Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 37
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Tilgangur: Ónæmisbælandi meðferð með cýklófosfamíði og bark- sterum hefur stórbætt horfur sjúklinga með anti-neutrophil cyto- plasmic antibody (ANCA)-jákvæða æðabólgu. Slík meðferð getur þó hafl alvarlegar aukaverkanir í för með sér, þar á meðal tækifær- issýkingar. Einkenni tækifærissýkinga geta líkst einkennum æða- bólgu og getur verið erfitt að greina þar á milli. Við könnuðum þýð- ingu ANCA við mat á sjúklingum með ANCA-jákvæða æðabólgu og tækifærissýkingar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á hópi sjúklinga (n=16) með ANCA-jákvæða æðabólgu sem fengu tækifærissýkingu á árun- um 1989-1998. Sjúklingarnir komu frá Massachusetts General Hos- pital (MGH) og fáeinum öðrum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Blóðsýni frá þeim voru send reglubundið á meinafræðideild MGH til ANCA mælinga. Við könnuðum breytingar á ANCA títer í tengslum við tækifærissýkingar. Við mælingar á ANCA voru notuð óbein ónæmisflúrskímurannsókn og ELISA sem var sértæk fyrir prótínasa 3 (PR3) og mýelóperoxíðasa (MPO). Við könnuðum einnig klínísk atriði hjá þessum sjúklingum. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru á ónæmisbælandi lyfjameð- ferð þegar tækifærissýking greindist. Atta sjúklingar höfðu Pneu- mocystis carinii lungnabólgu, fimm cýtómegalóveiru (CMV) sýk- ingu, einn hafði bæði Pneumocystis carinii og CMV lungnabólgu, einn var með CMV lungnabólgu og ífarandi aspergillus lungnasýk- ingu og einn sjúklingur var með útbreiddan ristil í húð. Við grein- ingu sýkingar höfðu 15 sjúklingar hratt lækkandi eða neikvæðan ANCA títer og engin merki um virka æðabólgu. CRP gildi sýndu ekki sambærilegt mynstur. Hjá sjö sjúklingum var ónæmisbælandi meðferðin aukin vegna nýrra einkenna stuttu fyrir greiningu tæki- færissýkingar, þrátt fyrir að ekki lægi fyrir vefjafræðileg staðfesting á virkri æðabólgu. Prír þessara sjö sjúklinga létust. Einn sjúklingur sem var með Pneumocystis carinii lungnabólgu, hafði mun hægari lækkun ANCA títers, en hann reyndist hafa virka æðabólgu. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til að tækifærissýkingar hjá sjúklingum með ANCA-jákvæða æðabólgu eigi sér einkum stað þegar sjúkdómurinn er í rénun og ANCA títer er hratt lækkandi eða orðinn neikvæður. Mælingar á ANCA títer virðast því hjálpleg- ar við aðgreiningu tækifærissýkinga og versnunar á æðabólgu, eink- um þegar klíníska myndin er óljós. E 48 Sveppasýkingar í blóði á íslandi á árunum 1984-1999 Lena Rós Ásmundsdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Már Kristjánsson1, Magnús Gottfreösson23 Frá ’læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og 3lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, ’lyflækningadeild Landspítala Fossvogi Netfang: lra@hi.is Inngangur: Sveppasýkingar í blóði eru alvarlegar sýkingar og fer tíðni þeirra vaxandi víðast hvar í hinum vestræna heimi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að dánartíðni sjúklinga með þessar sýkingar er 22-43%. Helstu áhættuþættir fyrir sýkingu eru sýklalyfjanotkun, djúpir æðaleggir, stórar aðgerðir og ónæmisbæling. Tíðni sveppa- sýkinga í blóði hefur ekki verið könnuð hérlendis, en ísland er að mörgu leyti hentugt til slíkra rannsókna vegna smæðar sinnar. Efniviður og aðfcrðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga með sveppasýkingu í blóði á íslandi á árunum 1984-1999. Skráðar voru upplýsingar um áhættuþætti, horfur, meðferð og fleira. Jafnframt voru fengnar upplýsingar um sveppalyfjanotkun á sama tímabili. Einnig var hluti sveppanna stofngreindur að nýju og næmi tiltækra sveppastofna fyrir sveppalyfjum mæll. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 153 sjúklingar með 157 sveppasýkingar í blóði, 12 börn og 141 fullorðinn. Nýgengi sveppasýkinga á tímabilinu jókst sem hér segir: 1984-1988: 2,2 sýk- ingar á 100.000 íbúa á ári; 1989-1993: 3,7 á 100.000 íbúa á ári; 1994- 1999: 5,0 á 100.000 íbúa á ári. Horfur sjúklinga fóru batnandi eftir því sem leið á tímabilið. Hlutfall þeirra sem létust innan viku lækkaði úr 37% á fyrsta tíma- bilinu í 12% á því þriðja. Notkun á flúkonazóli í æð fjórfaldaðist frá skráningu þess 1991, en notkun á amphóterícíni B stóð í stað. Ályktanir: Þessi rannsókn á blóðsýkingum af völdum sveppa er sú fyrsta er nær til heillar þjóðar. Nýgengi þeirra hérlendis hefur aukist til muna á undanförnum árum. Horfur sjúklinga hafa hins vegar batnað sem gæti skýrst af bættri meðferð, meðal annars hvað varðar fjarlægingu á æðaleggjum og sveppalyfjagjöf. E 49 Klónun á fosfólípasa B geni (PLB 1), mikilvægu meinvaldandi geni í Cryptococcus neoformans Magnús Gottfreðsson1-2, Gary M. Cox2, John R. Perfect2 Frá 'Landspítala, 2Duke University, Durham, Bandaríkjunum Netfang: magnusgo@rsp.is Inngangur: Gersveppurinn Cryptococcus neoformans (CN) er algeng orsök heilahimnubólgu víða um heim, einkum í sjúklingum með HIV smit og þeim sem taka barkstera að staðaldri. Oljóst er hvað gerir sveppinum kleift að valda alvarlegum sýkingum í miðtaugakerfi, en talið er að ákveðin gen auki meinhæfnina. Talið er að fosfólípasar auðveldi ýmsum sýklum að valda vefjaskaða og sýkingum. Efniviður og aðferðir: Notast var við stofninn CN H99. Hluli gens- ins er skráir fyrir fosfólípasa B (PLB 1) var klónaður með því að beita PCR tækni. Fjöldamörg prímerapör voru smíðuð er parast við varðveitt svæði í fosfólípasagenum annarra sveppa og baktería. Magnaður var upp 1,1 kb bútur sem notaður var til að finna allt gen- ið (genomic library). Genabúturinn sem fannst var síðan raðgreind- ur með hefbundnum aðferðum. Smíðað var nýtt gen til að slá PLB1 út og því komið fyrir í CN H99. Niðurstöður: PLB 1 genið í CN er 2,4 kb langt; 5'endi þess skráir fyrir amínósýruröð er gerir sveppnum kleift að seytra ensíminu út í umhverfi sitt þar sem það vinnur mestan skaða. PLB 1 var gert óvirkt og stökkbreytti stofninn, H99 PLB- og staðalstofninn H99 PLB+ rannsakaðir nánar í dýratilraunum. Stofninn sem ekki var fær um að mynda fosfólípasa olli mun vægari sýkingum, bæði heila- hinmubólgu í kanínum og lungnabólgu í músum. Að síðustu var PLB 1 geninu komið fyrir að nýju í CN H99 PLB 1- og sýnt fram á að meinhæfnin var þá endurvakin. Ályktanir: Tekist hefur að klóna gen í CN og sýna fram á mikilvægi þess fyrir meinhæfni. Sameindafræðileg skilmerki Kochs (molecu- lar Koch's postulates) hafa þar með verið uppfyllt. E 50 Lýsandi rannsókn á sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis á íslandi Kristín Jónsdóttir’, Már Kristjánsson2, Ólafur Steingrímsson’ Frá ‘sýklafræði- og 2smitsjúkdómadeild Landspítala Hringbraut Netfang: kristjo@rsp.is Inngangur: Bakterían Chlamydia trachomatis veldur sýkingum í mörgum líffærakerfum manna. Á Islandi greinast árlega tæp 1.600 Læknablaðið 2000/86 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.