Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Blaðsíða 50
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA hreinna einstaklinga. í íslenskum SLE fjölskyldum fannst úrfelling- in í tengslum við 4 MHC setraðir. V 04 Gigtarbreytingar í beinum þjóðveldismanna Hildur Gestsdóttir', Juliet Rogers2, Jón Þorsteinsson3, Helgi Jónsson3 Frá 'Fornleifastofnun, 2Bristol Royal Infirmary, 'Landspítala Hringbraut Netfang: helgijon@rsp.is Tilgangur: Að leita eftir merkjum um gigtarsjúkdóma í gömlum beinum, einkum með tilliti til bólgusjúkdóma og slitgigtar. Einnig að bera saman niðurstöður rannsókna með nútímaaðferðum við rannsóknir Jóns Steffensens prófessors frá 1939. Efniviður og aðferðir: Beinagrindur 54 fullorðinna úr kirkjugarðin- um á Skeljastöðum í Þjórsárdal voru skoðaðar með tilliti til gigtar- breytinga. Notaðar voru aðferðir Rogers við greiningu slitgigtar, en til þess að setja greininguna þurfti annað hvort greinilega fílabeins- áferð (eburnation), eða bæði beinnabba (osteophytes) og holótt (porous) yfirborð brjósks. Niðurstöður: Engin merki fundust um iktsýki eða aðra bólgugigtar- sjúkdóma, en slitgigt var til staðar í 17 af 54 (31,5%) og níu af 24 konum (37,5%). Átta beinagrindur báru merki um slitgigt á meira en einum stað (14,8%). Slitgigt var algengust í lendarliðum (14,8%), hálsliðum (11,1%) og mjaðmarliðum (7,4%). Gott sam- ræmi var á milli núverandi rannsóknar og rannsóknar Jóns Steffen- sens frá 1939, en Jón notaði greininguna polyarthritis yfir slitgigt á fleiri en einum stað. Ályktun: Slitgigt virðist hafa verið algeng í íslendingum til forna, og algengi virðist hærra en í sambærilegum rannsóknum í Englandi. Einkum virðist algengi slitgigtar í lendarliðum og mjaðmarliðum hafa verið hátt, en þelta er í góðu samræmi við þekkingu okkar á al- gengi slitgigtar á fslandi í dag. V 05 Hækkuð TNF og IL-10 framleiðsla hjá ættingjum sjúklinga með iktsýki Brynja Gunnlaugsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Geröur Gröndal, Anna Guörún Sigurðardóttir, Jón Þorsteinsson, Kristján Steinsson Frá rannsóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: brynja@rsp.is Inngangur: Markmið verkefnisins var að mæla framleiðslu á boð- efnunum tumor necrosis factor alpha (TNF°c) og interleukin-10 (IL-10) í sjúklingum með iktsýki, fyrsta stigs ættingjum þeirra og heilbrigðum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Hvítfrumur (PBMC) voru einangraðar úr blóði og ræktaðar í sólarhring án örvunar. Boðefni í frumuræktar- floti voru mæld með ELISA aðferð. Tuttugu sjúklingar (meðalaldur 58 ár (33-80) tveir karlar, 18 konur), 20 fyrsta stigs ættingjar (með- alaldur 43 ár (13-79), fimm karlar, 15 konur) og 19 heilbrigðir ein- staklingar (meðalaldur 57 (33-84), tveir karlar, 18 konur) tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður: Styrkur TNF°c og IL-10 mældist hærri hjá ættingjum en heilbrigðum viðmiðum (TNF°c; p=0-,045 og IL-10; p=0,025). Pessi boðefni mældust einnig hækkuð hjá sjúklingum en munurinn var ekki marktækur (TNF°c; p=0,261 og IL-10; p=0,273). Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að framleiðsla og/eða upptaka boðefna sé afbrigðileg í fyrsta stigs ættingjum sjúklinga með iktsýki. Athyglisvert er að lægri boðefnastyrkur mælist hjá sjúk- lingum en ættingjum. Lyfjameðferð skýrir ef til vill þennan mun. V 06 Brjóstholsspeglarnir sem greiningartæki Friðrik E. Yngvason Frá lyflækningadeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri Netfang: fridrik.yngvason@fsa.is Tilgangur: Að athuga árangur og annmarka á brjóstholsspeglunum, sem gerðar hafa verið í greiningarskyni hjá 14 sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Á 11 árum (maí 1987-apríl 1999) hafa verið gerðar 14 brjóstholsspeglanir hjá sjúklingum á FSA. Gerð hefur verið brjóstholsspeglun með beinum spegli í gegnum eitt op með sjúklinginn vakandi í staðdeyfingu. Ábending hefur í öllum tilvik- um verið stór (yfir 1000 ml) vökvasöfnun í fleiðru öðrum megin, þar sem ástunga hefur sýnt að vökvi fyllir skilmerki Lights um vilsu (exudat). Niðurstöður: Fleiðrusýni voru tekin undir stjórn augans úr sjúkleg- ustu svæðum fleiðru. í 10 tilfellum staðfestist illkynja æxli í fleiðru. Gott samræmi var milli útlits við speglunina og lokagreiningu úr vefjasýni. Tveir sjúklingar höfðu miðþekjuæxli. Meinvörp höfðu þrír frá lunga, tveir frá brjósti, einn frá eggjastokk, einn frá nýra og einn frá reði. Þrír sjúklinganna höfðu áður greinst með illkynja mein (brjóst og reður). Vefjagreining lá fyrir innan tveggja daga. Fjórir sjúklingar höfðu ekki illkynja breytingar í fleiðrusýnum. Einn þeirra hafði miðlægt flöguþekjukrabbamein í lunga. Tveir höfðu ósértæka fleiðrubólgu með áberandi eósínsæknum frumum af völdum lungnareks og lungnadreps í báðum tilfellum. Sýni úr lunga í öðru tilvikinu samrýmdist drepi. Þannig voru 11 af 14 sjúklingum með langt genginn illkynja sjúk- dóm og voru horfur slæntar samkvæmt því. Skemmst lifun var tveir mánuðir, skemmst lii'un með krabbamein var fjórir mánuðir. Frumuskoðun var sjaldan beitt, en var þó neikvæð í tveimur til- vikum, þar sem krabbamein fannst í fleiðrusýni. Sjálf brjóstholsspeglunin gekk vel í öllum tilvikum jafnvel þótt almennt ástand sjúklinga væri oft slakt. Sjúklingar finna til sársauka við töku vefjasýnis úr veggfleiðru, því meir sem fleiðran er eðlileg. Yfirleitt eru tekin fjögur til átta sýni. Fylgst var með sjúklingum í sírita (monitor) og pulsoximeter og þeim gefið súrefni meðan á að- gerð stóð. Verkir vegna brjóstholskera voru meðhöndlaðir með bólgueyðandi gigtarlyfjum. Kerinn notaður til fleiðrulokunarmeð- ferðar (pleurodesis) hjá þeim sem greindust með krabbamein. Ályktanir: Hjá sjúklingum með stóra fleiðruvilsu öðrum megin gef- ur brjóstholsspeglun skjóta greiningu. Samræmi var gott milli útlits og niðurstöðu úr fleiðrusýnum. Brjóstholsspeglun er greiningarað- ferð sem er sjaldan beitt en þolist ágætlega og á vel við í þessu þýði. 48 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.