riðlast en góð regla er að bóka sig aldrei nema sem nemur um það bil 60% vinnutímans þannig að þú hafir svigrúm til að bregðast við öllu því óvænta sem kemur upp. Hversu upplögð/upplagður ertu þegar þú mætir í vinnuna á hverjum degi? Hversu mikla orku hefur þú fyrir daginn? Í hvað seturðu orkuna þína? Líkamlega, andlega, hugræna og andlega? Það er erfitt að ná miklum árangri í vinnunni ef þú sinnir þér ekki vel utan vinnunnar, t.d. með nægum svefni. Eins er ekki gott ef orka þín lekur í allt það sem þú getur pirrað þig á í stað þess að taka ábyrgð á að gera það sem í þínu valdi stendur til að koma því í lag. Verkefnastjórnun og fundastjórnun • Með þverfaglegu skipu lagi eins og nú tíðkast mjög víða á vinnustöðum er líklegt að þú takir þátt í ansi mörgum verkefnum. Á sumum berð þú ábyrgð en ert aðeins þátttakandi í öðrum. Eru öll verkefni sem þú tekur þátt í vel skilgreind; hvað á að koma út úr þeim, hver ber ábyrgð á hverju; hvert á framlag hvers aðila í verkefnateyminu að vera; hvenær á verk- efninu að vera lokið; hvernig verður árangur þess mældur? • Skoðaðu hvort þú sért hugsanlega með að - komu og/eða ábyrgð á of mörgum verkefnum og hvernig þú getur stýrt þeim tíma sem þú setur í þau og það áreiti sem þú verður fyrir frá þeim eftir því hver ábyrgð þín á verkefninu er. • Væntanlega færðu boð um að mæta á marga fundi, bæði tengda verkefnum og öðrum mál um. Það er ekki nóg að auka bara gæði hvers fundar með góðri fundarstjórnun sem felst t.d. í fyrirfram ákveðinni dagskrá, skipulegum umræðum og ritun fundargerða – heldur þarf líka að skoða hvort allir fundir sem þú færð boð á séu þess eðlis að tíma þínum sé vel varið í að sækja þá. • Skoðaðu vel tilgang hvers fundar og boðaða dagskrá áður en þú samþykkir fundarboðið, er öruggt að þú þurfir að vera á fundinum? Betra er að hafna fundarboði en samþykkja og mæta svo ekki. Einkalífið og sjálfið • Ef þú lifir til að vinna í stað þess að vinna til að lifa er vert að benda á að mikið hefur verið ritað um það, að starfsfólk sem á sér líf utan vinnu, er alla jafna betra starfs- fólk. • Þeir sem taka t.d. þátt í íþróttum og/eða félagsstörfum eru jafnan markvissari í störfum sínum, þjálfaðri í að eiga í samskiptum við alls konar fólk, eru alla jafna sveigjanlegri, úrræða- betri og meira skapandi. • Jafnvel þótt þú sért í skemmtilegu starfi sem gefur þér mikið er af mörgum ástæðum mikilvægt að passa að sinna líka vel þeim hluta lífsins sem fer fram utan vinnunnar, bæði til að verða betri starfsmaður og til að eiga innihalds- ríkara líf. Markþjálfun • Ef þér tekst ekki á eigin spýtur að verða betri í ofangreindum þáttum skora ég á þig að fá þér bandamann, einhvern sem ýtir við þér og minnir þig á, til dæmis samstarfsmann sem þú treystir eða markþjálfa. • Á heimasíðu Félags markþjálfunar á Íslandi, www.markthjalfun.is, segir um markþjálfun: „Markþjálfun gefur fólki tækifæri á að skoða sjálft sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með annarri manneskju sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Það er þroskandi, lærdóms- ríkt og skemmtilegt. Markþjálfun getur hjálp- að einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi og getur bætt almennt samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum og aukið lífshamingju.“ „Prófaðu nýjar leiðir til að byrja hvern dag, ekki byrja á að sökkva þér í tölvu­ póstsflóðið þannig að það stýri tíma þínum. Til dæmis er gott að byrja hvern dag á að hugleiða hvað þú vilt fá út úr deginum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.