Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Qupperneq 21
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ur í þörmum á móti 45% af hópnum án þarmabólgna. Fjórir ein- staklingar uppfylltu fyrstu gráðu skilmerki um að hafa hryggikt og voru þeir allir með hækkað kalprótektín (meðaltal 33 mg/L). Alyktanir: Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að þarmabólgur spili stórt hlutverk í meingerð hryggiktar. Hér sýnum við fram á að einkennalausar forstigsbreytingar í spjaldliðum eru marktækt fleiri hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga sem hafa þarmabólgur held- ur en hjá þeim sem mælast ekki með bólgur í þörmum. E 16 Styrkur leysiensíms í sermi til að fylgjast með virkni mónócýta/makrófaga við iktsýki Ingunn Þorsteinsdóttir'-2, Lena Hákansson2, Roger Hállgren3, Björn Guðbjörnsson", Nils Gunnar Arvidson3, Per Venge3 Frá 'Rannsóknastofu HÍ í meinefnafræði Landspítala Hringbraut, 2rannsóknastofu í meinefnafræði og ’gigtarlækningadeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum, Svíþjóð, iyflækningadeild FSA Netfang: ingunnth@rsp.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna virkni mónó- cýta/makrófaga við iktsýki. Efniviður og aðferðir: Mældur var styrkur leysiensíms (lysozyme), mýelóperoxíðasa (MPO), laktóferríns og human neutrophil lipo- calin (HNL) í sermi sjúklinga með iktsýki. Leysiensím og MPO eru prótín mynduð af mónócýtum, makrófögum og neutrófflum, en laktóferrín og HNL eingöngu af neutrófflum. Styrkur þessara prótína var mældur í sermi iktsýkisjúklinga (n=23) og í sermi heilbrigðra einstaklinga (n=7) og einnig hjá 10 iktsýkisjúklingum eftir mánaðarmeðferð með lágum skömmtum af sterum. Styrkur prótínanna var einnig mældur fyrir og eftir meðferð með metyrapone, sem er efni sem hemur myndun kortisóls í nýrna- hettum. Niðurstöður: Styrkur leysiensíms og MPO var hærri í sermi iktsýki- sjúklinga, en heilbrigðra einstaklinga, meðan styrkur laktóferríns og HNL var sá sami í báðum hópunum. Eftir meðferð með lágum skömmtum af sterum lækkaði styrkur leysiensíms og MPO í sermi. Meðferð með metyrapone hafði engin áhrif á styrk þessara prótína. Alyktanir: Við ályktum því að aukinn styrkur leysiensíms og MPO, en ekki HNL og laktóferríns í sermi iktsýkisjúklinga, gæti bent tii aukinnar virkni mónócýta/makrófaga. Mögulegt gæti verið að nota styrk leysiensíms í sermi til að fylgjast með virkni sjúkdómsins við iktsýki. E 17 Algengi augn- og munnþurrks í tveimur aldurshópum (slendinga, með sérstöku tilliti til algengis heilkennis Sjögrens Jórunn Atladóttir', Ólafur Grétar Guðmundsson3, Peter Holbrook2, Björn Guðbjörnsson''5 Frá 'læknadeild og Hannlæknadeild HÍ, 'augnlækningadeild og 4rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 'lyflækningadeild FSA Netfang: bjomg@mail.fsa.is Tilgangur: Heilkenni Sjögrens er samkvæmt erlendum rannsóknum einn af algengari fjölkerfasjúkdómunum. Sjúkdómurinn einkennist af dagsþreytu, stoðkerfisverkjum og þurrkeinkennum frá slímhúð- um. Hversu algengur augn- og munnþurrkur er hér á landi er óþekkt, sömuleiðis er óþekkt algengi heilkennis Sjögrens á Islandi. Markmið rannóknarinnar var að kanna algengi helstu einkenna heilkennis Sjögrens og að fá fram líklegar algengistölur fyrir heil- kenni Sjögrens hér á landi. Efniviður og aðferðir: Handahófskennt úrtak var fengið úr tveimur aldurshópum; 40-49 ára og 70-75 ára íslendingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Stærð úrtaksins var ákveðin með hliðsjón af tölfræðilegri ráðgjöf með tilliti til markmiðs verk- efnisins. Notast var við spurningakver með 14 spurningum með til- liti til algengustu einkenna heilkennis Sjögrens. Valda úrtakið með tilliti til svarsmunsturs verður boðið til skoðunar með Schirmer-I prófi, mælingu á tárafilmurofstíma (break up time) og Rose Bengal litun með tilliti til keratoconjunctivitis sicca. Ennfremur verður gerð munnvatnsrennslismæling og pH-gildi munnvatns mælt. Niðurstöður: í úrtakinu var 621 einstaklingur, 157 karlar og 186 konur. Er skilatíðni spurningakversins var 61%, reyndust um það bil 20% hafa einhver einkenni augn- eða munnþurrks. Eingöngu 23% svöruðu neitandi öllum 14 spurningunum. Níu prósent kvört- uðu um þrjú aðaleinkenni Sjögrens sjúkdómsins, það er óeðlilega dagsþreytu, stoðkerfisverki og slímhúðarþurrk. Þessir einstaklingar verða skoðaðir sérstaklega samanber að ofan. ítarlegri niðurstöður verða kynntar á þinginu. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður sýna að einkenni um augn- og/eða munnþurrk eru algeng hér á landi og að nær 10. hver einstaklingur í úrtakinu játar helstu einkennum Sjögrens sjúkdómsins, sem styður að heilkenni Sjögrens sé einnig algeng hérlendis. E 18 Berkjuauðreitni og skert lungnastarfsemi hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Rannsókn yfir átta ára tímabil Sigríður Þ. Valtýsdóttir’, Björn Guðbjörnsson'4, Dóra Lúðvíksdóttir3, Hans Hedenström3, Roger Hállgren' Frá 'gigtardeild, 2lungna- og ofnæmisdeild og 'rannsóknarstofu í lífeðlisfræði Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíðþjóð, 'rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: sigridur.valtysdottir@medicin.uu.se Inngangur: Loftvegaeinkenni eru algeng hjá sjúklingum með heil- kenni Sjögrens. Áður hefur verið lýst hárri tíðni berkjuauðreitni hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Hvort og þá hvaða þýðingu berkjuauðreitni hefur við heilkenni Sjögrens með tilliti til lungna- starfseminnar, og þá sérstaklega er litið er til lengri tíma, er óþekkt í dag. Þess vegna höfum við endurskoðað hóp af sjúklingum með heilkenni Sjögrens hvað varðar lungnastarfsemi og berkjauðreitni. Efniviður og aðferðir: Lungnastarfsemi var rannsökuð með átta ára millibili hjá 15 sjúklingum sem allir höfðu heilkenni Sjögrens sam- kvæmt Kaupmannarhafnarskilmerkjunum; 14 konur og einn karl. Meðalaldur var 60 ár. Stöðluð spírómetría og loftdreifipróf fyrir CO (DLCO) voru gerð og berkjuauðreitni var mæld með metakólin innöndunarprófi. Niðurstöður: Marktæk minnkun yfir tímabilið sást í „total lung capacity“ (TLC) (p<0,05), „vital capacity" (VC) (p<0,001), „forced vital capacity" (FVC) (p<0,05), „functional residual capacity" (FRC) (p<0,005), „expiratory midflows" (FEF) (p<0,05) og „static lung compliance“ (Cst) (p<0,05). Marktæk fylgni var á milli teppu í smærri loftvegum (FEF») í byrjun og VC eftir átta ár (r=0,8; p<0,003). Aukning á berkjuauðreitni á rannsóknartímabilinu sást hjá fimm sjúklingum og lækkuðu þeir allir í DLCO (r=0,9; p<0,05). Versnandi DLCO sást alls hjá sjö sjúklingum og sex þeirra hlutu versnun á fráblástursprófi. Niðurstöður: Á þessu átta ára tímabili sáum við að 30% af sjúkling- unum með heilkenni Sjögrens versnuðu á öndunarprófi og fengu klínísk einkenni lungnasjúkdóms. Niðurstöður okkar gefa til kynna að spágildi sé á milli teppu í smærri loftvegum og berkjuauðreitni í Læknablaðid 2000/86 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.