Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 28

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Við stöndum vörð um fjármuni þína Strandgata 3, 600 Akureyri I Sigtún 42, 105 Reykjavík I Sími: 460 4700 I iv iv.is @ www.iv.is Leitar þú að traustum og óháðum aðila til að ávaxta fjármuni þína? Kynntu þér málið á iv.is eða talaðu við sérfræðinga okkar í síma 460 4700 Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum í meira en tuttugu og fimm ár og býr að mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði. fréttir Þ etta verður í ellefta sinn sem Nordic e Mark eting stendur fyrir ráðstefnunni Reykjavík Internet Marketing Conference, RIMC, og verður hún haldin 28. mars á Grand hóteli. Þemað að þessu sinni er „Big Brands Online“ eða hvernig stór vörumerki haga sér á netinu í að miðla skilaboðum til markhópa sinna. „Tilgangur ráðstefnunnar er einfaldur; hann er hreinlega að upplýsa íslenska markaðinn um hvað hægt er að gera á netinu,“ segir Hreggviður S. Magnús­ son, framkvæmdastjóri Nordic eMarketing. „Netið er öflugur markaðs ­ miðill en Íslendingar hafa verið örlítið eftir á í notkun hans; hugsanlega út af smæð mark aðarins. Það hefur þó orðið mikil vakning á síðustu árum á notkun netsins sem markaðsmiðils og þá sérstak­ lega fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem sækja viðskipti á erlenda mark aði, en þá nýtist vel sér ­ þekking fyrirtækja eins og Nordic eMarketing. Við vekjum athygli á vöru og/eða þjónustu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum, t.d. í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Noregi. Með notkun Google­auglýsinga er hægt að ná til markhópa í þessum löndum og það kunn­ um við vel.“ Áhugaverðir fyrirlesarar Nokkir erlendir fyrirlesarar munu tala á ráðstefnunni og þar má nefna Paul Daniel Tholen frá Heineken. „Hann er fram ­ kvæmdastjóri fyrir samfélags ­ miðla Heineken en þetta vörumerki er einstaklega sterkt á netinu. Hann þarf í starfi sínu að hugsa um hvernig best er að nýta vörumerkið og koma því á framfæri á jákvæðan hátt með notkun samfélagsmiðla.“ Koen Spiers er yfirmaður sam félagsmiðla hjá hollenska flugfélaginu KLM og skýrir á ráðstefnunni frá því hvernig hann kemur skilaboðum þess á framfæri í gegnum þá. „Þetta á vel við á Íslandi þar sem hér eru starfandi tvö flugfélög sem nýta netið sem markaðsmiðil í sölu og uppbyggingu vörumerkisins á jákvæðan hátt.“ Jan Grönbech, framkvæmda ­ stjóri Google í Noregi, mun fjalla um áhrif YouTube­rásarinnar á sjónvarp og hvernig auglýsend­ ur geta nýtt þennan miðil á markvissan hátt. Þá mun Ajit Sivadasan, for­ stjóri Lenovo, halda fyrirlestur og segir Hreggviður að það sé mikill heiður að fá hann á ráðstefnuna. „Fyrirtækið er með viðskipti í rúmlega sjötíu löndum og er þekkt út um allan heim. Hann mun fjalla um vegferð þessa stóra vörumerkis á netinu út frá sjónarmiði stjórnandans.“ Evrópsku leitarvélaverðlaunin Að kvöldi sama dags verða svo haldin Evrópsku leitar véla verðlaunin 2014. „Þá verða netmarkaðs setn ­ ingar stofur sérstaklega verð ­ launaðar fyrir árangursríkar her ­ ferðir fyrir vörumerki sín,“ segir Hreggviður. „Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin verða veitt, en þau voru veitt í Amsterdam fyrir tveimur árum og í Barce­ lona í fyrra. Búist er við að um þrjú hundruð manns frá öðrum Evrópulöndum komi á hátíðina, bæði frá auglýsingastofum sem og fyrirtækjum.“ Nordic eMarketing er tilnefnt til fimm verðlauna en fyrirtækið markaðssetur vörur og þjónustu í gegnum netið á mörgum tungu málum. „Fyrirtækið okkar er t.d. til­ nefnt fyrir vel rekna Google­her­ ferð á ellefu tungumálum fyrir WOW Air og sem besta stofan í Evrópu. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að fá svona tilnefn­ ingar á alþjóðavísu. Keppinaut­ ar okkar skipta hundruðum sem sækjast eftir þessum verð laun ­ um. Það er ljóst að þjón usta okkar í netmarkaðssetn ingu skilar árangri.“ Ráðstefnan Reykjavík Internet Marketing Conference, RIMC, verður haldin 28. mars á vegum Nordic eMar- keting. Á meðal fyrirlesara verða m.a. starfsmenn frá Heineken, KLM, Google í Noregi og lenovo.com. Hreggviður S. Magn ússon. „Tilgang ur ráðstefn unnar er einfaldur; hann er hrein­ lega að upplýsa íslenska markaðinn um hvað hægt er að gera á netinu.“ Hegðun stórra vörumerkja á netinu TexTi: svava jónsdóTTir / Mynd: Geir ólafsson ráðstefnan reykjavík Internet marketing Conference: Hreggviður S. Magnússon, framkvæmdastjóri Nordic eMarketing.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.