Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 59

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 59
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 59 lengri tíma litið. Við töldum þó ekki æski ­ legt að gera þetta í fyrsta skrefi heldur vildum skila hallalausum fjárlögum með ákveðnum fyrirsjáanleika. Það markmið kom öðrum framar. Það er hins vegar samstaða um það í ríkisstjórninni að það þurfi að ganga lengra í skattalækkunum og það muni til lengri tíma litið gagnast ríkinu. Þá er eðilegt að spurt sé: Hvenær munið þið þá þora? Ég held að næstu fjár ­ lög muni sýna ákveðnari skref í þessa veru. Mörg lítil og meðalstór útgerðarfyrir ­ tæki eru að sligast undan veiðigjöldum og gefast upp. Þarf ekki líka að draga úr veiðigjöldunum enda eru þau ekki afkomutengd? Breytingin sem við gerðum á veiðigjöld ­ unum síðastliðið sumar var auðvitað til bráðabirgða. Það var búið að gera ráð fyrir ævintýralegri hækkun á veiðigjöld ­ unum, sem engin innstæða var fyrir. Við í stjórnarandstöðunni bentum á að þetta væri algjörlega óraunhæft og sveitar félög allt í kringum landið líka. Við ákváð um síðastliðið sumar að jafna á milli útgerðar ­ flokka. Það blasir við að mörg minni og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki ráða ekki við svona hátt veiðigjald og eru að leggja upp laupana. Ef þessu fyrirkomulagi verður ekki breytt mun samþjöppun í sjávarútvegi aukast, minni og meðalstóru fyrirtækin hverfa eitt af öðru og selja kvót ­ ann, þannig að þessi gjaldtaka eins og hún er núna er dæmi um eyðileggjandi álögur. Nú er sjávarútvegsráðherra búinn að vera að fara yfir annars vegar fisk veiði ­ stjórn unarkerfið og hins vegar gjald tökuna sjálfa. Það sem við munum sjá er samn ­ inga leiðin eða samningar til langs tíma svo að fyrirtækin geti gert áætlanir fram í tímann og hvað varðar gjaldtökuna þá verður hún tengd hagnaði fyrirtækjanna. Þannig að þegar gengur vel og hagnaður er í sjávarútvegi þá skili hann enn meiru í skatttekjur en að það dragi úr gjald tök ­ unni þegar hagnaðurinn er minni. Það er ekki hægt að leggja tvöfalt álag á sjávar ­ útveginn; annars vegar sveiflur á mörk ­ uðum og hins vegar veiðigjald sem breytist ekki neitt við þær aðstæður. Ég fellst á að það þurfi að breyta þessu. Stærsta málið sem við stöndum nú frammi fyrir, ástandið á vinnumarkaði með verkföll yfirvofandi hjá framhalds ­ skólakennurum og jafnvel einhverjum öðrum opinberum starfsmönnum. Hvernig horfir þetta við þér? Ég óttast að það geti komið til verkfalla og jafnvel að menn séu búnir að ákveða að fara í verkfall. En auðvitað var óheppilegt hvernig fór með síðustu kjarasamninga á almenna markaðnum. Það var varla búið að skrifa undir fyrr en einhverjir forsprakkar ASÍ fóru að segja að þessir samn ingar væru alveg ómögulegir og væri allt ríkis stjórninni að kenna. Þannig að maður sá fljótlega í hvað stefndi. Ég held því að það sé vænlegast núna að byrja sem fyrst á gerð langtímasamninga sem í felist einhver framtíðarsýn sem fólk trúir á. Að fólk trúi því að á næstu árum verði raunveruleg kaupmáttaraukning og að allir séu tilbúnir í agaða hagstjórn svo að við munum ná tökum á verðbólgunni með tilheyrandi aukningu kaupmáttar. Sérðu það fyrir þér að við gætum jafnvel farið í spor Þjóðverja og verið með fremur hóflegar launahækkanir til langs tíma og að kjarabótin kæmi í gegnum kaupmáttaraukninguna? Ég veit ekki hvort Íslendingar hafa sömu þolinmæði hvað þetta varðar og Þjóðverjar, sem máttu þola litla eða jafnvel neikvæða kaupmáttarþróun árum saman til að verja stöðugleikann. Þeir voru og eru tilbúnir til þess vegna þess að Þjóðverjar óttast ekkert meira en verðbólgu. Íslendingum er ekki eins illa við verðbólguna og Þjóðverjum og nálgun þeirra í efnahags­ og fjármálum talsvert ólík okkar. Ég tel þó að við munum færast nær þeim en verið hefur og mér virðist vinnumarkaðurinn, bæði atvinnurekendur og launþegahreyfingin, vera mjög áfram um þessa norrænu leið sem þeir kalla svo; að hafa varið töluverðri vinnu og tíma til að setja sig inn í hana, þ.e. að bæta kjörin jafnt og þétt samhliða hagvexti. Þannig að ég er þrátt fyrir allt, þrátt fyrir þessa stöðu á vinnumarkaði og hættuna á verkföllum, bjartsýnn á að þetta færist í betra horf. En er ekki ríkið að skipta sér of mikið af kjarasamningum? Nú kemur vel á vondan. Ég taldi að það gæti verið áhættusamt fyrir ríkisstjórnina að blanda sér beint í kjarasamninga. Í fyrsta lagi er ríkið ekki aðili að þessum samn ­ ingum á einkamarkaðnum. Í öðru lagi skal ég viðurkenna að maður hafði verulegar áhyggjur af því að ef stjórnvöld færu að dragast mikið inn í þessar viðræður í byrj ­ un myndu báðir aðilar reyna að varpa vanda sínum yfir á ríkið. Þannig að bæði verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur ætluðust til að ríkið tæki að sér að tryggja kjarabætur á einkamarkaði og fjármagn ­ aði dæmið. Ef samningar gengju ekki upp gætu menn svo varpað sökinni yfir á ríkisstjórn þótt hún væri ekki aðili að samningunum. Á móti kemur að æskilegt er að allir vinni að sameiginlegri framtíðar ­ sýn sem tryggir aukinn kaupmátt, betra rekstrarumhverfi fyrirtækja og betri af ­ komu ríkissjóðs. Af þeim sökum er mikil ­ vægt að menn stilli saman strengi og móti í sameiningu sýn sem allir treysta sér til að fjárfesta í og vinna að. Það mun skila öllum aðilum mestum ávinningi til langs tíma. Hvernig metur þú stöðu verkalýðshreyf­ ingarinnar? Möguleikinn á að halda saman einni verkalýðshreyfingu fer þverrandi. Það er erfiðara fyrir launaþegasamtök að halda félagsmönnum sínum eins mikið saman og var áður fyrr. Víða er farið að semja beint á vinnustöðum og þeir telja sér engan hag af því að vera í samfloti með öðrum. Þá er ólík staða hjá mismunandi atvinnugreinum. Útflutningsgreinarnar geta greitt hærri laun en aðrar og þeir sem vinna þar vilja þá ekki semja með öðrum. Það er erfiðara fyrir verkalýðshreyfinguna að viðhalda þeirri samstöðu sem hún þó náði á tímabili. Að öðru. Telur þú að möguleiki sé á að bankaskatturinn verði dæmdur ólög ­ legur eins og haldið hefur verið fram? Nei, það tel ég ekki. Heimildir stjórnvalda til að leggja á skatta eru auðvitað miklar en við það bætist að okkur þykir þessi skattlagning ekki ósanngjörn. Hlutfallið í saman burði við t.d. auðlegðarskattinn svo ­ kallaða er þessari skattlagningu í vil. Hún er ekki eins íþyngjandi og sá skattur var. Er þá einhver J.P. Morgan­hugsun á bak við þetta; að verið sé að sækja eins konar skaðabætur vegna tjónsins sem bankarnir ollu? Kröfu hafarnir eru hugsanlega að átta sig á stöðunni og gætu verið opnari fyrir ásættan ­ legri niður stöðu. Hins vegar þurfa slita stjórnirnar að vera tilbúnar að klára dæmið í stað þess að láta það danka. Það er eins og þær skorti hvatann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.