Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 54

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 54
54 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 og þegar nær dregur kosningum verði frambjóðendur, og fyrir hvað þeir standa, ofan á. Ég held að frambjóðendur flokks ­ ins í Reykjavík muni geta sýnt fram á að málstaðurinn sé góður og að það sé æskilegt að flokkurinn komist til áhrifa í borg inni. Það gekk til dæmis mjög vel síðast þegar flokkurinn var í meirihluta. Þá var lagt upp úr að taka á fjármálum borgarinnar og endurskipuleggja þau. Komið var á stöðugleika. Víkjum að forystuhluterki þínu. Hvernig stjórnanda telur þú þig vera. Hefurðu t.d. tilhneigingu til að vilja hafa já­ menn í kringum þig? Við skulum segja að ég vilji hafa í kring ­ um mig fólk sem bendir á vandamál við úrlausnarefni en kemur um leið með tillögur að því hvernig megi ráða á þeim bót. Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar fólk er að benda á að eitt og annað sé ekki í lagi – en hefur engar tillögur til úrbóta. Sem stjórnandi hef ég reynt að vera opinn fyrir ábendingum og ráðleggingum utan frá, þ.e. utan við hópinn sem er í kringum mig og utan við flokkinn. Meðvitað reynt að afskrifa hluti ekki fyrirfram. Aðalatriðið er að leita til þeirra sem eru klárir hver á sínu sviði. Það hefur skipt sköpum. Í öllum þessum stóru málum sem menn hafa verið að fást við hér á undanförnum árum, og eftir að þessi ríkisstjórn tók við, skiptir höfuðmáli að leita álits þeirra sem hafa þekkingu á málaflokknum og geta hugsað út fyrir boxið. Þannig hefur maður kynnst mjög mörgu kláru fólki. Það hefur til dæmis verið afar ánægjuleg reynsla að fylgjast með sérfræðingunum í aðdraganda skuldamálanna þar sem hvert vandamálið á eftir öðru kom upp en alltaf fóru menn í það að finna lausn á því. Ég hef þannig gaman af kláru og útsjónarsömu fólki – fólki sem hugsar á óhefðbundinn hátt. Ég hef gaman af að tala við fólk sem þorir að sigla gegn straumnum, jafnvel þó að það sé lengst á vinstri kantinum eða þeim hægri. Ég get nefnt sem dæmi þingmennina Ög ­ mund Jónasson og Pétur Blöndal, alveg hvor á sínum kantinum í stjórnmálum en báðir sjálfum sér samkvæmir, trúaðir á sína hugmyndafræði og réttmæti hennar, og fylgja henni eftir. Hvað segir þú um samstarf ykkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráð ­ herra og formanns Sjálfstæðisflokksins? Samstarf okkar Bjarna er mjög gott. Það er eiginlega ekki annað hægt en eiga góð samskipti við Bjarna vegna þess að hann er svo viðkunnanlegur maður. Af öllu því fólki úr öðrum flokkum sem ég hef átt samskipti við í pólitíkinni er Bjarni með þeim málefnalegustu; það er mjög erfitt að setja út á hann. Hann er einfaldlega góð ur maður – vill öllum vel, er jákvæður, upp byggilegur og klár og það er mjög gott að vinna með honum. Mér finnst vera mjög gott samkomulag innan ríkisstjórnarinnar almennt. Það er auðvitað áherslumunur á flokkunum í ýmsum málum en okkur hefur tekist að leysa allt slíkt – og tekið á stórum málum í sátt og samlyndi; það eykur á bjartsýni um framhaldið. Í stefnumótun fyrirtækja er oft farið yfir það hvar styrkleiki og veikleiki þeirra liggi, tækifæri og ógnanir. Hvern telur þú vera styrkleika þessarar ríkis ­ stjórnar og veikleika? Þetta er snúin spurning. Styrkleiki þess ­ arar ríkisstjórnar er stefnan, málefna samn­ ingurinn og samstaðan. Við erum samstiga í því hvað þurfi að gera og hvar við teljum þörfina fyrir ákveðnar úrbætur knýjandi. Þetta er góður hópur. Við náum öll vel saman persónulega. Veikleikinn tengist kannski því sem ég benti á í áðurnefndri „loft árásagrein“. Þessi ríkisstjórn þarf stöðugt að búa við að vera tortryggð um allt með vísan til einhverrar gamallar ímyndar sem reynt hefur verið að líma á þessa flokka. Leitast er við að innprenta fólki það að þessi ríkisstjórn sé búin að gefa sjávar útveginum alla skattlagningu eftir vegna þess að veiðigjöld voru ekki hækkuð samkvæmt óframkvæmanlegri áætlun fyrri ríkisstjórnar. Raunin er sú að tekjur af sjávarútvegi hafa aldrei verið meiri þótt annað mætti ætla af umræðunni. Það vekur undrun mína hvað oft virðist auðvelt í fjöl miðlaumræðunni að draga upp ranga mynd af því sem verið er að gera. Er það ekki augljós veikleiki að enginn í ríkisstjórninni hefur áður setið sem ráðherra? Þetta var talsvert rætt í upphafi og ég hélt kannski að þetta gæti orðið okkur að einhverju leyti til trafala. Ég hef séð það í þessu starfi sem öðrum að það er fátt sem kemur í staðinn fyrir reynslu. En hvað varðar þessa ríkisstjórn og ráðuneytin held ég að þetta hafi ekki að öllu leyti verið slæmt heldur jafnvel kostur. Vegna þess að við erum hópur sem situr ekki fastur í einhverjum fyrirfram mótuðum vinnu brögðum. Við höfum verið tilbúin til að skoða alveg frá grunni hvernig ráð ­ herrar starfa og fylgja ekki út í ystu æsar venjum frá fyrri ríkisstjórnum. Þetta getur verið æskilegt á margan hátt þótt það taki ráðherra, nýja sem reyndari, alltaf ein ­ hvern tíma að læra á ráðuneyti sitt og ná al menni lega tökum á sínum málaflokki. Reynslan sýnir að þetta hefur gengið vel og ferskleikinn hefur reynst kostur frekar en galli. Hvar hefur ykkur tekist best upp frá því að stjórnin komst til valda fyrir um níu mánuðum? Annars vegar þetta stóra mál sem skulda ­ mál heimilanna er. Þar eru menn að prófa alveg nýja hluti, þurftu eiginlega að finna upp hjólið. Í öðru lagi fannst mér fjárlögin vera mikið afrek og fjármálaráðherra á mik inn heiður skilinn fyrir þau auk ann ­ arra þingmanna. Það var ekkert sjálf gefið að hægt væri að ná hallalausum fjárlög um, hvað þá hallalausum fjárlögum án blóðugs niður skurðar. En þið skáruð ekkert niður, þvert á móti hækkuðuð þið skatta um 30 milljarða til að brúa bilið þó að það væri kannski annars konar skattheimta en venjulega; þ.e. á fjármálageirann! Það er eflaust hægt að gagnrýna okkur fyrir að hafa ekki ráðist í meiri aðhalds ­ aðgerðir. Í aðdraganda fjárlagagerð ar ­ innar var mikil umræða og getgátur um svonefndan hagræðingarhóp og ýmsir sáu fyrir sér gríðarlegan niðurskurð með lokun stofnana og hvaðeina. Sú varð ekki raunin heldur fetuðum við okkur áfram og vildum tryggja hallalaus fjárlög. Ég bendi sömuleiðis á að kosningavíxill frá ­ farandi ríkisstjórnar, sem kallaður var fjárfestingaáætlun, var með öllu ófjár ­ magnaður. En það er eflaust réttmætt að spyrja okkur hvort þessi ríkisstjórn þurfi Við skulum segja að ég vilji hafa í kringum mig fólk sem bendir á vandamál við úr ­ lausn arefni en kemur um leið með tillögur að því hvernig megi ráða á því bót. Það fer svolítið í taugarnar á mér þeg­ ar fólk er að benda á að eitt og annað sé ekki í lagi – en hefur engar tillögur til úrbóta. forsætisráðherra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.