Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 48
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 79 Skimun fyrir ættlægri blandaðri blóðfituhækkun á íslandi Bolli Þórsson1, Anna Helgadóttir2, Helgi Sigvaldason1, Gunnar Sigurösson1-3, Vilmundur Guðnason13 Frá 'Hjartavend, 2íslenskri erfðagreiningu, 'læknadeild HÍ Netfang: bolli@hjarta.is Inngangur: Ættlæg blönduð blóðfituhækkun (familial combined hyperlipidemia, FCH) er fjölgena erfðasjúkdómur sem einkennist af háu kólesteróli, háum þríglýseríðum eða hvoru tveggja hjá ein- staklingum í sömu ætt. Talið er að um 20-30% einstaklinga sem fá kransæðastíflu fyrir 65 ára aldur hafi ættlæga blandaða blóðfitu- hækkun. Tilgangur rannsóknarinnar er að þróa aðferð til að skima fyrir ættlægri blandaðri blóðfituhækkun á Islandi í þeim tilgangi að draga úr líkum á hjartasjúkdómi hjá þátttakendum á blóðfitulækk- andi meðferð (primary prevention) og til rannsóknar á faraldsfræði og erfðafræði sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Gagnagrunnur Hjartaverndar (um 53 þús- und einstaklingar) var notaður til að finna upphafseinstaklinga í rannsóknina. Upphafseinstaklingar voru þeir sem bæði höfðu kól- esteról yfir 90. percentfli og þríglýseríð yfir 95 percentfli, miðað við aldur og kyn. Ættrakning var gerð hjá íslendingabók íslenskrar erfðagreiningar. Ættartré þeirra sem höfðu sameiginlegan forföður minna en fjórar kynslóðir til baka voru teiknuð og gerður listi yfir afkomendur. Litið var svo á að afkomendur með kólesteról, þríglýs- eríð eða apóB yfir 90. percentfli miðað við aldur og kyn eða væru á blóðfitulækkandi lyfjameðferð bæru sjúkdóminn. Niðurstöður: Heildarfjöldi upphafseinstaklinga var 1.045. Ættrakn- ing leiddi í ljós 25 ættir. Afmarkaður hefur verið 726 manna hópur úr 16 áhugaverðustu ættunum til þátttöku í rannsókninni. Þrjú- hundruð níutíu og sex einstaklingar hafa verið rannsakaðir, 185 karlar og 211 konur. Sjötíu og tveir (39%) karlar hafa sjúkdóminn og 75 konur (40%). Um 23% úr almennu íslensku þýði hafa kólest- eról, þríglýseríð eða apóB yfir 90. persentfli. Við fundum því tvöfalt fleiri (um 40%) með því að skima innan ætta með arfbundna bland- aða blóðfituhækkun heldur en ef almennt þýði er rannsakað. Hjá 82% þeirra sem greindust með ættlæga blandaða blóðfituhækkun var blóðfita ómeðhöndluð. Ályktanir: Skimun fyrir arfbundinni blandaðri blóðfituhækkun með ættrakningu er árangursrík leið til að finna einstaklinga með háa blóðfitu og í aukinni áhættu að fá kransæðasjúkdóm. Gagna- grunnur Hjartavendar og ættfræðigrunnur Islendingabókar gera slíka skimun mögulega. Hált hlutfall ómeðhöndlaðra einstaklinga (82%) undirstikar mikilvægi skimunar í ættum með blandaða blóð- fituhækkun. E 80 Áhrif yfirborðsvirkra lyfja á breytingar sem verða í fosfólípíðum æðaþels við háan styrk glúkósa Andrés Magnússon1, Haraldur Halldórsson1,2, Jakob Kristinsson1, Guðmundur Þorgeirsson1-2 Frá 'Lyfjafræðistofnun HÍ, 'lyflækningadeild Landspítala Netfang: gudmth@rsp.is Inngangur: Þótt sykursýki tengist flóknum og margþættum efna- skiptatruflunum sem áhrif hafa á æðakerfið er margt sem bendir til að hækkaður glúkósi gegni sem slíkur hlutverki í ýmsum þeim sjúk- !egu breytingum sem verða í æðakerfi sykursjúkra. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna áhrif hækkaðs glúkósastyrks á efna- skipti fosfólípíða í ræktuðum æðaþelsfrumum og jafnframt kanna hvort yfirborðsvirk lyf kunni að draga úr slíkum breytingum. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar í fimm daga í æti (medium 199 með 20% kálfasermi) með 5,5; 22 eða 44 mM D- glúkósa. 3H-mýóinósitóli eða 3H-kólíni var bætt út í ætið síðustu 36 klukkustundirnar. Heildarupptaka í frumurnar var mæld með „gas krómatógrafíu-massa spectrómetríu“ en upptaka í mismunandi fos- fólípíð var mæld með sindurtalningu eftir hefðbundna úrhlutun. Vatnsleysanleg inósitól voru aðgreind á súlum og geislavirkni mæld með sindurtalningu. Niðurstöður: Með hækkandi styrk glúkósa jókst upptaka mýóin- ósitóls í frumurnar en upptaka í fitufasa minnkaði. Myndun inósi- tólfosfata minnkaði við hækkaðan glúkósa, bæði grunnmyndun og við örvun. Þó voru engin merki þess að drægi úr virkni fosfólípasa C. Trifluoperazine í styrknum 4 liM upphóf algerlega áhrif hækkaðs glúkósa á upptöku merkts inósitóls í fitufasa frumnanna. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að yfirborðs- virk lyf vinni gegn þeim breytingum sem verða í fosfólípíðum æða- þelsfrumna við hækkaðan glúkósastyrk. Óvíst er hvort slík áhrif gætu hamlað gegn æðasjúkdómum sykursjúkra en niðurstöðurnar vekja slíkar spurningar og réttlæta tilraunir þar sem áhrif yfirborðs- virkra lyfja á sykursjúk dýr yrðu könnuð. E 81 Áhrif angíótensín II á MAP-kínasa í æðaþelsfrumum Anna Guðmundsdóttir1, Haraldur Halldórsson1, Guömundur Þorgeirsson12 Frá ‘Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræöi, 2lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: annag@simnet.is Inngangur: Æðaþelið tekur þátt í stjórnun á vexti og þroska lrumna í æðavegg og viðheldur jafnvægi milli storkukerfis og segaleysandi kerfis. Truflun á þessari starfsemi æðaþels getur leitt til æðakölkun- ar og segamyndunar. MAP-kínasar gegna hlutverki í stjórnun á vexti og þroska frumna. Þeir eru ERK, p38 og JNK. Hjá einstak- lingum með háþrýsting er gangur æðakölkunar oft hraður. Þetta hefur ekki verið að fullu útskýrt en nýlega var sýnt fram á að angíó- tensín II eykur tjáningu á viðtaka á æðaþelsfrumum fyrir oxað lípo- prótín, LOX-1. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að angíótensín II eykur tjáningu æðaþelsfrumna á viðloðunarsameindinni VCAM- 1. Hvort tveggja getur stuðlað að æðakölkun. Tilgangur þessara rannsókna var að kanna áhrif angíótensín II á fosfórun MAP-kínasanna, ERK, p38 og JNK í æðaþelsfrumum. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr nafla- strengsbláæðum úr mönnum. Frumurnar voru örvaðar með angíó- tensíni II og fosfórun á MAP-kínösum könnuð með SDS-PAGE rafdrætti og immúnóblotti rneð mótefnum gegn fosfóruðum MAP- kínösum. Niðurstöður: Við lífeðlisfræðilegan styrk veldur angíótensín II örv- un á MAP-kínösum í æðaþelsfrumum. Angíótensín II hefur mest áhrif á fosfórun JNK kínasa. ERK og p38 kínasarnir fosfórast eftir örvun frumnanna af völdum hárra angíótensín II styrkja. Trombín og histamín hafa meiri áhrif á fosfórun MAP-kínasanna þriggja heldur en angíótensín II. Ályktanir: Angíótensín II veldur fosfórun á JNK MAP-kínasa í æða- þelsfrumum úr mönnum. Lífeðlisfræðilegar afleiðingar fosfórunar MAP-kínasa í æðaþelsfrumum af völdum angíótensín II hafa ekki verið skýrð. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að MAP-kínasar geta leitt til virkjunar umritunarþátta og gena sem gegna hlutverki í hin- um ýmsu meinlífeðlisfræðilegu ferlum frurnna sem gegna lykilhlut- verki í frumuvexti, frumufjölgun, stýrðum frumudauða og bólgu. 46 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.