Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 29
AGRIP ERINDA / XIV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA höndum öldrunarlækna frá Borgarspítala. Áhugavert er að kanna heilsufarsbreytur sem orðið hafa á tímabilinu bæði til innra eftirlits og gæðastjómunar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn langtímarann- sókn yfir 16 ár og einnig þversniðssamanburðarrannsókn þar sem borin eru saman fjögur fjögurra ára tímabil. Lesnir voru allir dagál- ar vistmanna og 124 breytur skráðar í Exel forrit. Leitað var sam- þykkis visindasiðanefndar og tölvunefndar. Líkamleg færni og glöp voru stiguð eftir kvarða. Niðurstöður: Rannsóknin náði til 328 sjúkraskýrslna, 241 konu og 87 karla. Meðalaldur vistmanna breyttist úr 83 í 85 ár og bæði hreyfigetu og skilvitund hrakaði. Flestir komu að heiman í byrjun en síðustu árin komu flestir beint frá sjúkrahúsi. Aðalsjúkdóms- greiningar við komu breyttust talsvert og lyfjanotkun óx. Fjöldi lát- inna vistmanna tvöfaldaðist, eða úr 43 í 100 á fyrsta og síðasta fjög- urra ára tímabili. Heilsufarsáföllum fjölgaði í lungum, heilaæðum og í blóði en fækkun varð á hjartaáföllum, meltingarkvillum, sýk- ingum, krabbameinum, geðrænum truflunum og mjaðmarbrotum. Á hverju tímabili voru skráð afskipti læknis heimilisins 13-16, sam- ráðskvaðningar 1,6 og innlögnum á sjúkrahús fækkaði úr 1,8 í 0,5 á hvern vistmann. Ályktanir: Líkleg skýring á hækkandi aldri, auknum hrumleika og dánartíðni eru vaxandi þarfir fyrir vistunarúrræði og vistunarmat aldraðra, sem var tekið í notkun árið 1995. Flutningum á bráða- deildir sjúkrahúsanna fækkaði og má ætla að meðferðarúrræði á Droplaugarstöðum hafi batnað sem því nemur. E 34 Samband fjölda kjarnablóðkorna í blóði og alvarleika veikinda barna sem fæðast í legvatni lituðu barnabiki Þorgerður Sigurðardóttir', Þórður Þórkelsson2, Guðmundur M. Jóhannesson3, Atli Dagbjartsson2, Ásgeir Haraldsson2 Frá 'læknadeild HI, 2Barnaspítala Hringsins, ’rannsóknastofu Landspítalans í blóömeinafræði Netfang: tobbasig@hotmail.com Inngangur: Um það bil 10-15% barna fæðast í legvatni sem litað er barnabiki (meconium). Flestum þessara barna farnast vel, en sum þeirra fá öndunarörðugleika fljótlega eftir fæðinguna vegna þess að barnabik hefur komist ofan í lungun. Geta þau orðið lífshættulega veik vegna öndunarbilunar og lungnaháþrýstings. Mikilvægt er að börn þessi séu rétt meðhöndluð frá byrjun og því er mikilvægt að greina snemma þau börn sem eru í mestri hættu. Svo virðist sem súrefnisþurrð í móðurkviði eigi mestan þátt í til- urð þessa sjúkdómsástands og koma eftirfarandi þættir þar við sögu: 1. Skertur súrefnisflutningur til þarma fósturs getur valdið því að það losi barnabik fyrir fæðinguna. 2. Súrefnisþurrð í móðurkviði getur leitt til þess að fóstrið fer að taka andköf en við það getur leg- vatn og þar með barnabik sogast ofan í lungun. 3. Langvarandi súr- efnisþurrð getur haft í för með sér þykknun lungnaslagæða sem eykur hættuna á lungnaháþrýstingi eftir fæðinguna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort samband væri milli fjölda kjarnablóðkorna (normoblasts) í blóði nýbura sem fæð- ast í legvatni lituðu barnabiki og alvarleika veikinda þeirra. Kjarna- blóðkorn eru lítt þroskuð rauð blóðkorn sem enn innihalda kjarna og hefur fjöldi þeirra í blóði nýbura verið notaður sem vísbending um langvarandi súrefnisskort í móðurkviði. Ónógur súrefnisflutn- ingur til vefja fósturs veldur aukinni framleiðslu rauðkornavaka (erythropoietin), sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna, sem kemur fram sem aukinn fjöldi óþroskaðra rauðra blóðkorna í blóði, einkum kjarnablóðkorna. Efniviður og aðferðir: Prír hópar fullburða barna voru valdir. Hópur 1: Börn sem fæddust í tæru legvatni og höfðu engin merki um súrefnisþurrð á fósturskeiði (N=25). Hópur 2: Börn sem fædd- ust í legvatni lituðu barnabiki, en fengu enga eða aðeins minnihátt- ar öndunarörðugleika (N=54). Hópur 3: Börn sem fæddust í leg- vatni lituðu barnabiki og lentu í töluverðum eða miklum öndunar- örðugleikum, það er þurftu meira en 30% súrefni í meira en fjórar klukkustundir eða lentu á öndunarvél (N=48). Blóðsýni var dregið úr naflastrengsblóði eða úr barninu sjálfu og kjarnablóðkorn voru mæld innan sex klukkustundafrá fæðingu. Niðurstöður: _______________________Hópur 1______Hópur 2________Hópur 3_______ Fjöldi barna 25 54 48 Meðgöngulengd (vikur) 39,3±0,2 40,5±0,2 40,3±0,2 Fasðingarþyngd (g) 3685±0,2 3751±0,1 3655±0,1 Fjöldi kiarnablóðkorna 654±125* 2076±325*# 4073±686# Niöurstöður er gefnar upp sem mean ± SEM; *#p<0,05 Ályktanir: Pað er samband milli fjölda kjarnablóðkorna í blóði ný- bura sem fæðast í legvatni lituðu barnabiki og þess hve alvarleg veikindin verða. Mæling á fjöldi kjarnablóðkorna í blóði ætti að geta hjálpað til að finna snemma þau börn sem fæðast í legvatni lit- uðu barnabiki og eru í mestri hættu á að lenda í alvarlegum öndun- arörðugleikum. E 35 Mígren með fyrirboða, er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir óhvött flog hjá börnum Pétur Lúðvígsson, Dale Hesdorffer, Elías Ólafsson, Gunnar Guðmundsson, Ólafur Kjartansson, W. Allen Hauser Frá rannsóknarstofu í faraldsfræði flogaveiki, Sóltún 1,105 Reykjavík Netfang: peturl@rsp.is Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt tengsl milli mígrens og floga hjá börnum og fullorðnum. Oljóst er hvers eðlis tengslin eru, hvort þau virka í báðar áttir og hvort þau gilda í undirfiokkum floga og mígrens. Rannsóknin beindist að því að reikna fiogaáhættu meðal barna með mígren samanborið við viðmiðunarhóp og skoða tengsl- in í undirflokkum. Rannsóknin er hluti framskyggnrar rannsóknar á faraldsfræði og orsökum floga og flogaveiki á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra íslendinga sem fengu að minnsta kosti eitt óhvatt (unprovoked) flog á 39 mánaða tímabili (1.12.1995-28.2.1999) og samþykktu þátttöku (cases). Fyrir hvert tilfelli voru valdir tveir einstaklingar úr þjóðskrá til viðmiðun- ar, sem aldrei höfðu fengið flog (matched controls). Báðir hópar svöruðu ítarlegum spurningalista um flog, flogaveiki og áhættu- þætti. Pessi hluti rannsóknarinnar náði til barna 5-15 ára sem fengu óhvatt fiog á tímabilinu og viðmiðunarhóps þeirra. Greiningar tóku mið af alþjóðlegum skilmerkjum og úrvinnsla gagna fór fram í SAS tölfræðiforriti. Notast var við Students t-próf og kí-kvaðratsreikni- aðferðir. Niðurstöður: Alls uppfylltu 93 börn skilyrði rannsóknarinnar og samþykktu þátttöku. í viðmiðunarhópi voru 185 börn. Börn með mígren reyndust rúmlega þrefalt líklegri til að fá óhvött flog en við- miðunarhópur (OR: 3,9; CI: 1,9-8,4). Áhættan var meiri hjá stúlk- um en drengjum (5,1 og 3,0) og meiri méð tilliti til staðfloga en al- floga (7,3 og 2,5). Áhættan var aðeins fyrir hendi hjá börnum er höfðu mígren með fyrirboða (OR: 7,5; CI: 2,5-23 og 1,4; CI: 0,53-3,8). A Læknablaðið 2000/86 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.