Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 47
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA voru þetta 14.925 karlar og 15.873 konur eða samtals 30.798 manns. Báðum hópum var skipt niður í sex minni hópa eftir ákveðnum fæð- ingardögum og þeim svo boðið til rannsóknar samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi og því var hægt að reikna út nýgengi æðahnúta meðal þeirra hópa sem komu tvisvar eða oftar. Mat á æðahnútum var ein- ungis gert með þreifingu og við sýn. Algengi og nýgengi voru reiknuð út með hefðbundnum tölfræðiaðferðum og fjölþáttagreining var not- uð við mat á einstaka áhættuþáttum. Arið 1973 var einnig fram- kvæmd svipuð rannsókn á körlum og konum í Amessýslu, fæddum á árunum 1907-1936 og þannig mátti bera saman algengi æðahnúta með tilliti til sveitar og bæjar. Ekki var hægt að meta nýgengi æða- hnúta meðal fólks búsettu í Arnessýslu þar sem það kom bara einu sinni til rannsóknar. Arið 1973 fór fram úrtakskönnun á fólki á aldr- inum 20-34 ára (fæddu á árunum 1940-1954) til að fá samanburð. Samskonar skoðun fór fram á því með tilliti til æðahnúta. Þessu fólki var síðan boðið aftur til rannsóknar 1983 og því var hægt að reikna út bæði algengi og nýgengi æðahnúta á meðal þess. Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru að algengi æðahnúta á meðal karlmanna hefur fallið úr 3,4% í 2,7% í aldurshópnum 35-39 ára og úr 6,2% í 3,4% í aldurshópnum 40-44 ára. Hjá konum hefur algengi æðahnúta fallið úr 14,6% í 7,6% í aldurshópnum 35-39 ára og úr 22,6% í 11,9% í aldurshópnum 40-44 ára. Samanburður á algengis- tölum hjá jafnöldrum af sama kyni eftir búsetu í bæ eða sveit sýndi að algengið væri ívið hærra á meðal sveitafólks. Mesti munur á með- al karlmanna var í aldurshópnum 55-59 ára en þar var algengið hjá sveitamönnum 18,9% en hjá bæjarmönnum var það 14,9%. Mesti munur á meðal kvenfólks var í aldurshópnum 60-64 ára, en þar var algengið hjá sveitakonum 51,6% en hjá bæjarkonum var það 32,8%. Nýgengi æðahnúta hefur minnkað bæði meðal karla og kvenna í aldurshópnum 35-39 ára. Nýgengið meðal karlmanna á þessum aldri hefur fallið úr 608 í 294 tilfelli á hver 100.000 mannár. Nýgengið meðal kvenna í sama aldurshópi hefur fallið úr 2.056 í 743 tilfelli á hver 100.000 mannár. Nýgengið er í hámarki um 60 ára bæði á meðal karla og kvenna og er algengið í hámarki á bilinu 64- 69 ára hjá báðum kynjum. Niðurstöður úr fjölþáttagreiningunni verða kynntar síðar. Ályktanir: Æðahnútar eru tiltölulega algengt vandamál hér á ís- landi og eru þeir heldur algengari á meðal kvenna en karla (reikn- aðist munur á kynjunum allt að fjórfaldur). Þennan mun má skýra með barneignum. Munurinn á milli kynjanna var heldur meiri hjá fólki búsettu í Árnessýslu en hjá bæjarbúum og gæti það skýrst af tíðari barneignum sveitakvenna og jafnvel meiri erfiðisvinnu sem þær hafa þurft að sinna. Samt sem áður hefur bæði dregið úr algengi og nýgengi meðal karla og kvenna fram undir fimmtugt en lengra ná niðurstöður ekki. E 77 Styrkur hómócysteins í blóði íslendinga. Samanburður milli almenns þýðis og þeirra sem hafa fengið kransæðastíflu Vilmundur Guðnason' 2, Guðný Eiríksdóttir', Anna Helgadóttir3, Elín Ólafsdóttir' Frá 'Rannsóknarstöö Hjartaverndar, 2Háskóla íslands, ’íslenskri erföagreiningu Netfang: v.gudnason@hjartavernd.is Inngangur: Styrkur hómócysteins (tHcy) í blóði hefur í mörgum rannsóknum verið tengdur áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. tHcy er verulega háð umhverfisþáttum eins og fólati. Einnig eru vel þekkt áhrif erfða á styrk tHcy í blóði og er þar best þekktur A222V erfða- breytileikinn í methylenetetrahydrofolate reductase (MTHFR) gen- inu. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á tHcy í íslensku þýði fram til þessa. Efniviður og aðferðir: Mældur var styrkur á tHcy í blóði Islendinga með HPLC mæliaðferð. Mælt var tHcy í 280 einstaklingum sem komu í Hjartavernd (viðmiðunarhópur). Einnig var tHcy mælt f hópi 422 einstaklinga úr hóprannsókn Hjartaverndar sem hafa feng- ið kransæðastíflu. Erfðamörk MTHFR voru könnuð hjá kransæða- stíflusjúklingum í hópi 320 karla og kvenna úr almennu íslensku þýði. Niðurstöður: Meðalgildi tHcy í viðmiðunarhópi var 10,2 míkró- mól/1 miðað við 15,3 míkrómól/1 hjá kransæðastíflusjúklingum (p<0,0001). Tíðni MTHFR V222 setsins var 0,36 í kransæðastíflu- sjúklingunum en 0,33 í hópi karla og kvenna úr almennu íslensku þýði og var sá munur ekki tölfræðilega marktækur. Þegar áhrif þessa erfðabreytileika á styrk hómócysteins í kransæðastíflusjúk- lingum var skoðaður þá kom í ljós að einstaklingar sem höfðu V222 set voru með tHcy 17,3 míkrómól/1, arfblendnir 15,7 míkrómól/1 og arfhreinir um A222 setið 14,5 míkrómól/1. Þetta var tölfræðilega marktækur munur p<0,05. Ekki var hægt að kanna áhrif erfða- breytileikans í viðmiðunarhópi þar sem ekki var unnt að gera DNA próf á þeim. Ályktanir: Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem fundist hefur í öðrum þjóðfélögum þar sem styrkur hómócysteins hefur verið kannaður og bendir eindregið lil að tHcy sé tengdur við kransæðasjúkdóm á Islandi. E 78 Konurnar í 4S Guðmundur Þorgeirsson'í, Gunnar Sigurðsson2, Jón Þ. Sverrisson3, fyrir hönd 4S-rannsóknarhópsins Frá 'lyflækningadeild og 2göngudeild Landspítalans fyrir bióðþrýsting og blóðfitumælingar, 'lyflækningadeild FSA Netfang: gudmth@rsp.is Inngangur: Þegar 4S rannsóknin hófst lágu sáralitlar upplýsingar fyrir um það hvernig konur bregðast við kólesteróllækkandi lyfja- meðferð. Því var það yfirlýst markmið að fá eins margar konur og kostur væri í rannsóknina. Jafnframt var fyrirfram ákveðið að kanna sérstaklega hvemig konurnar svöruðu meðferðinni. Efniviður og aðferðir: Alls tóku 827 konur þátt í rannsókninni eða tæplega 19% af heildarþátttakendahópnum. Að meðaltali voru konurnar 2,3 árum eldri en karlarnir og fleiri komu inn í rannsókn- ina með greininguna hjartaöng (angina pectoris) án hjartadreps. Færri konur höfðu gengist undir kransæðaaðgerð, færri höfðu Q- takka á hjartarafriti, færri reyktu en fleiri höfðu háþrýsting. Konurnar skiptust þannig í meðferðarhópa að 407 fengu sim- vastatín (39% fengu 40 mg) en 420 fengu sýndarlyf (placebo). Niðurstöður: Rannsóknin stóð í fimm og hálft ár og á því tímabili dóu 53 konur (6,4%) og var dánartíðnin of lág til að meta áhrif meðferðar á heildardánartíðnina meðal kvenna sem undirhóps. Hins vegar var unnt að meta meðferðaráhrifin á kransæðastíflu- tíðni. Hlutfallsleg áhætta simvastatín-hópsins var 0,66 (p=0,012), nákvæmlega hin sama og meðal karlþátttakenda. Tölfræðilega marktæk lækkun varð einnig í hlutfallslegri áhættu meðferðarhóps- ins gagnvart öllum æðakölkunaráföllum (RR:0,71; p=0,006) og kransæðaaðgerðum (RR:0,51: p=0,012). Innlagnir á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms voru 25,4% færri í meðferðarhópnum. Ályktanir: Meðferð með simvastatíni hafði í för með sér svipaðan klínískan ávinning meðal kvenna og karla í 4S rannsókninni. Læknablaðið 2000/86 45 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.