Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Side 39
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA vera skjót ef þau eiga að ná tilætluðum árangri. í þessu tilviki var upplýsingum komið á framfæri með skjótum hætti. Sérstaða íslands var fólgin í því að hlutfallslega margir landsmenn voru útsettir fyrir smiti og telja höfundar að viðbrögðin hafi verið í samræmi við til- efnið og vel hafi tekist til með framkvæmd sóttvarnanna í góðri samvinnu við málsaðila. Nauðsynlegt er að í framtíðinni verði not- að meningókokkabóluefni sem einnig inniheldur mótefnavaka gegn hjúpgerð W135. E 53 Meningókokkasjúkdómur og varnir gegn honum Haraldur Briem', Hjördís Harðardóttir2 Frá 'sóttvarnalækni landlæknisembættinu, 'sýklafræöideild Landspítala Hringbraut Netfang: HBriem@Landlaeknir.is Inngangur: Meningókokkasjúkdómur er ógnun við heilsu manna vegna hárrar dánartíðni og hættu á faröldrum með miklum fjölda til- fella. Almennar og afmarkaðar varnir gegn þessum sjúkdómi byggj- ast á bólusetningum og fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð. Almennar sóttvamaráðstafanir ráðast af því hvernig farsótt er skilgreind, hvaða aldurshópar eru útsettir fyrir sjúkdóminum og hvaða hjúp- gerðir N. meningitidis það eru sem valda sjúkdómi í samfélaginu. Faraldsfræði: Skráning meningókokkasjúkdómsins hófst hér á landi árið 1940 og frá þeim tíma það hafa gengið yfir landið þrír far- aldrar sjúkdómsins. Sá fyrsti gekk yfir árið 1941 og fjaraði út á næstu fimm árum. Annar faraldurinn gekk yfir 1954 og fjaraði út á næstu sjö árum. Sá þriðji gekk yfir 1975, náði hámarki 1976 og hjaðnaði árið 1978. Framan af byggðist skráningin á klínískum greiningum sem ekki voru áreiðanlegar. Frá árinu 1983 hefur skráning sjúk- dómsins að mestu byggst á niðurstöðum ræktana á sýklafræðideild Landspítalans og miðast athugun þessi við það tímabil. Niðurstöður: Á undanförnum 17 árum hefur nýgengi sjúkdómsins (á 100.000 íbúa) verið sex en hæst var það 11 árið 1995. Dánartalan á tímabilinu var 8,5 %. Hér á landi hafa einkum tvær hjúpgerðir af N. meningitidis valdið sjúkdómi, það er hjúpgerð B í 55% tilvika og hjúpgerð C í 43% tilvika. Aldursbundið nýgengi meningókokka- sjúkdómsins var mjög breytilegt eftir árum en nýgengi beggja þess- ara hjúpgerða var yfirleitt hæst í aldurshópnum undir tveggja ára aldri. Á tímabilinu varð vart árstíðarsveiflu sjúkdómsins en hún náði hámarki í mars og apríl en lágmarki í júlí. Sóttvarnir: Virkt bóluefni er einungis til gegn meningókokkasjúk- dómi af völdum N. menigitidis af hjúpgerðum A, C, Y og W135. Hér á landi hefur einungi verið notað bóluefni gegn hjúpgerðunum A og C. Þar sem það er gert úr fjölsykrungum gagnast það einungis þeim sem eldri eru en tveggja ára. Fjöldabólusetningu hefur verið beitt þar sem almennur eða staðbundinn faraldur af hjúpgerð C brýst út. Prótíntengd bóluefni gegn hjúpgerð C eru væntanleg á markað sem nýtast yngri börnum en tveggja ára.Við sóttvarnir er einnig beitt fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir þá sem hafa haft náið samneyti við þá sýktu. Niðurstöður: Engin nákvæm skilgreining á faraldri er til önnur en sú að faraldur er þegar fjöldi tilfella verður meiri en við er búist. Þegar gripið er til opinberra sóttvarna gegn meningókokkasjúk- dómi í almennum faraldri er stuðst við upplýsingar um aldursdreif- ingu og líkindadreifingu sjúkdómsins miðað við fyrirliggjandi upp- lýsingar um fjölda tilfella. Móta þarf reglur um viðbrögð við al- mennum og staðbundnum faraldri hér á landi. Kynntar verða tillög- ur að slíkum reglum. E 54 Rabeprazól og ómeprazól. Tveggja ára viðhaldsmeðferð gegn bakflæðissjúkdómi í vélinda Hallgrímur Guðjónsson', EinarOddsson', Hafdís Aradóttir’, HerdísÁst- ráðsdóttir', Thomas J. Humphries', Carlos Perdomo3, Bjarni Þjóðleifsson' Frá 'lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 'Eisai Ltd. London, 'Eisai Inc. Synec, New Jersey, Bandaríkjunum Netfang: bjarnit@rsp.is Tilgangur: Að bera saman virkni og öryggi tveggja ára meðferðar með rabeprazóli (RAB) og ómeprazóli (OME) til að fyrirbyggja endurkomu bólgu og sára í bakflæðissjúkdómi í vélindi. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða fjölþjóðlega rannsókn á 194 sjúklingum sem höfðu áður lokið eins árs viðhaldsmeðferð og héldu áfram í annað ár með slembivali á meðferð með rabeprazóli 10 mg, rabeprazóli 20 mg eða ómeprazóli 20 mg einu sinni á dag. Virkni og öryggi lyfjanna var metið í viku 13, 26, 39 og 52. Speglun á vélindi með tilliti til vélindisbólgu var framkvæmd við upphaf og í viku 52 og var notaður Hetzel-Dent skali. Niðurstöður: Speglun á vélindi sýndi aðeins eitt tilfelli (2%) með endurkomu á bakflæðisbólgu. Þessi sjúklingur var í rabeprazól 20 mg hópnum. Líkurnar á að vera gróinn við lok rannsóknar voru 100% í rabeprazól 10 mg og ómeprazól hópunum, en 97,5% í rabeprazól 20 mg hópnum. Enginn marktækur munur var á rnilli hópanna í notkun sýrubindandi lyfja, lífsgæðum, tíðni brjóstsviða og stigun á honum. Líkurnar á að vera einkennalaus við lok rann- sóknar voru 68% í rabeprazól 10 mg hópnum, 73% í rabeprazól 20 mg hópnum og 60% í ómeprazól hópnum. Enginn marktækur mun- ur var á niilli meðferðarhópanna. Meðferðin þoldist mjög vel. Aðeins tvö alvarleg aukaverkanatil- vik komu upp (bæði í sama sjúklingi í rabeprazól 20 mg hópnum). Þau voru álitin vera tengd tilraunalyfinu. Fastandi serum gastrin hækkaði í öllum hópunum, en meðalgildi héldust samt innan eðli- legra marka. Öll vefjafræðileg skilmerki varðandi ECL frumuof- vöxt og mat á sýnum frá magahelli og magabol sýndu engan mun milli hinna þriggja hópa. Ályktanir: Rabeprazól 10 og 20 mg og ómeprazól 20 mg sýna sam- bærilega virkni og öryggi í tveggja ára viðhaldsrannsókn gegn bak- flæðissjúkdómi í vélindi. E 55 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar- hrings sýrumælingu í maga Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson Frá rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Sumar lyfjafræðilegar rannsóknir benda til að ómepra- zól samheitalyf séu lakari að gæðum en frumlyfin. íslensk rannsókn (Læknablaðið 1997; 83:368) sýndi þó að samheitalyfið Lómex® var jafnvirkt og frumlyfið Losec® hvað sýrubælingu í maga varðar. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á lansóprazóli. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman virkni samheitalyfsins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsins Lanzo® (Wyeth Lederle). Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálboðaliðar (átta konur), meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl- ingar í maga (sýrunemar staðsettir 10 sm ofan í maga, staðsetning ákvörðuð með þrýstingsmælingu í vélinda). Rannsóknin var blind- uð slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst var gerð viðmiðunar- mæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö daga meðferð með Læknablaðið 2000/86 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.