Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 19
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 10 Ættgengi kransæðastíflu á íslandi Anna Helgadóttirl, Hjörvar Pétursson1, Bolli Þórsson2, Mike Frigge', Augustine Kong1, Guðmundur Þorgeirsson2, Jeffrey Gulcher', Vilmundur Guðnason2, Kári Stefánsson1 Frá 'ístenskri erfðagreiningu, "Rannsóknarstöð Hjartavemdar Netfang: annah@decode.is Inngangur: I þessari rannsókn er athugaður innbyrðis skyldleiki meðal íslendinga sem fengu kransæðastíflu á aldrinum 25-75 ára, á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur skráð öll tilfelli bráðrar kransæðastíflu á íslandi meðal fólks á aldrinum 25-74 ára á tímabilinu 1981 til 1995 (hjartaskrá). Rannsóknarhópur- inn samanstóð af þessum efniviði, alls 6.860 sjúklingum. Að fengnu samþykki vísindasiðanefndar og tölvunefndar var ættfræðigagna- grunnur notaður til að bera saman innbyrðis skyldleika kransæða- stíflusjúklinga við innbyrðis skyldleika viðmiðunarhópa sem fundn- ir voru úr ættfræðigagnagrunninum. Borinn var saman lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra, sem rann- sóknarhópur getur rakið ættir sínar til, við lágmarksfjölda ættfeðra /-mæðra sem viðmiðunarhópar geta rakið ættir sínar til. Innbyrðis skyldleiki rannsóknarhópsins var einnig metinn með skyldleika- stuðli (kinship coefficient) og hlutfallsleg áhætta fyrir ættingja (relative risk) var reiknuð. Niðurstöður: Lámarksfjöldi ættfeðra/-mæðra, fæddra milli 1800 og 1900, var marktækt minni en lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra fyrir viðmiðunarhópana. Skyldleikastuðull fyrir rannsóknarhóp var 1,7 X 10 J, en fyrir viðmiðunarhóp 1,6 X 104 (SD: 2,4 X 10f’). Hlutfalls- leg áhætta fyrir fyrstu og annarrar gráðu ættingja var 1,4 og 1,2. Hætta á að fá snemmbæra kransæðastíflu fyrir systkini og frænd- systkini sjúklinga með snemmbæra kransæðastíflu var 3,5 og 1,7. Aukinn skyldleiki rannsóknarhóps var enn til staðar þegar sjúk- lingar, sem höfðu áhættuþætti, sem taldir eru hafa sterkan erfðaþátt eins og hátt kólesteról, sykursýki og hækkaðan blóðþrýsting voru dregnir út úr rannsóknarhópnum. Alyktanin Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem stór ættfræðigagnagrunnur er notaður til að rannsaka erfðir kransæða- stíflu. Niðurstöður benda til að kransæðastífla hafi fleiri erfðaþætti en þá sem að ofan eru nefndir og er unnið að því að greina þá. E 11 Kransæðastífla hjá foreldrum er ákvarðandi fyrir áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma f afkomendum. Afkomenda- rannsókn Hjartaverndar Margrét B. Andrésdóttir, Gunnar Sigurðsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon, Uggi Agnarsson, Vilmundur Guðnason Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar Netfang: margret@hjarta.is Tilgangur: Rannsóknir sýna að fjölskyldusaga um kransæðasjúk- dóma er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðastíflu. Einnig hefur verið sýnt fram á uppsöfnun áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma í ættum. I afkomendarannsókn Hjartaverndar leitum við svara við þeirri spumingu hvort ýmsir þekktir áhættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma séu mismunandi eftir því hvort foreldri(ar) hafi fengið kransæðastíflu eða ekki. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar eru afkomendur ein- staklinga sem tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar en nákvæm skráning hefur verið gerð á öllum tilfellum kransæðastíflu hjá for- eldrum. Gildi áhættuþátta í afkomendum með fjölskyldusögu um kransæðastíflu (tilfellahópur) voru borin saman við þá sem hafa neikvæða sögu (viðmiðunarhópur). Eftirfarandi áhættuþættir voru kannaðir: blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og þyngdarstuðull. Niðurstöður sem hér eru kynntar eru úr þeim hluta þýðisins sem hafði lokið rannsókn fyrir ágúst 1999. Niðurstöður: Þrjúþúsund þrjúhundruð áttatíu og fjórir afkomendur hafa verið rannsakaðir (1.563 karlar (1.093 í tilfellahópi/585 í við- miðunarhópi) og 1.821 kona (1.236 í sjúklingahópi/585 í viðmiðun- arhópi)). Meðalaldur karla var 47±9 ár og kvenna 48±9 ár. Blóð- þrýstingur var hærri í tilfellahópi en í viðmiðunarhópi. Þessi munur var meiri hjá körlum (í slagbili 2,3% (p=0,01) og í hlébili 2,5% (p=0,001)), en hjá konum (í slagbili 1,6% (p=0,138) og í hlébili 1,3% (p=0,015)). Blóðfitugildi voru einnig óhagstæðari í tilfellahópi. Hjá konum var heildarkólesteról og LDL kólesteról marktækt hærra (3,6% (p=0,01) og 5,6% (p<0,001)) og HDL kólesteról marktækt lægra (3,4% (p=0,02)) í tilfellahópi. Hjá körlum var aðeins mark- tækur munur fyrir HDL kólesteról, sem var lægra (4,2%; p=0,003) í tilfellahópi. Enginn munur var þó á heildarkólesteróli og LDL kól- esteróli milli hópanna. Ekki var heldur marktækur munur á blóð- sykri eða þríglýseríðum þegar leiðrétt var fyrir þyngdarstuðul. Þyngdarstuðull var hærri í tilfellahópi hjá báðum kynjum, 2,2% hjá körlum (p=0,05) og 2,7% hjá konum (p=0,03). Alyktanir: Afkomendur hafa óhagstæðari samselningu áhættuþátta ef foreldrar hafa fengið kransæðastíflu. Þessar niðurstöður geta haft mikilvæg áhrif á forvarnarstarf. E 12 Konur með útbreiddan kransæðasjúkdóm hafa verri horfur en karlar með sambærilegan sjúkdóm Jón Magnús Kristjánsson1, Karl Andersen2, Kristbjörn Reynisson3, Jón Guðmundsson3, Guðmundur Oddsson2 Frá 'læknadeild HÍ, !hjartadeild og Jröntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Netfang: andersen@shr.is Inngangur: Greining kransæðasjúkdóms er oft erfiðari hjá konum en körlum, meðal annars vegna óhefðbundinna einkenna þeirra og hærri tíðni falskt jákvæðra þolprófa. Við bárum saman eins árs dánartíðni karla og kvenna með sama stig kransæðasjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður allra hjartaþræðinga á Borgar- spítala (BSP)/Sjúkrahúsi Reykjavíkur (SHR) frá upphafi 1990 til 31.12.1997 voru skráðar jafnóðum í sérstakan gagnabanka. Upplýs- ingar um dánarorsök og dánardægur voru fengnar frá Hagstofu ís- lands. Niðurstöður: Alls fóru 2.138 sjúklingar í hjartaþræðingu á Borgar- spítala/Sjúkrahúsi Reykjavíkur á rannsóknartímanum. Þar af voru 639 konur (29,9%) og 1.499 karlar (70,1%) og jókst hlutfall kvenna eftir því sem leið á rannsóknartímann. Meðalaldur sjúklinga var 60,1±14,7 ár og voru konur um tveimur árum eldri en karlar. Út- breiðsla kransæðasjúkdóms var marktækt minni meðal kvenna en karla. Eins árs dánartíðni var 2,5 % og var tilhneiging til verri lifunar meðal karla. Konur með eðlilegar kransæðar eða ómarktæk þrengsli, höfðu mun betri horfur en karlar með sambærilega út- breiddan sjúkdóm. Hins vegar höfðu konur með þriggja æða sjúk- dóm eða marktæk þrengsli í höfuðstofni vinstri kransæðar töluvert verri horfur en karlar með sambærilega útbreiddan sjúkdóm. Alyktanir: Skammtímahorfur kvenna með eðlilegar kransæðar eða ómarktæk þrengsli við hjartaþræðingu voru mjög góðar. Hins vegar virðast konur sem komnar eru með útbreiddan sjúkdóm hafa verri Læknablaðið 2000/86 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.