Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 3
XIV. þing Félags íslenskra lyflækna á Egilsstöðum 9.-11. júní 2000 Félag íslenskra lyflækna heilsar nýrri öld með því að halda þing sitt, hið 14. í röðinni á Austurlandi. Ping félagsins hafa frá upphafi verið kærkom- inn og verðugur vettvangur, þar sem mönnum hefur gefist tækifæri til þess að kynna rannsóknir sínar á hinum ýmsu sviðum lyflæknisfræðinnar og leggja þær undir dóm kolleganna. Um leið gefst hinum almenna þátttakanda kostur á að kynnast því sem er efst á baugi í fræðunum hverju sinni. A Egilsstaðaþinginu verða nýjustu rannsókna- niðurstöður kynntar í 81 erindi og á sex vegg- spjöldum. Að venju verða veitt verðlaun fyrir framúrskarandi rannsókn og erindi ungs læknis og fyrir besta framlag stúdents. A undanförnum þingum hefur skapast sú hefð að bjóða íslenskum læknum, sem eru að gera garðinn frægan erlendis, að halda gestafyrirlestur. Að þessu sinni varð fyrir valinu dr. med. Guð- mundur Jóhannsson, Gautaborg, en hann mun fjalla um þýðingu vaxtarhormóns hjá fullorðnum. Notkun rafrænnar sjúkraskrár fer ört vaxandi í heilbrigðiskerfinu. Því er það við hæfi að á þessu þingi verður sérstakt málþing um þetta mikil- væga efni. Þá er einnig við hæfi að minnast þess að það var einmitt á Egilsstöðum að upphaf raf- FELAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA rænnar sjúkraskráningar hér á landi átti sér stað fyrir tæpum aldarfjórðungi eða árið 1976 með Egilsstaðarannsókninni, sem svo var kölluð. Að vanda verða á vettvangi þingsins sýningar- básar, þar sem hin ýmsu lyfjafyrirtæki kynna úr- val lyfja, sem þeir hafa upp á að bjóða. Ljúft og skylt er að þakka þeim fyrir þeirra framlag. En lífið er ekki bara vinna og vísindi. Að af- loknum degi með stífri vísindadagskrá liggur leiðin með Lagarfljótsorminum í Atlavík og Hall- ormsstaðaskóg, þar sem gefst tækifæri til þess að slaka á og njóta kyrrlátrar fegurðar íslenskrar náttúru. Hittumst heil á Egilsstöðum. Ástráður B. Hreiðarsson formaður Félags íslenskra lyflækna Stjórn Félags íslenskra iyflækna Framkvæmdastjóri þingsins Ástráður B. Hreiðarsson formaður Birna Þórðardóttir Þórður Harðarson ritari Ásgeir Jónsson gjaldkeri Runólfur Pálsson Sigurður Guðmundsson Sigurður B. Þorsteinsson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL Fylgirit 38 86. árg. Júní 2000 Aðsetur: Hlíðasmári 8, 200 Kópavogi Útgefandi: Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar: Læknafélög: 564 4100 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Læknablaðið á netinu: http://www.icemed.is/laeknabladid Ritstjórn: Emil Sigurðsson Hannes Petersen Hildur Harðardóttir Karl Andersen Vilhjálmur Rafnsson ábm. Netfang: journal@icemed.is Ritstjórnarfuiltrúi: Birna Þórðardóttir Netfang: birna@icemed.is (Macintosh) Auglýsingastjóri og ritari: Ragnheiður K. Thorarensen Netfang: ragnh@icemed.is (PC) Blaðamaður, umbrot: Þröstur Haraldsson Netfang: throstur@icemed.is (Macintosh) Upplag þessa heftis: 1.700 Áskrift: 6.840,- m.vsk. Lausasala: 684,- m.vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á raf- rænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með nein- um hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Grafík hf., Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogi Pökkun: Plastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið 2000/86 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.